Fyllist stolti við að líta til fyrri fjallkvenna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. júní 2024 18:34 Ebba Katrín er fjallkonan í Reykjavík árið 2024. stjórnarráðið Ebba Katrín Finnsdóttir, fjallkona ársins 2024 í Reykjavík, kveðst full af stolti og þakklæti eftir daginn. Ávarp hennar var samið af Bergi Ebba Benediktssyni, rithöfundi og uppistandara. Ebba segir ávarpið ádeilu á hraða samfélagsins og vanrækslu náttúrunnar. „Þetta er bara einstök upplifun. Ótrúleg og ógleymanleg. Mjög hátíðlegt og talar inn í svo stórt samhengi að ég fylltist bara stolti og þakklæti fyrir að vera treyst fyrir þessu hlutverki.“ Ebba Katrín hefur undanfarið ár farið á kostum í Þjóðleikhúsinu í sýningunni Orð gegn orði þar sem hún fer með einleik. Sýningin var sú næstvinsælasta á síðasta leikári. Ásamt þeirri sýningu lék hún í Frosti og Ellen B. Ebba var nýbúin að sýna þegar hún fékk símtal þar sem hennar krafta var óskað á þjóðhátíðardaginn í hlutverki fjallkonunnar. „Ég hélt fyrst að ég ætti að vera með eitthvað atriði áður en ég áttaði mig á því að það væri að biðja mig um að vera fjallkonan. Þá náttúrulega sagði ég bara strax já. Ég horfi bara á allar konurnar sem hafa gert þetta á undan mér og fyllist heiðri og stolti. Þetta eru auðvitað allt mínar fyrirmyndir og bara frábært að fá að vera í hópi þessara kvenna.“ Ávarp Ebbu var samið af Bergi Ebba Benediktssyni, og er nokkurs konar samtal við þjóðina sem er máluð upp í alls kyns myndum, hversdagslegum og hátíðlegum. Upptöku af ávarpi Ebbu má nálgast hér. Begur Ebbi og Ebba Katrín.stjórnarráðið „Mér fannst það bara frábært,“ segir Ebba um ljóðið eftir Berg Ebba. „Þetta er mjög skemmtilegur texti, mér fannst hann renna vel. Myndrænn og djúpur á sama tíma, ég er ótrúlega ánægð með textann og höfundinn. Bergur er alveg yndislegur.“ Hún segir hægt að túlka ljóðið á ýmsan hátt. „Mér finnst þetta deila á allskonar. Hraðann í samfélaginu og mögulega vanræktu tengslin við náttúruna. Margt kom til mín. Við erum að fljóta aðeins langt frá náttúrunni sem er samt móðir okkar allra. Það er erfitt að velja eitthvað eitt.“ Hún viðurkennir að hafa verið örlítið stressuð fyrir flutninginn. „En svo varð eitthvað logn, rétt áður en ég labbaði inn á Austurvöll. Ég held að það hafi bara verið einhverjir englar eða vættir með mér. Ég vildi bara njóta augnabliksins og það tókst.“ Ebba Katrín flytur ávarpið.stjórnarráðið 17. júní Menning Tengdar fréttir Fjallkonan í ár er Ebba Katrín Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er fjallkonan í ár. Hún flutti ávarp á hátíðarathöfn á Austurvelli í dag. 17. júní 2024 11:42 Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira
„Þetta er bara einstök upplifun. Ótrúleg og ógleymanleg. Mjög hátíðlegt og talar inn í svo stórt samhengi að ég fylltist bara stolti og þakklæti fyrir að vera treyst fyrir þessu hlutverki.“ Ebba Katrín hefur undanfarið ár farið á kostum í Þjóðleikhúsinu í sýningunni Orð gegn orði þar sem hún fer með einleik. Sýningin var sú næstvinsælasta á síðasta leikári. Ásamt þeirri sýningu lék hún í Frosti og Ellen B. Ebba var nýbúin að sýna þegar hún fékk símtal þar sem hennar krafta var óskað á þjóðhátíðardaginn í hlutverki fjallkonunnar. „Ég hélt fyrst að ég ætti að vera með eitthvað atriði áður en ég áttaði mig á því að það væri að biðja mig um að vera fjallkonan. Þá náttúrulega sagði ég bara strax já. Ég horfi bara á allar konurnar sem hafa gert þetta á undan mér og fyllist heiðri og stolti. Þetta eru auðvitað allt mínar fyrirmyndir og bara frábært að fá að vera í hópi þessara kvenna.“ Ávarp Ebbu var samið af Bergi Ebba Benediktssyni, og er nokkurs konar samtal við þjóðina sem er máluð upp í alls kyns myndum, hversdagslegum og hátíðlegum. Upptöku af ávarpi Ebbu má nálgast hér. Begur Ebbi og Ebba Katrín.stjórnarráðið „Mér fannst það bara frábært,“ segir Ebba um ljóðið eftir Berg Ebba. „Þetta er mjög skemmtilegur texti, mér fannst hann renna vel. Myndrænn og djúpur á sama tíma, ég er ótrúlega ánægð með textann og höfundinn. Bergur er alveg yndislegur.“ Hún segir hægt að túlka ljóðið á ýmsan hátt. „Mér finnst þetta deila á allskonar. Hraðann í samfélaginu og mögulega vanræktu tengslin við náttúruna. Margt kom til mín. Við erum að fljóta aðeins langt frá náttúrunni sem er samt móðir okkar allra. Það er erfitt að velja eitthvað eitt.“ Hún viðurkennir að hafa verið örlítið stressuð fyrir flutninginn. „En svo varð eitthvað logn, rétt áður en ég labbaði inn á Austurvöll. Ég held að það hafi bara verið einhverjir englar eða vættir með mér. Ég vildi bara njóta augnabliksins og það tókst.“ Ebba Katrín flytur ávarpið.stjórnarráðið
17. júní Menning Tengdar fréttir Fjallkonan í ár er Ebba Katrín Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er fjallkonan í ár. Hún flutti ávarp á hátíðarathöfn á Austurvelli í dag. 17. júní 2024 11:42 Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira
Fjallkonan í ár er Ebba Katrín Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er fjallkonan í ár. Hún flutti ávarp á hátíðarathöfn á Austurvelli í dag. 17. júní 2024 11:42