Dúxinn Max er „tölvuleikjanörd“ og mætti á öll böllin Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2024 17:11 Max segir kennarana, vinina og félagslífið standa upp úr eftirskólagönguna. Menntaskólinn á Akureyri Max Forster er dúx Menntaskólans á Akureyri þetta árið með einkunnina 9,83. Auk þessa merka áfanga mætti hann samviskusamlega á viðburði sem félagslíf MA hafði upp á að bjóða og stundaði bæði tölvuleiki og frisbígolf í frítíma sínum. Fréttamaður hafði samband við Max, sem er himinlifandi með árangurinn. „Það voru fleiri sem ég vissi að voru háir þannig að var ekki alveg viss. En svo þegar þetta var sagt opinberlega var ég bara, jess!“ segir Max, aðspurður hvort dúxatilnefningin hafi komið honum á óvart. En hvernig skóli er MA? „Æðislegur skóli. Ég bara gæti ekki beðið um betra fólk, betra nám, betra félagslíf,“ segir Max. Hann hafi tekið virkan þátt í félagslífinu, mætt á böll, árshátíðir og kvöldvöku, en á þeim hittast nemendur og skemmta sér. Max segir raungreinarnar heilla hann meira en tungumál og félagsvísindi, en hann stundaði nám á náttúrufræðibraut. „Það er stærðfræðin og eðlisfræðin og forritunin sem ég hef mestan áhuga á. Aðallega forritunin reyndar,“ segir Max. Aðspurður hvað tekur við segist honum lítast best á raforkuverkfræðina í HR en hann líti líka til hugbúnaðarverkfræðinnar. Óhætt er að segja að Max sé með óalgengari nöfnum hér á landi, áttu rætur að rekja til útlanda? „Mamma mín er íslensk og pabbi minn er Þjóðverji. En ég er samt hreinn Akureyringur af líkama og sál!“ segir Max. Hann segir það því hafa legið beinast við að fara í Menntaskólann á Akureyri, eftir að hafa ákveðið að leið hans lægi í bóklegt nám. Þrátt fyrir að hafa dúxað MA varði Max alls ekki öllum sínum frítíma í lærdóm. „Ég er mikill tölvuleikjanörd og er mjög mikið í frisbígolfi. Mér finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Max. En hvað stóð upp úr á skólagöngunni? „Það er bæði æðislegu kennararnir, og líka vinirnir og félagslífið. Hvernig þetta er allt svo góð heild.“ Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Akureyri Dúxar Tengdar fréttir Dúxaði í Verzló með tíu í einkunn og ári á undan í skóla Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig. 27. maí 2024 11:07 Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. 5. júní 2024 16:09 „Var þetta í alvöru nafnið mitt sem þau kölluðu?“ Það kom Álfrúnu Lind Helgadóttur í opna skjöldu þegar nafn hennar var kallað upp í háskólabíói á útskriftarathöfn Menntaskólans í Reykjavík árið 2024. Hún var dúx skólans þetta árið. 5. júní 2024 15:33 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Fréttamaður hafði samband við Max, sem er himinlifandi með árangurinn. „Það voru fleiri sem ég vissi að voru háir þannig að var ekki alveg viss. En svo þegar þetta var sagt opinberlega var ég bara, jess!“ segir Max, aðspurður hvort dúxatilnefningin hafi komið honum á óvart. En hvernig skóli er MA? „Æðislegur skóli. Ég bara gæti ekki beðið um betra fólk, betra nám, betra félagslíf,“ segir Max. Hann hafi tekið virkan þátt í félagslífinu, mætt á böll, árshátíðir og kvöldvöku, en á þeim hittast nemendur og skemmta sér. Max segir raungreinarnar heilla hann meira en tungumál og félagsvísindi, en hann stundaði nám á náttúrufræðibraut. „Það er stærðfræðin og eðlisfræðin og forritunin sem ég hef mestan áhuga á. Aðallega forritunin reyndar,“ segir Max. Aðspurður hvað tekur við segist honum lítast best á raforkuverkfræðina í HR en hann líti líka til hugbúnaðarverkfræðinnar. Óhætt er að segja að Max sé með óalgengari nöfnum hér á landi, áttu rætur að rekja til útlanda? „Mamma mín er íslensk og pabbi minn er Þjóðverji. En ég er samt hreinn Akureyringur af líkama og sál!“ segir Max. Hann segir það því hafa legið beinast við að fara í Menntaskólann á Akureyri, eftir að hafa ákveðið að leið hans lægi í bóklegt nám. Þrátt fyrir að hafa dúxað MA varði Max alls ekki öllum sínum frítíma í lærdóm. „Ég er mikill tölvuleikjanörd og er mjög mikið í frisbígolfi. Mér finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Max. En hvað stóð upp úr á skólagöngunni? „Það er bæði æðislegu kennararnir, og líka vinirnir og félagslífið. Hvernig þetta er allt svo góð heild.“
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Akureyri Dúxar Tengdar fréttir Dúxaði í Verzló með tíu í einkunn og ári á undan í skóla Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig. 27. maí 2024 11:07 Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. 5. júní 2024 16:09 „Var þetta í alvöru nafnið mitt sem þau kölluðu?“ Það kom Álfrúnu Lind Helgadóttur í opna skjöldu þegar nafn hennar var kallað upp í háskólabíói á útskriftarathöfn Menntaskólans í Reykjavík árið 2024. Hún var dúx skólans þetta árið. 5. júní 2024 15:33 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Dúxaði í Verzló með tíu í einkunn og ári á undan í skóla Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig. 27. maí 2024 11:07
Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. 5. júní 2024 16:09
„Var þetta í alvöru nafnið mitt sem þau kölluðu?“ Það kom Álfrúnu Lind Helgadóttur í opna skjöldu þegar nafn hennar var kallað upp í háskólabíói á útskriftarathöfn Menntaskólans í Reykjavík árið 2024. Hún var dúx skólans þetta árið. 5. júní 2024 15:33