Þeir sem „brjóta alvarlega af sér“ verði sviptir dvalarleyfum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2024 20:39 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Steingrímur Dúi Dómsmálaráðherra vill svipta þá flóttamenn sem „brjóta alvarlega af sér“ dvalarleyfum. Nýsamþykkt frumvarp segir hún stærstu breytingar á útlendingalögum til þessa. Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. 42 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. Guðrún var til viðtals á Reykjavík síðdegis í dag og sagði frumvarpið mikil tíðindi. Nefnir hún sérstaklega afnám lagagreinar sem gerir það að verkum að íslenska ríkinu beri að taka til skoðunar umsóknir þeirra sem þegar hafa fengið vernd í öðru ríki. „Þetta er það sem við höfum kallað tilhæfulausar umsóknir. Ef lífi þínu er ógnað og þú færð vernd, þá þarftu ekki að fara til annars lands ef þú hefur fengið vernd í öðru ríki. Við höfum verið með þessa séríslensku reglu, sem er felld úr gildi.“ Í öðru lagi nefnir Guðrún takmarkanir á fjölskyldusameiningar. „Þannig að það er ekki hægt að sækja um hana fyrr en eftir tvö ár. Sömuleiðis erum við að fækka í kærunefnd útlendingamála úr sjö í nefndinni í þrjá. Allir þrír nefndarmenn eiga að vera í fullu starfi. Við bindum vonir við að mál verði afgreidd þar með meiri hraða en nú er.“ Markmiðið segir hún að fækka „tilhæfulausum umsóknum“, sem Guðrún telur hlaupa á hundruðum. Mikilvægt að kerfið sinni fólki í neyð „Við þurfum sömuleiðis að ná niður kostnaði í þessu kerfi. Svo er annað sem við þurfum að gera betur og er vandamál á öllu Schengen-svæðinu. Að þeir sem fá synjun um vernd í Schengen-ríki, þeim ber að yfirgefa svæðið. Þeir sem fá synjun eru þá í ólögmætri dvöl og við þurfum að tryggja öruggan og farsælan brottflutning þeirra út af svæðinu,“ segir Guðrún og bætir við því að stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi verið styrkt í þessum tilgangi. Hún áréttar að hún vilji standa vörð um það verndarkerfi sem var komið á fót innan Sameinuðu þjóðanna árið 1951. Hún segir mikilvægt að kerfið sé til staðar fyrir þá sem séu í „raunverulegri þörf fyrir vernd,“ og nefndir dauða, pyndingar og ofsóknir. „Ég hef áhyggjur af því að hér á Íslandi séum við búin að vera með fordæmalausa fjölgun inn í verndarkerfið okkar. Við höfum til dæmis séð nokkur þúsund koma hingað frá Venesúela,“ segir Guðrún. Hún hafi skilning á því að fólk vilji leita að betra lífi og velferðarkerfi. Það fólk geti hins vegar ekki komið inn í gegnum verndarkerfið. Ekki að tala um stöðumælabrot Hún býst við fækkun umsókna núna. Kostnaður og málsmeðferðartími muni í kjölfarið batna. Lögin taka strax gildi. „Þetta er málaflokkur sem verður að vera mjög vakandi yfir. En ég vil líka ítreka það að við höfum verið með séríslenskar málsmeðferðarreglur og það getur aldrei gengið til lengdar.“ Guðrún minnist jafnframt á nýtt frumvarp, sem lagt verður fram á Alþingi í haust, þar sem lagt verður til að einstaklingar með dvalarleyfi missi leyfi sitt þegar þeir „brjóta alvarlega af sér,“ segir Guðrún en treystir sér ekki til þess að draga mörkin. „En við höfum séð dæmi um, hér í íslensku samfélagi, alvarleg ofbeldisbrot, hótanir, líkamsmeiðingar og svo framvegis. Ég er ekki að tala um stöðumælabrot. Þetta er eitthvað sem löndin í kringum okkur hafa verið að gera og ég vil leggja það til sömuleiðis.“ Flóttamenn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. 42 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. Guðrún var til viðtals á Reykjavík síðdegis í dag og sagði frumvarpið mikil tíðindi. Nefnir hún sérstaklega afnám lagagreinar sem gerir það að verkum að íslenska ríkinu beri að taka til skoðunar umsóknir þeirra sem þegar hafa fengið vernd í öðru ríki. „Þetta er það sem við höfum kallað tilhæfulausar umsóknir. Ef lífi þínu er ógnað og þú færð vernd, þá þarftu ekki að fara til annars lands ef þú hefur fengið vernd í öðru ríki. Við höfum verið með þessa séríslensku reglu, sem er felld úr gildi.“ Í öðru lagi nefnir Guðrún takmarkanir á fjölskyldusameiningar. „Þannig að það er ekki hægt að sækja um hana fyrr en eftir tvö ár. Sömuleiðis erum við að fækka í kærunefnd útlendingamála úr sjö í nefndinni í þrjá. Allir þrír nefndarmenn eiga að vera í fullu starfi. Við bindum vonir við að mál verði afgreidd þar með meiri hraða en nú er.“ Markmiðið segir hún að fækka „tilhæfulausum umsóknum“, sem Guðrún telur hlaupa á hundruðum. Mikilvægt að kerfið sinni fólki í neyð „Við þurfum sömuleiðis að ná niður kostnaði í þessu kerfi. Svo er annað sem við þurfum að gera betur og er vandamál á öllu Schengen-svæðinu. Að þeir sem fá synjun um vernd í Schengen-ríki, þeim ber að yfirgefa svæðið. Þeir sem fá synjun eru þá í ólögmætri dvöl og við þurfum að tryggja öruggan og farsælan brottflutning þeirra út af svæðinu,“ segir Guðrún og bætir við því að stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi verið styrkt í þessum tilgangi. Hún áréttar að hún vilji standa vörð um það verndarkerfi sem var komið á fót innan Sameinuðu þjóðanna árið 1951. Hún segir mikilvægt að kerfið sé til staðar fyrir þá sem séu í „raunverulegri þörf fyrir vernd,“ og nefndir dauða, pyndingar og ofsóknir. „Ég hef áhyggjur af því að hér á Íslandi séum við búin að vera með fordæmalausa fjölgun inn í verndarkerfið okkar. Við höfum til dæmis séð nokkur þúsund koma hingað frá Venesúela,“ segir Guðrún. Hún hafi skilning á því að fólk vilji leita að betra lífi og velferðarkerfi. Það fólk geti hins vegar ekki komið inn í gegnum verndarkerfið. Ekki að tala um stöðumælabrot Hún býst við fækkun umsókna núna. Kostnaður og málsmeðferðartími muni í kjölfarið batna. Lögin taka strax gildi. „Þetta er málaflokkur sem verður að vera mjög vakandi yfir. En ég vil líka ítreka það að við höfum verið með séríslenskar málsmeðferðarreglur og það getur aldrei gengið til lengdar.“ Guðrún minnist jafnframt á nýtt frumvarp, sem lagt verður fram á Alþingi í haust, þar sem lagt verður til að einstaklingar með dvalarleyfi missi leyfi sitt þegar þeir „brjóta alvarlega af sér,“ segir Guðrún en treystir sér ekki til þess að draga mörkin. „En við höfum séð dæmi um, hér í íslensku samfélagi, alvarleg ofbeldisbrot, hótanir, líkamsmeiðingar og svo framvegis. Ég er ekki að tala um stöðumælabrot. Þetta er eitthvað sem löndin í kringum okkur hafa verið að gera og ég vil leggja það til sömuleiðis.“
Flóttamenn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira