Ólga í Öxarfirði vegna lokunar sundlaugar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2024 13:33 Sundlaugin að Lundi í Öxarfirði. Einar Árnason Ólga er meðal íbúa í Öxarfirði og Kelduhverfi vegna þeirrar ákvörðunar byggðaráðs Norðurþings að loka sundlauginni í Lundi. Aðilar í ferðaþjónustu í héraðinu lýsa einnig megnri óánægju sinni. Sundlaugin er aðeins sjö kílómetra frá Ásbyrgi og hefur verið vinsæl meðal ferðafólks sem sækir heim náttúruperlur Jökulsárgljúfra. Í samþykkt byggðaráðs Norðurþings frá 23. maí síðastliðnum segir að ekki sé forsvaranlegt að ráðast í frekara viðhald sundlaugarinnar að svo stöddu. Ráðið fól jafnframt sveitarstjóra að fá uppfærða kostnaðaráætlun vegna byggingar á nýrri sundlaug í Lundi. Lokun sundlaugarinnar þýðir að stórt gap skapast í sundlaugakeðju norðausturhorns landsins. Þannig eru 63 kílómetrar frá Lundi í næstu sundlaug á Raufarhöfn og 68 kílómetrar frá Lundi í sundlaugina á Húsavík. Vegalengd milli sundlauga innan sveitarfélagsins Norðurþings verður þannig 130 kílómetrar. Vilji gestir á tjaldstæðinu í Ásbyrgi komast í sund í sumar þurfa þeir að aka 62 kílómetra leið til Húsavíkur í næstu laug í stað nokkurra mínútna skreppitúrs að Lundi. Sundlaugin er lítil sveitalaug með einum heitum potti.Einar Árnason Í skriflegu svari til Vikublaðsins á Norðurlandi segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, að gerðar hafi verið athugasemdir við ástand laugar og búnaðar. Ákvörðun hafi því verið tekin um að hafa sundlaugina ekki opna í sumar. Erfitt sé að fá varahluti í hreinsikerfið. Það, lagnakerfið og laugarkarið sé allt komið á tíma og nauðsynlegt sé að huga að heildstæðri endurnýjun. Þá segir Katrín að unnið sé að uppfærslu kostnaðaráætlunar fyrir nýtt mannvirki. Kveðst hún vona að hún liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar í haust svo hægt verði að taka ákvörðun í málinu. Brynjar Þór Vigfússon og Guðrún Lilja Dam Guðrúnardóttir eru ullarbændur að Gilhaga í Öxarfirði. Myndin er úr þættinum Um land allt.Einar Árnason Vikublaðið hefur eftir Brynjari Þór Vigfússyni, ullarbónda í Gilhaga, að íbúum í Öxarfirði og Kelduhverfi finnist þeir vera annars flokks innan sveitarfélagsins Norðurþings. Lengi hafi verið kallað eftir fjármagni í viðhald á sundlauginni en það hafi alltaf setið á hakanum. „Við höfum bent á það í hverfisráði að þetta sé mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna. Ferðamenn sem gista í Ásbyrgi gera margir ráð fyrir því að komast í sundlaugina,” segir Brynjar Þór við Vikublaðið. Rúnar Tryggvason, ferðaþjónustubóndi á Hóli í Kelduhverfi, gagnrýnir sveitarstjórn Norðurþings sömuleiðis í opnu bréfi í Vikublaðinu en höfuðstöðvar sveitarfélagsins eru á Húsavík. „Allt í kringum þessi sundlaugarmál fær fólk því miður til að upplifa algjört áhuga- og metnaðarleysi ráðamanna á svæðinu austan Tjörness,” segir Rúnar. Hrund Ásgeirsdóttir og Rúnar Tryggvason á bænum Hóli reka ferðaþjónustu í Kelduhverfi.Einar Árnason „Hvers eigum við að gjalda sem erum að reyna að byggja upp einhverja ferðaþjónustu á svæðinu þegar þeir innviðir sem eru fyrir hendi fást ekki notaðir samanber nýjan Dettifossveg yfir veturinn og sundlaugina í Lundi á sumrin? Við erum í héraði sem státar af þjóðgarði og einni helstu náttúruperlu landsins, vinsælli göngu- og hlaupaleið niður með Jökulsánni og Þingeyjarsýslur eru rómaðar af hestafólki fyrir reiðleiðir og útreiðarsvæði. Það er talið í þúsundum fólkið sem kemur til að njóta kosta svæðisins og nú getum við ekki einu sinni boðið gestum okkar í sturtu eða þægilega busllaug í sumar af því er virðist vegna þess að sveitarfélagið treystir sér ekki til að auglýsa eftir starfsfólki,” segir Rúnar Tryggvason í opnu bréfi sínu til sveitarstjórnar Norðurþings með þessum lokaorðum: „Hafið skömm fyrir!” Öxarfjörður og Kelduhverfi voru heimsótt í þættinum Um land allt árið 2021. Hér má sjá kafla úr þættinum: Norðurþing Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Byggðamál Vatnajökulsþjóðgarður Um land allt Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Í samþykkt byggðaráðs Norðurþings frá 23. maí síðastliðnum segir að ekki sé forsvaranlegt að ráðast í frekara viðhald sundlaugarinnar að svo stöddu. Ráðið fól jafnframt sveitarstjóra að fá uppfærða kostnaðaráætlun vegna byggingar á nýrri sundlaug í Lundi. Lokun sundlaugarinnar þýðir að stórt gap skapast í sundlaugakeðju norðausturhorns landsins. Þannig eru 63 kílómetrar frá Lundi í næstu sundlaug á Raufarhöfn og 68 kílómetrar frá Lundi í sundlaugina á Húsavík. Vegalengd milli sundlauga innan sveitarfélagsins Norðurþings verður þannig 130 kílómetrar. Vilji gestir á tjaldstæðinu í Ásbyrgi komast í sund í sumar þurfa þeir að aka 62 kílómetra leið til Húsavíkur í næstu laug í stað nokkurra mínútna skreppitúrs að Lundi. Sundlaugin er lítil sveitalaug með einum heitum potti.Einar Árnason Í skriflegu svari til Vikublaðsins á Norðurlandi segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, að gerðar hafi verið athugasemdir við ástand laugar og búnaðar. Ákvörðun hafi því verið tekin um að hafa sundlaugina ekki opna í sumar. Erfitt sé að fá varahluti í hreinsikerfið. Það, lagnakerfið og laugarkarið sé allt komið á tíma og nauðsynlegt sé að huga að heildstæðri endurnýjun. Þá segir Katrín að unnið sé að uppfærslu kostnaðaráætlunar fyrir nýtt mannvirki. Kveðst hún vona að hún liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar í haust svo hægt verði að taka ákvörðun í málinu. Brynjar Þór Vigfússon og Guðrún Lilja Dam Guðrúnardóttir eru ullarbændur að Gilhaga í Öxarfirði. Myndin er úr þættinum Um land allt.Einar Árnason Vikublaðið hefur eftir Brynjari Þór Vigfússyni, ullarbónda í Gilhaga, að íbúum í Öxarfirði og Kelduhverfi finnist þeir vera annars flokks innan sveitarfélagsins Norðurþings. Lengi hafi verið kallað eftir fjármagni í viðhald á sundlauginni en það hafi alltaf setið á hakanum. „Við höfum bent á það í hverfisráði að þetta sé mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna. Ferðamenn sem gista í Ásbyrgi gera margir ráð fyrir því að komast í sundlaugina,” segir Brynjar Þór við Vikublaðið. Rúnar Tryggvason, ferðaþjónustubóndi á Hóli í Kelduhverfi, gagnrýnir sveitarstjórn Norðurþings sömuleiðis í opnu bréfi í Vikublaðinu en höfuðstöðvar sveitarfélagsins eru á Húsavík. „Allt í kringum þessi sundlaugarmál fær fólk því miður til að upplifa algjört áhuga- og metnaðarleysi ráðamanna á svæðinu austan Tjörness,” segir Rúnar. Hrund Ásgeirsdóttir og Rúnar Tryggvason á bænum Hóli reka ferðaþjónustu í Kelduhverfi.Einar Árnason „Hvers eigum við að gjalda sem erum að reyna að byggja upp einhverja ferðaþjónustu á svæðinu þegar þeir innviðir sem eru fyrir hendi fást ekki notaðir samanber nýjan Dettifossveg yfir veturinn og sundlaugina í Lundi á sumrin? Við erum í héraði sem státar af þjóðgarði og einni helstu náttúruperlu landsins, vinsælli göngu- og hlaupaleið niður með Jökulsánni og Þingeyjarsýslur eru rómaðar af hestafólki fyrir reiðleiðir og útreiðarsvæði. Það er talið í þúsundum fólkið sem kemur til að njóta kosta svæðisins og nú getum við ekki einu sinni boðið gestum okkar í sturtu eða þægilega busllaug í sumar af því er virðist vegna þess að sveitarfélagið treystir sér ekki til að auglýsa eftir starfsfólki,” segir Rúnar Tryggvason í opnu bréfi sínu til sveitarstjórnar Norðurþings með þessum lokaorðum: „Hafið skömm fyrir!” Öxarfjörður og Kelduhverfi voru heimsótt í þættinum Um land allt árið 2021. Hér má sjá kafla úr þættinum:
Norðurþing Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Byggðamál Vatnajökulsþjóðgarður Um land allt Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira