Sjáðu Real Madrid strákinn slá met Ronaldo með rosalegu marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 06:30 Arda Guler fagnar hér frábæru marki sínu í gær. Þessi ungi leikmaður fékk traustið og sýndi af hverju. Getty/ Joe Prior Það vantaði ekki glæsimörkin í sigri Tyrkja eða dramatíkina í sigri Portúgala þegar fyrsta umferð riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í Þýskalandi kláraðist í gær. Nú hafa öll liðin spilað leik á mótinu. Hér má sjá mörkin úr leikjum gærdagsins. Hinn nítján ára gamli Arda Guler var í aðalhlutverki í gær þegar Tyrkir hófu leik á Evrópumótinu. Georgíumenn léku sinn fyrsta leik á stórmóti í sögunni en þurftu að sætta sig við 3-1 tap á móti nágrönnum sínum frá Tyrklandi. Guler skoraði annað mark Tyrkja og kom þeim aftur yfir eftir að Georgíumenn höfðu jafnað. Markið kom með stórkostlegu skoti stráksins fyrir utan teig sem söng upp í fjærhorninu. Guler, sem spilar með Real Madrid, sló þarna met Cristiano Ronaldo. Þarna sýndi hann af hverju Real vildi fá hann. Hann var aðeins nítján ára og 114 daga gamall í gær og sló þar með met Ronaldo yfir að vera sá yngsti til að skora í sínum fyrsta leik á EM. Ronaldo var 19 ára og 128 daga gamall á EM 2004. Mert Muldur skoraði fyrsta mark Tyrkjanna og það var líka stórglæsilegt viðstöðulaust skot af löngu færi. Georges Mikautadze jafnaði metin en þriðja og síðasta markið skoraði Kerem Akturkoglu í tómt mark eftir að markvörður Georgíu hafði farið fram undir lok leiksins. Rosaleg mörk hjá Tyrkjum⚽️⚽️⚽️ og sögulegt mark Georgíu🇬🇪 í 3-1 sigri🇹🇷 pic.twitter.com/UKFHL5Lbdw— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 18, 2024 Mikil dramatík var í leik Portúgala og Tékka. Portúgalar unnu leikinn á endanum 2-1 eftir að hafa lent undir. Varamaðurinn Francisco Conceicao skoraði sigurmarkið í uppbótatíma en áður hafði Varsjáin dæmt mark af Diogo Jota þar sem að Ronaldo var rangstæður í aðdragandanum. Lukas Provod kom Tékum yfir á 62. mínútu en Portúgalar jöfnuðu með sjálfsmarki sjö mínútum síðar. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum tveimur leikjum en EM heldur síðan áfram í dag. Dramatík í Leipzig!⚡️ Dramatískt sigurmark Portúgala eftir að Tékkar höfðu komist yfir⚽️🇵🇹🇨🇿 pic.twitter.com/KzKAZSZAil— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 18, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Arda Guler var í aðalhlutverki í gær þegar Tyrkir hófu leik á Evrópumótinu. Georgíumenn léku sinn fyrsta leik á stórmóti í sögunni en þurftu að sætta sig við 3-1 tap á móti nágrönnum sínum frá Tyrklandi. Guler skoraði annað mark Tyrkja og kom þeim aftur yfir eftir að Georgíumenn höfðu jafnað. Markið kom með stórkostlegu skoti stráksins fyrir utan teig sem söng upp í fjærhorninu. Guler, sem spilar með Real Madrid, sló þarna met Cristiano Ronaldo. Þarna sýndi hann af hverju Real vildi fá hann. Hann var aðeins nítján ára og 114 daga gamall í gær og sló þar með met Ronaldo yfir að vera sá yngsti til að skora í sínum fyrsta leik á EM. Ronaldo var 19 ára og 128 daga gamall á EM 2004. Mert Muldur skoraði fyrsta mark Tyrkjanna og það var líka stórglæsilegt viðstöðulaust skot af löngu færi. Georges Mikautadze jafnaði metin en þriðja og síðasta markið skoraði Kerem Akturkoglu í tómt mark eftir að markvörður Georgíu hafði farið fram undir lok leiksins. Rosaleg mörk hjá Tyrkjum⚽️⚽️⚽️ og sögulegt mark Georgíu🇬🇪 í 3-1 sigri🇹🇷 pic.twitter.com/UKFHL5Lbdw— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 18, 2024 Mikil dramatík var í leik Portúgala og Tékka. Portúgalar unnu leikinn á endanum 2-1 eftir að hafa lent undir. Varamaðurinn Francisco Conceicao skoraði sigurmarkið í uppbótatíma en áður hafði Varsjáin dæmt mark af Diogo Jota þar sem að Ronaldo var rangstæður í aðdragandanum. Lukas Provod kom Tékum yfir á 62. mínútu en Portúgalar jöfnuðu með sjálfsmarki sjö mínútum síðar. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum tveimur leikjum en EM heldur síðan áfram í dag. Dramatík í Leipzig!⚡️ Dramatískt sigurmark Portúgala eftir að Tékkar höfðu komist yfir⚽️🇵🇹🇨🇿 pic.twitter.com/KzKAZSZAil— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 18, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira