Af hættustigi niður á óvissustig Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. júní 2024 18:15 Drónamyndir frá í dag sýna að engin virkni sé lengur í gígnum. Veðurstofa Íslands Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Gosórói hefur farið minnkandi á síðustu sólarhringum en svæðið verður áfram vaktar af Veðurstofunni og lögreglunni á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi þess að eldgosinu við Sýlingarfell sé lokið og ástandið stöðugra. Drónamyndir hafi verið teknar fyrr í dag og á þeim sást að virkni í gígnum sé engin. Áfram sé þó rennsli í þeim hrauntungum sem fóru yfir varnargarð norðan Sýlingarfells en búast megi við að rennslið stöðvist á næstunni. „Vinna við að hemja hraunrennslið hefur nú staðið yfir í nokkra daga, bæði með vinnuvélum og hraunkælinu. Þar sem aðstæður hafa breyst þá hefur hraunkælingunni verið hætt og fara næstu dagar og vikur í að meta hvort og þá mögulega hvernig hún virkaði. Óhætt er að segja að vinnan við hraunkælinguna hefur skilað mikilli reynslu sem nýtist ef til hennar kemur aftur í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Í henni segir einnig að þau sem starfað hafi á svæðinu fái kærkomna hvíld á morgun en að strax á mánudagsmorgun hefjist vinna á ný við að klára það verk sem hafið var, að verja Svartsengi enn frekar með varnargarðavinnu. Búið sé að gera minni varnargarð fyrir innan þann sem fyrir var og hraunið sé komið að honum en þó ekki öllum. „Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra langar að koma á framfæri þakklæti til allra sem komu að þessari vinnu síðustu daga og nætur,“ segir í tilkynningunni. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi þess að eldgosinu við Sýlingarfell sé lokið og ástandið stöðugra. Drónamyndir hafi verið teknar fyrr í dag og á þeim sást að virkni í gígnum sé engin. Áfram sé þó rennsli í þeim hrauntungum sem fóru yfir varnargarð norðan Sýlingarfells en búast megi við að rennslið stöðvist á næstunni. „Vinna við að hemja hraunrennslið hefur nú staðið yfir í nokkra daga, bæði með vinnuvélum og hraunkælinu. Þar sem aðstæður hafa breyst þá hefur hraunkælingunni verið hætt og fara næstu dagar og vikur í að meta hvort og þá mögulega hvernig hún virkaði. Óhætt er að segja að vinnan við hraunkælinguna hefur skilað mikilli reynslu sem nýtist ef til hennar kemur aftur í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Í henni segir einnig að þau sem starfað hafi á svæðinu fái kærkomna hvíld á morgun en að strax á mánudagsmorgun hefjist vinna á ný við að klára það verk sem hafið var, að verja Svartsengi enn frekar með varnargarðavinnu. Búið sé að gera minni varnargarð fyrir innan þann sem fyrir var og hraunið sé komið að honum en þó ekki öllum. „Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra langar að koma á framfæri þakklæti til allra sem komu að þessari vinnu síðustu daga og nætur,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira