Segir England ekki eiga möguleika með Trent á miðjunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2024 11:16 Trent í vináttuleiknum gegn Íslandi á Wembley. Ísland vann 1-0. Alex Nicodim/Getty Images Miðvallarleikmaðurinn fyrrverandi Roy Keane segir England ekki eiga möguleika á að vinna Evrópumót karla í knattspyrnu fari svo að hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold byrji á miðjunni þegar mest á reynir. Þessi fyrrum landsliðsmaður Írlands og Manchester United er ekki þekktur að liggja á skoðunum sínum. Hann mun fjalla um EM í sumar og lét í sér heyra í aðdraganda leiks England og Serbíu sem fram fer síðar í dag, sunnudag. „England er með nokkra frábæra einstaklinga, fjóra eða fimm leikmenn sem myndu labba inn í hvaða lið sem er á þessu móti. En þeir verða að finna hið fullkomna jafnvægi,“ sagði Keane í viðtali á ITV Sport. „Þú ert með leikmenn sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi en vandamálið er að verjast gegn betri liðum mótsins. Þeir verða fínir í riðlinum og Trent verður fínn á miðjunni þá. En gegn virkilega háklassa mótherja þá verður hann í vandræðum.“ „Ég tel að hann verði tættur í sundur ef hann spilar á miðjunni gegn liði sem við teljum vera með þeim betri á mótinu,“ sagði Keane jafnframt. Roy Keane claims that Trent Alexander-Arnold will be 'ripped to shreds' if he plays in midfield for England in the latter stages of Euro 2024 https://t.co/DRoR6rLjia— Mail Sport (@MailSport) June 15, 2024 Mikið hefur verið rætt og ritað um miðju Englands í aðdraganda mótsins en talið er næsta víst að Declan Rice og Jude Bellingam verði aðalmennirnir á þriggja manna miðju liðsins. Stóra spurningin er hver stendur vaktina með þeim. Leikur Englands og Serbíu hefst klukkan 19.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Þessi fyrrum landsliðsmaður Írlands og Manchester United er ekki þekktur að liggja á skoðunum sínum. Hann mun fjalla um EM í sumar og lét í sér heyra í aðdraganda leiks England og Serbíu sem fram fer síðar í dag, sunnudag. „England er með nokkra frábæra einstaklinga, fjóra eða fimm leikmenn sem myndu labba inn í hvaða lið sem er á þessu móti. En þeir verða að finna hið fullkomna jafnvægi,“ sagði Keane í viðtali á ITV Sport. „Þú ert með leikmenn sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi en vandamálið er að verjast gegn betri liðum mótsins. Þeir verða fínir í riðlinum og Trent verður fínn á miðjunni þá. En gegn virkilega háklassa mótherja þá verður hann í vandræðum.“ „Ég tel að hann verði tættur í sundur ef hann spilar á miðjunni gegn liði sem við teljum vera með þeim betri á mótinu,“ sagði Keane jafnframt. Roy Keane claims that Trent Alexander-Arnold will be 'ripped to shreds' if he plays in midfield for England in the latter stages of Euro 2024 https://t.co/DRoR6rLjia— Mail Sport (@MailSport) June 15, 2024 Mikið hefur verið rætt og ritað um miðju Englands í aðdraganda mótsins en talið er næsta víst að Declan Rice og Jude Bellingam verði aðalmennirnir á þriggja manna miðju liðsins. Stóra spurningin er hver stendur vaktina með þeim. Leikur Englands og Serbíu hefst klukkan 19.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira