Brjóta rúður í Grafarvogi vegna Tiktok-æðis Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. júní 2024 09:00 Furðuleg tískubylgja gengur nú yfir þar sem unglingar skemmta sér við að sparka í útidyrahurðir fólks og hlaupa burt. Þau taka upp myndband af athæfinu og birta á Tiktok. Í vikunni brutu unglingar rúður heima hjá fólki í Grafarvogi. Getty/Vísir Unglingar í Grafarvogi hafa undanfarnar vikur gert Erlu Ríkharðsdóttur lífið leitt með því að berja og sparka aftur og aftur í útidyrahurð hennar og hlaupa burt. Í fyrrakvöld brutu unglingarnir rúðu í hamaganginum. Athæfið er í tísku á samfélagsmiðlinum Tiktok, þar sem unglingar um heim allan eru að taka upp myndbönd þar sem þeir sparka í hurðir og hlaupa burt. Erla segir að unglingarnir hafi komið eitt föstudagskvöld fyrir um mánuði síðan, og byrjað um sexleytið að sparka í hurðina. Svo hafi þeir alltaf flúið vettvang yfir á bæjarlóðina við hliðina. „Þeir báru allt af sér þegar við töluðum við þá, en þeir komu alltaf aftur og aftur þetta kvöld,“ segir Erla. Hún hafi svo hringt á lögregluna sem kom og tók skýrslu. Í fyrrakvöld hafi krakkarnir komið aftur, og þau sparkað svo fast að rúða í hurðinni brotnaði. „Í gærkvöldi komu svo tvær stelpur og þrusuðu í hurðina. Þetta er mjög óþægilegt, og þetta var sérstaklega óþægilegt þetta föstudagskvöld, og ekkert hægt að tala við þá með góðu eða neitt,“ segir Erla. Erla vakti fyrst athygli á þessu á Feisbúkksíðunni íbúar í Grafarvogi. Handteknir í Bandaríkjunum vegna athæfisins Fyrir viku síðan var greint frá því á Vísi að tveir táningar hefðu verið handteknir í Flórída í Bandaríkjunum eftir svipað athæfi. Fox News fjallaði upphaflega um málið. Unglingarnir í Flórída voru gripnir glóðvolgir á öryggismyndavél. Watch the latest video at foxnews.com Til eru fleiri dæmi um krakka sem hafa verið handteknir vegna svipaðra atvika, en í Bandaríkjunum hefur nokkuð verið fjallað um þessa furðulegu tísku sem nú gengur yfir. Samfélagsmiðlar Reykjavík TikTok Tengdar fréttir Vara við TikTok-æði eftir handtöku tveggja unglinga Tveir táningar í Flórída-ríki Bandaríkjanna hafa verið handteknir eftir að lögregla bar kennsl á þá í myndefni úr öryggismyndavél þar sem að þeir sáust sparka í hurðar á húsum ókunnugra. 14. júní 2024 08:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Erla segir að unglingarnir hafi komið eitt föstudagskvöld fyrir um mánuði síðan, og byrjað um sexleytið að sparka í hurðina. Svo hafi þeir alltaf flúið vettvang yfir á bæjarlóðina við hliðina. „Þeir báru allt af sér þegar við töluðum við þá, en þeir komu alltaf aftur og aftur þetta kvöld,“ segir Erla. Hún hafi svo hringt á lögregluna sem kom og tók skýrslu. Í fyrrakvöld hafi krakkarnir komið aftur, og þau sparkað svo fast að rúða í hurðinni brotnaði. „Í gærkvöldi komu svo tvær stelpur og þrusuðu í hurðina. Þetta er mjög óþægilegt, og þetta var sérstaklega óþægilegt þetta föstudagskvöld, og ekkert hægt að tala við þá með góðu eða neitt,“ segir Erla. Erla vakti fyrst athygli á þessu á Feisbúkksíðunni íbúar í Grafarvogi. Handteknir í Bandaríkjunum vegna athæfisins Fyrir viku síðan var greint frá því á Vísi að tveir táningar hefðu verið handteknir í Flórída í Bandaríkjunum eftir svipað athæfi. Fox News fjallaði upphaflega um málið. Unglingarnir í Flórída voru gripnir glóðvolgir á öryggismyndavél. Watch the latest video at foxnews.com Til eru fleiri dæmi um krakka sem hafa verið handteknir vegna svipaðra atvika, en í Bandaríkjunum hefur nokkuð verið fjallað um þessa furðulegu tísku sem nú gengur yfir.
Samfélagsmiðlar Reykjavík TikTok Tengdar fréttir Vara við TikTok-æði eftir handtöku tveggja unglinga Tveir táningar í Flórída-ríki Bandaríkjanna hafa verið handteknir eftir að lögregla bar kennsl á þá í myndefni úr öryggismyndavél þar sem að þeir sáust sparka í hurðar á húsum ókunnugra. 14. júní 2024 08:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Vara við TikTok-æði eftir handtöku tveggja unglinga Tveir táningar í Flórída-ríki Bandaríkjanna hafa verið handteknir eftir að lögregla bar kennsl á þá í myndefni úr öryggismyndavél þar sem að þeir sáust sparka í hurðar á húsum ókunnugra. 14. júní 2024 08:15