Mbappé sleppur við aðgerð vegna nefbrotsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 07:53 Kylian Mbappé varð fyrir því óláni að nefbrotna i fyrsta leik Frakka á EM 2024. Getty/Rico Brouwer Stórstjarna Frakka endaði kvöldið á sjúkrahúsi eftir fyrsta leik franska landsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi. Kylian Mbappé nefbrotnaði í 1-0 sigri á Austurríkismönnum í gærkvöldi. Blóðið fossaði úr nefinu á honum og óttast var að hann þyrfti að gangast undir aðgerð. Slík aðgerð hefði þýtt að hann hefði jafnvel misst af öllu Evrópumótinu eða stórum hluta mótsins. Kevin Danso was charge with looking after Kylian Mbappe in 🇦🇹 v 🇫🇷 at #EURo2024 tonight. Danso left the Frenchman needing surgery on his nose. 💉🩸 pic.twitter.com/gVIMlcxRRM— Ibrahim Sannie Daara (@SannieDaara) June 17, 2024 Philippe Diallo, forseti franska knattspyrnusambandsins, staðfesti það við ESPN að læknaliðið hefði metið það eftir frekari skoðun að Mbappé þyrfti ekki að fara í aðgerð. Mbappé yfirgaf sjúkrahúsið í Düsseldorf klukkan eitt eftir miðnætti á staðartíma og er kominn aftur til móts við franska liðið. Næst á dagskrá er að útbúa sérhannaða grímu fyrir hann sem hann spilar með næstu vikurnar. Það er samt óvíst hvort hann geti spilað næsta leik sem er á móti Hollandi á föstudaginn. Mbappé skoraði ekki í leiknum en lagði upp markið. Varnarmaður Austurríkis skallaði þá boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf frá franska framherjanum. Mbappé nefbrotnaði eftir að hafa lent í samstuði við Austurríkismanninn Kevin Danso seint í leiknum. „Nefið hans lítur illa út. Við verðum bara að bíða og sjá til. Læknaliðið okkar sér um þetta. Þetta voru samt slæmar fréttir fyrir okkur,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari Frakka, eftir leikinn. „Augljóslega er franska landsliðið ekki það sama án hans. Ég vona að hann geti verið með okkur,“ sagði Deschamps. 🚨🇫🇷 Kylian Mbappé has just left the hospital after it was confirmed that he broke his nose.Mbappé will not undergo surgery despite initial indications, waiting to decide how to manage him for upcoming two games. pic.twitter.com/Fhbhft1OAO— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 17, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
Kylian Mbappé nefbrotnaði í 1-0 sigri á Austurríkismönnum í gærkvöldi. Blóðið fossaði úr nefinu á honum og óttast var að hann þyrfti að gangast undir aðgerð. Slík aðgerð hefði þýtt að hann hefði jafnvel misst af öllu Evrópumótinu eða stórum hluta mótsins. Kevin Danso was charge with looking after Kylian Mbappe in 🇦🇹 v 🇫🇷 at #EURo2024 tonight. Danso left the Frenchman needing surgery on his nose. 💉🩸 pic.twitter.com/gVIMlcxRRM— Ibrahim Sannie Daara (@SannieDaara) June 17, 2024 Philippe Diallo, forseti franska knattspyrnusambandsins, staðfesti það við ESPN að læknaliðið hefði metið það eftir frekari skoðun að Mbappé þyrfti ekki að fara í aðgerð. Mbappé yfirgaf sjúkrahúsið í Düsseldorf klukkan eitt eftir miðnætti á staðartíma og er kominn aftur til móts við franska liðið. Næst á dagskrá er að útbúa sérhannaða grímu fyrir hann sem hann spilar með næstu vikurnar. Það er samt óvíst hvort hann geti spilað næsta leik sem er á móti Hollandi á föstudaginn. Mbappé skoraði ekki í leiknum en lagði upp markið. Varnarmaður Austurríkis skallaði þá boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf frá franska framherjanum. Mbappé nefbrotnaði eftir að hafa lent í samstuði við Austurríkismanninn Kevin Danso seint í leiknum. „Nefið hans lítur illa út. Við verðum bara að bíða og sjá til. Læknaliðið okkar sér um þetta. Þetta voru samt slæmar fréttir fyrir okkur,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari Frakka, eftir leikinn. „Augljóslega er franska landsliðið ekki það sama án hans. Ég vona að hann geti verið með okkur,“ sagði Deschamps. 🚨🇫🇷 Kylian Mbappé has just left the hospital after it was confirmed that he broke his nose.Mbappé will not undergo surgery despite initial indications, waiting to decide how to manage him for upcoming two games. pic.twitter.com/Fhbhft1OAO— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 17, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira