„Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. júní 2024 14:28 Svava segir að rífa þurfi allt loft og innréttingar í verslun Gallerí sautján í Kringlunni vegna vatnsskemmda Vísit/Vilhelm/Viktor Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. Á fjórða tímanum í gær kviknaði eldur í þaki Kringlunnar austanmeginn, en mikið tjón varð af eldunum, reyknum, og vatninu og froðunni sem slökkviliðsmenn notuðu við slökkvistörf. Mesta tjónið er nú í verslun Gallerí sautján, en Svava eigandi segir stöðuna alls ekki góða. „Það flæddi inn í alla búðina, reykurinn var líka svakalega mikill. Allar loftklæðningar eru byrjaðar að brotna niður, þetta fór bara mjög illa. Þetta er stórtjón fyrir okkur,“ segir Svava. Vatn hafi lekið niður hæðir og ganga á þessum hluta Kringlunnar. Nokkuð mikið vatn var á gólfum í KringlunniVísir/Viktor Freyr Í Gallerí sautján voru 650 fermetrar af nýlögðu parketi, sem nú er ónýtt. „Það þarf að rífa loft og innréttingar, af því annars er hætta á rakaskemmdum. Þetta er allt blautt þarna bakvið og þetta er allt bólgnað,“ segir Svava. Áætlar að um tuttugu verslanir hafi orðið fyrir mismiklu tjóni Fjórar verslanir af þeim sex sem Svava rekur í Kringlunni urðu fyrir tjóni. Gallerí sautján hafi farið verst út úr þessu, en búðirnar Kultur, Kultur menn og GS skór hafi einnig orðið fyrir miklu tjóni. Verslanirnar Macland, Nespresso og Markó Póló sem eru við hlið þessara búða urðu einnig fyrir tjóni. Svava segir að stór hluti af húsinu sé í góðu lagi, og verslanir hinum megin hafi sloppið. Um tuttugu verslanir austanmeginn, bæði uppi og niðri, séu þó talsvert skemmdar. Miklar vatnsskemmdir eru í austurhluta KringlunnarVísir/Viktor Freyr Því miður verði Gallerí sautján örugglega ekki opnuð fyrr en eftir margar vikur eða mánuði, en Svava minnir á að búðin sé líka í Smáralind og á ntc.is Hún vonar að hægt sé að vinna út úr þessu eins hratt og hægt er. Hún segir að búðareigendur sem ekki urðu fyrir tjóni séu samt stödd í húsinu núna að hjálpa, og segir að þótt þau séu í samkeppni þá séu þau öll innst inni vinir. Að lokum segir hún að Kringlan hafi staðið vel að málum meðal annars hvað varðar upplýsingagjöf og almennt skipulag um kringum þetta tjón. Kringlan Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði í Kringlunni Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Á fjórða tímanum í gær kviknaði eldur í þaki Kringlunnar austanmeginn, en mikið tjón varð af eldunum, reyknum, og vatninu og froðunni sem slökkviliðsmenn notuðu við slökkvistörf. Mesta tjónið er nú í verslun Gallerí sautján, en Svava eigandi segir stöðuna alls ekki góða. „Það flæddi inn í alla búðina, reykurinn var líka svakalega mikill. Allar loftklæðningar eru byrjaðar að brotna niður, þetta fór bara mjög illa. Þetta er stórtjón fyrir okkur,“ segir Svava. Vatn hafi lekið niður hæðir og ganga á þessum hluta Kringlunnar. Nokkuð mikið vatn var á gólfum í KringlunniVísir/Viktor Freyr Í Gallerí sautján voru 650 fermetrar af nýlögðu parketi, sem nú er ónýtt. „Það þarf að rífa loft og innréttingar, af því annars er hætta á rakaskemmdum. Þetta er allt blautt þarna bakvið og þetta er allt bólgnað,“ segir Svava. Áætlar að um tuttugu verslanir hafi orðið fyrir mismiklu tjóni Fjórar verslanir af þeim sex sem Svava rekur í Kringlunni urðu fyrir tjóni. Gallerí sautján hafi farið verst út úr þessu, en búðirnar Kultur, Kultur menn og GS skór hafi einnig orðið fyrir miklu tjóni. Verslanirnar Macland, Nespresso og Markó Póló sem eru við hlið þessara búða urðu einnig fyrir tjóni. Svava segir að stór hluti af húsinu sé í góðu lagi, og verslanir hinum megin hafi sloppið. Um tuttugu verslanir austanmeginn, bæði uppi og niðri, séu þó talsvert skemmdar. Miklar vatnsskemmdir eru í austurhluta KringlunnarVísir/Viktor Freyr Því miður verði Gallerí sautján örugglega ekki opnuð fyrr en eftir margar vikur eða mánuði, en Svava minnir á að búðin sé líka í Smáralind og á ntc.is Hún vonar að hægt sé að vinna út úr þessu eins hratt og hægt er. Hún segir að búðareigendur sem ekki urðu fyrir tjóni séu samt stödd í húsinu núna að hjálpa, og segir að þótt þau séu í samkeppni þá séu þau öll innst inni vinir. Að lokum segir hún að Kringlan hafi staðið vel að málum meðal annars hvað varðar upplýsingagjöf og almennt skipulag um kringum þetta tjón.
Kringlan Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði í Kringlunni Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira