Meðlimir viðriðnir hatursglæpi og jafnvel grunaðir um morð Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. júní 2024 20:31 Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum og og doktor í mannfræði er sérfræðingur í málefnum tengdum öfgahyggju og hatursglæpum. Lektor í lögreglufræðum segir ástæðu til að ætla að samtökin Norðurvígi geti falið í sér ógn við samfélagið hérlendis. Þekkt sé að meðlimir samtakanna hafi verið viðriðnir ýmsa hatursglæpi og séu jafnvel grunaðir um morð. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur formlega skilgreint nýnasistasamtökin Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök. Samtökin sem eru stærstu nýnasistasamtök í Svíþjóð eru einnig starfrækt í Noregi, Danmörku og á Íslandi. Þau voru að auki starfrækt í Finnlandi áður en yfirvöld þar bönnuðu starfsemina árið 2020. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum, er stödd á ráðstefnu í Osló þar sem fjallað er um öfgahyggju og hatursglæpi. Hún segir Norðurvígi í grunninn vera öfga hægrihreyfingu með það að markmiði að vernda hinn hvíta kynstofn. Hún telur samtökin ekki hafa náð mikilli fótfestu hér á landi og að hópurinn hér sé ekki fjölmennur. „Það virðist ekki hafa verið mikill samhljómur með þeirra stefnu og fáir sem vitað er um að hafi fylgt þeim eftir,“ segir Eyrún. „Þeir hengja sig mikið á sænsku samtökin og þá sem eru forsprakkar í þeirra samtökum, sem eru jafnvel dæmdir ofbeldismenn. Svo við vitum í raun ekki hversu mikil ógn steðjar að íslenska hlutanum.“ Dæmi um áróðursskilaboð sem meðlimir Norðurvígis hafa dreift hér á landi. Meðlimir jafnvel grunaðir um morð Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir að ákvörðunin um að skilgreina Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök hafi verið tekin vegna ofbeldisverka hreyfingarinnar gagnvart gyðingum, útlendingum og hinsegin fólki. „Leiðtogar samtakanna hafa gert ofbeldisfullar árásir á pólitíska andstæðinga þeirra, mótmælendur, blaðamenn og aðra andstæðinga þeirra,“ segir í tilkynningunni. Að auki hafi meðlimir Norðurvígis safnað saman vopnum og sprengiefnum og staðið fyrir æfingum á ofbeldisfullum brögðum, þar á meðal hnífaslagsmálum. Eyrún segir þekkt að meðlimir samtakanna hafi verið viðriðnir ýmsa hatursglæpi og séu jafnvel grunaðir um morð. „Þannig það er alveg ástæða til að ætla það að þessi samtök, bara tilvist þeirra, geti falið í sér ógn við samfélagið. Það gæti verið að einhverskonar ofbeldi eða hryðjuverk eða eitthvað slíkt verði unnið í þeirra nafni.“ Útifundur á Lækjatorgi og ýmiskonar áróður Hérlendis hafa samtökin reglulega dreift áróðri líkt og myndum af Adolf Hitler og slagorðum gegn fjölmenningu. Þá héldu meðlimir samtakanna útifund á Lækjartorgi árið 2019 þar sem þeir dreifðu bæklingum. Hópurinn samanstóð af meðlimum hópsins frá öllum Norðurlöndum en flestir voru frá Svíþjóð. Nokkrir Íslendingar voru í hópnum og sagði einn þeirra við DV að hópurinn hygðist „gefa í.“ Heimasíða þeirra er uppfærð reglulega, síðast í gær á 17. júní. Í einni færslu segir að það þurfi að byggja samtökin upp áður en gripið sé til róttækari aðgerða. Skjáskot af færslu á vef Norðurvígis. Neðst er vitnað í Adolf Hitler. Eyrún segir áhyggjuefni þegar málflutningur eins og Norðurvígi viðhaldi fái stað í samfélaginu. „Ef svona málflutningur verður að einhverju leiti normalíseraður í daglegu tali í samfélaginu, þá óttast maður uppgang á útlendingandúð og fordómum. Það að svona samtök eigi sér tilveru getur styrkt það og þau geta orðið þátttakendur í því.“ Hún tekur þó fram að spjót hægri öfgahyggju og hópa í þeirra anda beinist ekki aðeins gegn innflytjendum, útlendingum eða fólki af öðrum trúarbrögðum en meginþorri samfélagsins, Heldur beinist þetta líka í ríkari mæli gagnvart konum og hinsegin fólki. Líkt og fyrr segir er Eyrún nú stödd í Osló til að sækja ráðstefnu á vegum háskólans varðandi öfgahyggju og hatursglæpi. Hún segir sérstaka áherslu lagða á svokallaða incel-hugmyndafræði sem byggir á niðrandi hugmyndafræði um konur. Fyrsti dagur ráðstefnunnar var haldinn í Utoya þar sem norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik myrti 69 manns árið 2017. Bandaríkin Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðunum Samtök sem vilja sameina öll Norðurlöndin dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðahverfi í dag. 9. júlí 2018 23:15 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur formlega skilgreint nýnasistasamtökin Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök. Samtökin sem eru stærstu nýnasistasamtök í Svíþjóð eru einnig starfrækt í Noregi, Danmörku og á Íslandi. Þau voru að auki starfrækt í Finnlandi áður en yfirvöld þar bönnuðu starfsemina árið 2020. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum, er stödd á ráðstefnu í Osló þar sem fjallað er um öfgahyggju og hatursglæpi. Hún segir Norðurvígi í grunninn vera öfga hægrihreyfingu með það að markmiði að vernda hinn hvíta kynstofn. Hún telur samtökin ekki hafa náð mikilli fótfestu hér á landi og að hópurinn hér sé ekki fjölmennur. „Það virðist ekki hafa verið mikill samhljómur með þeirra stefnu og fáir sem vitað er um að hafi fylgt þeim eftir,“ segir Eyrún. „Þeir hengja sig mikið á sænsku samtökin og þá sem eru forsprakkar í þeirra samtökum, sem eru jafnvel dæmdir ofbeldismenn. Svo við vitum í raun ekki hversu mikil ógn steðjar að íslenska hlutanum.“ Dæmi um áróðursskilaboð sem meðlimir Norðurvígis hafa dreift hér á landi. Meðlimir jafnvel grunaðir um morð Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir að ákvörðunin um að skilgreina Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök hafi verið tekin vegna ofbeldisverka hreyfingarinnar gagnvart gyðingum, útlendingum og hinsegin fólki. „Leiðtogar samtakanna hafa gert ofbeldisfullar árásir á pólitíska andstæðinga þeirra, mótmælendur, blaðamenn og aðra andstæðinga þeirra,“ segir í tilkynningunni. Að auki hafi meðlimir Norðurvígis safnað saman vopnum og sprengiefnum og staðið fyrir æfingum á ofbeldisfullum brögðum, þar á meðal hnífaslagsmálum. Eyrún segir þekkt að meðlimir samtakanna hafi verið viðriðnir ýmsa hatursglæpi og séu jafnvel grunaðir um morð. „Þannig það er alveg ástæða til að ætla það að þessi samtök, bara tilvist þeirra, geti falið í sér ógn við samfélagið. Það gæti verið að einhverskonar ofbeldi eða hryðjuverk eða eitthvað slíkt verði unnið í þeirra nafni.“ Útifundur á Lækjatorgi og ýmiskonar áróður Hérlendis hafa samtökin reglulega dreift áróðri líkt og myndum af Adolf Hitler og slagorðum gegn fjölmenningu. Þá héldu meðlimir samtakanna útifund á Lækjartorgi árið 2019 þar sem þeir dreifðu bæklingum. Hópurinn samanstóð af meðlimum hópsins frá öllum Norðurlöndum en flestir voru frá Svíþjóð. Nokkrir Íslendingar voru í hópnum og sagði einn þeirra við DV að hópurinn hygðist „gefa í.“ Heimasíða þeirra er uppfærð reglulega, síðast í gær á 17. júní. Í einni færslu segir að það þurfi að byggja samtökin upp áður en gripið sé til róttækari aðgerða. Skjáskot af færslu á vef Norðurvígis. Neðst er vitnað í Adolf Hitler. Eyrún segir áhyggjuefni þegar málflutningur eins og Norðurvígi viðhaldi fái stað í samfélaginu. „Ef svona málflutningur verður að einhverju leiti normalíseraður í daglegu tali í samfélaginu, þá óttast maður uppgang á útlendingandúð og fordómum. Það að svona samtök eigi sér tilveru getur styrkt það og þau geta orðið þátttakendur í því.“ Hún tekur þó fram að spjót hægri öfgahyggju og hópa í þeirra anda beinist ekki aðeins gegn innflytjendum, útlendingum eða fólki af öðrum trúarbrögðum en meginþorri samfélagsins, Heldur beinist þetta líka í ríkari mæli gagnvart konum og hinsegin fólki. Líkt og fyrr segir er Eyrún nú stödd í Osló til að sækja ráðstefnu á vegum háskólans varðandi öfgahyggju og hatursglæpi. Hún segir sérstaka áherslu lagða á svokallaða incel-hugmyndafræði sem byggir á niðrandi hugmyndafræði um konur. Fyrsti dagur ráðstefnunnar var haldinn í Utoya þar sem norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik myrti 69 manns árið 2017.
Bandaríkin Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðunum Samtök sem vilja sameina öll Norðurlöndin dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðahverfi í dag. 9. júlí 2018 23:15 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðunum Samtök sem vilja sameina öll Norðurlöndin dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðahverfi í dag. 9. júlí 2018 23:15