Segir England ekki eiga möguleika með Trent á miðjunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2024 11:16 Trent í vináttuleiknum gegn Íslandi á Wembley. Ísland vann 1-0. Alex Nicodim/Getty Images Miðvallarleikmaðurinn fyrrverandi Roy Keane segir England ekki eiga möguleika á að vinna Evrópumót karla í knattspyrnu fari svo að hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold byrji á miðjunni þegar mest á reynir. Þessi fyrrum landsliðsmaður Írlands og Manchester United er ekki þekktur að liggja á skoðunum sínum. Hann mun fjalla um EM í sumar og lét í sér heyra í aðdraganda leiks England og Serbíu sem fram fer síðar í dag, sunnudag. „England er með nokkra frábæra einstaklinga, fjóra eða fimm leikmenn sem myndu labba inn í hvaða lið sem er á þessu móti. En þeir verða að finna hið fullkomna jafnvægi,“ sagði Keane í viðtali á ITV Sport. „Þú ert með leikmenn sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi en vandamálið er að verjast gegn betri liðum mótsins. Þeir verða fínir í riðlinum og Trent verður fínn á miðjunni þá. En gegn virkilega háklassa mótherja þá verður hann í vandræðum.“ „Ég tel að hann verði tættur í sundur ef hann spilar á miðjunni gegn liði sem við teljum vera með þeim betri á mótinu,“ sagði Keane jafnframt. Roy Keane claims that Trent Alexander-Arnold will be 'ripped to shreds' if he plays in midfield for England in the latter stages of Euro 2024 https://t.co/DRoR6rLjia— Mail Sport (@MailSport) June 15, 2024 Mikið hefur verið rætt og ritað um miðju Englands í aðdraganda mótsins en talið er næsta víst að Declan Rice og Jude Bellingam verði aðalmennirnir á þriggja manna miðju liðsins. Stóra spurningin er hver stendur vaktina með þeim. Leikur Englands og Serbíu hefst klukkan 19.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Þessi fyrrum landsliðsmaður Írlands og Manchester United er ekki þekktur að liggja á skoðunum sínum. Hann mun fjalla um EM í sumar og lét í sér heyra í aðdraganda leiks England og Serbíu sem fram fer síðar í dag, sunnudag. „England er með nokkra frábæra einstaklinga, fjóra eða fimm leikmenn sem myndu labba inn í hvaða lið sem er á þessu móti. En þeir verða að finna hið fullkomna jafnvægi,“ sagði Keane í viðtali á ITV Sport. „Þú ert með leikmenn sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi en vandamálið er að verjast gegn betri liðum mótsins. Þeir verða fínir í riðlinum og Trent verður fínn á miðjunni þá. En gegn virkilega háklassa mótherja þá verður hann í vandræðum.“ „Ég tel að hann verði tættur í sundur ef hann spilar á miðjunni gegn liði sem við teljum vera með þeim betri á mótinu,“ sagði Keane jafnframt. Roy Keane claims that Trent Alexander-Arnold will be 'ripped to shreds' if he plays in midfield for England in the latter stages of Euro 2024 https://t.co/DRoR6rLjia— Mail Sport (@MailSport) June 15, 2024 Mikið hefur verið rætt og ritað um miðju Englands í aðdraganda mótsins en talið er næsta víst að Declan Rice og Jude Bellingam verði aðalmennirnir á þriggja manna miðju liðsins. Stóra spurningin er hver stendur vaktina með þeim. Leikur Englands og Serbíu hefst klukkan 19.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira