Åberg með eins höggs forskot Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2024 10:10 Ludvig Åberg lék á 69 höggum í gær og leiðir mótið á fimm höggum undir pari vísir/Getty Hinn sænski Ludvig Åberg leiðir US Open mótið þegar tveimur umferðum er lokið. Hann lék hring gærdagsins á 69 höggum líkt og heimamaðurinn Bryson DeChambeau en er alls á 135 höggum, höggi minna en næstu þrír kylfingar. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 24 ára Åberg tekur þátt í mótinu en hann veit vel að mótið er ekki auðvelt: „US Open mótið á að vera erfitt. Það á að vera snúið og það á að láta þig reyna á allar hliðar leiksins og mér líður eins og það sé að gerast. En hlutirnir hafa fallið með mér í byrjun og ég vona að ég nái að halda áfram á sömu braut.“ Mótið er líkt og svo oft áður stútfullt af stjörnum sem hafa augastað á að landa sigri og er staðan þétt á toppnum eftir fyrstu tvo hringi. Scottie Scheffler, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, rétt komst í gegnum niðurskurðinn og er í 57. sæti á 145 höggum alls. Augu margra eru á Tiger Woods eins og oft áður. Hann lauk keppni í gær, spilaði á 73 höggum sem dugði honum ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn. Ótrúlegasta högg gærdagsins átti Francesco Molinari, sem þurfti að fara holu í höggi til að komast í gegnum niðurskurðinn á sinni síðustu holu og gerði sér lítið fyrir og sökkti tæplega 180 metra höggi á par þrír holu beinustu leið ofan í. Francesco Molinari needed a hole-in-one on 18 to make the cut at the US Open. Bang. pic.twitter.com/Y2QCaFqeiI— Barstool Sports (@barstoolsports) June 14, 2024 Bein útsending frá mótinu heldur áfram í dag á Vodafone Sport og hefst útsending kl. 14:00 Golf Opna bandaríska Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 24 ára Åberg tekur þátt í mótinu en hann veit vel að mótið er ekki auðvelt: „US Open mótið á að vera erfitt. Það á að vera snúið og það á að láta þig reyna á allar hliðar leiksins og mér líður eins og það sé að gerast. En hlutirnir hafa fallið með mér í byrjun og ég vona að ég nái að halda áfram á sömu braut.“ Mótið er líkt og svo oft áður stútfullt af stjörnum sem hafa augastað á að landa sigri og er staðan þétt á toppnum eftir fyrstu tvo hringi. Scottie Scheffler, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, rétt komst í gegnum niðurskurðinn og er í 57. sæti á 145 höggum alls. Augu margra eru á Tiger Woods eins og oft áður. Hann lauk keppni í gær, spilaði á 73 höggum sem dugði honum ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn. Ótrúlegasta högg gærdagsins átti Francesco Molinari, sem þurfti að fara holu í höggi til að komast í gegnum niðurskurðinn á sinni síðustu holu og gerði sér lítið fyrir og sökkti tæplega 180 metra höggi á par þrír holu beinustu leið ofan í. Francesco Molinari needed a hole-in-one on 18 to make the cut at the US Open. Bang. pic.twitter.com/Y2QCaFqeiI— Barstool Sports (@barstoolsports) June 14, 2024 Bein útsending frá mótinu heldur áfram í dag á Vodafone Sport og hefst útsending kl. 14:00
Golf Opna bandaríska Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira