Strákarnir í Stúkunni ekki sammála um vítin í leik Vals og Víkings Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 10:01 Ingvar Jónsson fer hér í Guðmund Andra Tryggvason. Boltinn kom aldrei til Guðmundar en víti var dæmt. Vísir/Diego Valsmenn tóku stig af toppliði Víkings þökk sé tveimur umdeildum vítaspyrnum. Stúkan ræddi þessa tvo vítadóma í síðasta þætti sínum. Valur og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli í tíundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Valsmanna af miklu öryggi úr vítaspyrnum en átti að dæma þessi víti? Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Stúkunni, Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Ingason, fóru yfir þessa vítadóma. „Við getum sagt að þessi leikur hafi ráðist á vítaspyrnum. Það voru dæmdar tvær vítaspyrnur,“ sagði Guðmundur Benediktsson og sýndi fyrri vítadóminn sem var dæmdir fyrir brot Nikolaj Hansen á Valsmanninum Jónatani Inga Jónssyni. „Ívar Orri dómari gæti ekki verið á betri stað til þess að meta þetta. Það sýður þarna aðeins upp úr og menn eru að stugga við hverjum öðrum. Hvað segið þið samt um þennan dóm,“ spurði Guðmundur. „Varðandi atvikið sjálft og dóminn. Mér finnst Jónatan vera býsna heppinn að fá víti þarna. Fyrir mitt leyti þá gerir Niko Hansen ekkert rangt. Hann stígur fyrir hann og tekur boltann. Mér finnst hann ekki brjóta á Jónatani. Hann kemur sér í stöðu til að fara að leika boltanum og það er Jónatan sem sparkar aftan í hann,“ sagði Atli Viðar. „Ég er ósammála því,“ sagði Albert Brynjar. Þeir rökræddu þetta og sýndu líka þegar sparkað var í Nikolaj Hansen í vítateignum fyrr í leiknum en ekkert var dæmt þá. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um vítadóma í leik Vals og Vikings Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Valur og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli í tíundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Valsmanna af miklu öryggi úr vítaspyrnum en átti að dæma þessi víti? Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Stúkunni, Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Ingason, fóru yfir þessa vítadóma. „Við getum sagt að þessi leikur hafi ráðist á vítaspyrnum. Það voru dæmdar tvær vítaspyrnur,“ sagði Guðmundur Benediktsson og sýndi fyrri vítadóminn sem var dæmdir fyrir brot Nikolaj Hansen á Valsmanninum Jónatani Inga Jónssyni. „Ívar Orri dómari gæti ekki verið á betri stað til þess að meta þetta. Það sýður þarna aðeins upp úr og menn eru að stugga við hverjum öðrum. Hvað segið þið samt um þennan dóm,“ spurði Guðmundur. „Varðandi atvikið sjálft og dóminn. Mér finnst Jónatan vera býsna heppinn að fá víti þarna. Fyrir mitt leyti þá gerir Niko Hansen ekkert rangt. Hann stígur fyrir hann og tekur boltann. Mér finnst hann ekki brjóta á Jónatani. Hann kemur sér í stöðu til að fara að leika boltanum og það er Jónatan sem sparkar aftan í hann,“ sagði Atli Viðar. „Ég er ósammála því,“ sagði Albert Brynjar. Þeir rökræddu þetta og sýndu líka þegar sparkað var í Nikolaj Hansen í vítateignum fyrr í leiknum en ekkert var dæmt þá. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um vítadóma í leik Vals og Vikings
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira