Ofurkarlmennska geti reynst ávísun á hómófóbíu og kvenfyrirlitningu Jakob Bjarnar skrifar 14. júní 2024 14:35 Þórdís Elva Þorvaldsdóttir veltir upp þeirri spurningu hvort verið geti að tengsl séu milli atvinnumennsku í íþróttum og kynferðisofbeldis. vísir/vilhelm Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Nordref Foundation, veltir því upp í pistli hvort verið geti að tengsl séu milli atvinnumennsku í íþróttum og kynferðisofbeldis? Þórdís Elva segir hugleiðingar sínar að gefnu tilefni en rannsóknir bendi til að slík tengsl séu fyrir hendi. Hún nefnir úttekt frá Brock University á tíu ára tímabili sem sýni að 23 prósent þeirra nemenda við skólann sem kærðir voru fyrir kynferðisofbeldi voru atvinnumenn á íþróttastyrk – þrátt fyrirað þeir væru einungis tvö prósent nemenda við skólann. Þórdís Elva vitnar í samtökin Teach Us Consent sem hafi sett fram kenningar eins og um tilkall. „Ein ástæðan gæti verið tilkall (e: entitlement), þ.e.a.s. að finnast maður eiga rétt eða heimtingu á einhverju. Atvinnuíþróttamennsku fylgir oft frægð og frami, með tilheyrandi forréttindastöðu í samfélaginu og aðdáun samferðafólks sins. Þetta getur leitt af sér hugmyndir um tilkall, þar á meðal tilkall til líkama kvenna, sér í lagi í ljósi þeirrar karlmennsku sem samfélagið býst við af atvinnuíþróttamönnum.“ Þá nefnir Þórdís menningu sem skapist meðal atvinnuíþróttamanna, að vera sífellt í hópi annarra karla við æfingar, keppnir og ferðalög. Um sé að ræða einsleitan og lokaðan hóp þar sem hópsálin litar dómgreind og þurrkar út einstaklingseðli við ákvarðanatöku. „Að vera atvinnuíþróttamaður gerir þig að fyrirmynd fyrir aðra karlmenn, sökum líkamlegs atgervis og styrks. Hópíþróttir eru sér í lagi álitnar uppspretta karlmennskuímynda (Messerschmidt & Connell, 2005) sem í sinni ýktustu mynd þróast út í ofurkarlmennsku, sem er álitin æðsta takmarkið. Þar sem ofurkarlmennska vex fram verður oft til menning þar sem önnur kyn og kynhneigðir eru álitin annars flokks, með tilheyrandi hómófóbíu og kvenfyrirlitningu,“ segir Þórdís meðal annars en lesa má pistil hennar í heild í meðfylgjandi hlekk hér ofar. Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þórdís Elva segir hugleiðingar sínar að gefnu tilefni en rannsóknir bendi til að slík tengsl séu fyrir hendi. Hún nefnir úttekt frá Brock University á tíu ára tímabili sem sýni að 23 prósent þeirra nemenda við skólann sem kærðir voru fyrir kynferðisofbeldi voru atvinnumenn á íþróttastyrk – þrátt fyrirað þeir væru einungis tvö prósent nemenda við skólann. Þórdís Elva vitnar í samtökin Teach Us Consent sem hafi sett fram kenningar eins og um tilkall. „Ein ástæðan gæti verið tilkall (e: entitlement), þ.e.a.s. að finnast maður eiga rétt eða heimtingu á einhverju. Atvinnuíþróttamennsku fylgir oft frægð og frami, með tilheyrandi forréttindastöðu í samfélaginu og aðdáun samferðafólks sins. Þetta getur leitt af sér hugmyndir um tilkall, þar á meðal tilkall til líkama kvenna, sér í lagi í ljósi þeirrar karlmennsku sem samfélagið býst við af atvinnuíþróttamönnum.“ Þá nefnir Þórdís menningu sem skapist meðal atvinnuíþróttamanna, að vera sífellt í hópi annarra karla við æfingar, keppnir og ferðalög. Um sé að ræða einsleitan og lokaðan hóp þar sem hópsálin litar dómgreind og þurrkar út einstaklingseðli við ákvarðanatöku. „Að vera atvinnuíþróttamaður gerir þig að fyrirmynd fyrir aðra karlmenn, sökum líkamlegs atgervis og styrks. Hópíþróttir eru sér í lagi álitnar uppspretta karlmennskuímynda (Messerschmidt & Connell, 2005) sem í sinni ýktustu mynd þróast út í ofurkarlmennsku, sem er álitin æðsta takmarkið. Þar sem ofurkarlmennska vex fram verður oft til menning þar sem önnur kyn og kynhneigðir eru álitin annars flokks, með tilheyrandi hómófóbíu og kvenfyrirlitningu,“ segir Þórdís meðal annars en lesa má pistil hennar í heild í meðfylgjandi hlekk hér ofar.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira