Ekki vön því að tala um eiginmann sinn sem frjálsan mann Árni Sæberg skrifar 25. júní 2024 08:47 Stella Assange á blaðamannafundi í Lundúnum í maí, þegar greint var frá því að eiginmaður hennar hefði hlotið áfrýjunarleyfi. Fyrir aftan hana er Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks. Peter Nicholls/Getty Stella Assange, eiginkona Julians Assange, segist í skýjunum með það eiginmaður hennar hafi gert dómsátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist hún ekki vön því að tala um eiginmann sinn frjálsan í nútíð frekar en framtíð. Hún segir að unnið hafi verið þrotlaust að því að ná samningum síðustu daga og það hafi ekki verið fyrr en á síðasta sólarhring sem hún leyfði sér að trúa því að eiginmaður hennar yrði látinn laus. Wikileaks greindi frá því í morgun á samfélagsmiðlinum X að Assange hefði þegar yfirgefið Bretland. JULIAN ASSANGE IS FREEJulian Assange is free. He left Belmarsh maximum security prison on the morning of 24 June, after having spent 1901 days there. He was granted bail by the High Court in London and was released at Stansted airport during the afternoon, where he boarded a…— WikiLeaks (@wikileaks) June 24, 2024 Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að Assange muni mæta fyrir dómara á Norður-Maróinaeyjum, sem eru undir stjórn Bandaríkjanna. Síðastliðin fimm ár hefur Assange dvalið í fangelsi í Bretlandi og reynt að forðast það að verða framseldur til Bandaríkjanna. Hann mun hafa farið fram á það að mæta fyrir dómara annars staðar en á meginlandi Bandaríkjanna. Assange er ákærður fyrir að afla sér og dreifa leynilegum upplýsingum um stríð Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Bandarísk stjórnvöld vilja meina að háttsemin hafi komið fólki í lífshættu. Dómsáttin felur það í sér að sá tími sem Assange varði í fangelsi í Bretlandi verði dreginn frá þeirri refsingu sem hann hefði verið látinn sæta vegna brotsins, og því muni hann ekki þurfa að sitja inni. „Það mikilvægasta í dómsáttinni er að hún tekur mið af þegar afplánuðum tíma, ef hann skrifaði undir hana yrði honum sleppt. Hann verður frjáls um leið og dómari hefur undirritað hana, sem verður einhvern tímann á morgun,“ er haft eftir Stellu Assange. Mál Julians Assange WikiLeaks Bretland Bandaríkin Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira
Hún segir að unnið hafi verið þrotlaust að því að ná samningum síðustu daga og það hafi ekki verið fyrr en á síðasta sólarhring sem hún leyfði sér að trúa því að eiginmaður hennar yrði látinn laus. Wikileaks greindi frá því í morgun á samfélagsmiðlinum X að Assange hefði þegar yfirgefið Bretland. JULIAN ASSANGE IS FREEJulian Assange is free. He left Belmarsh maximum security prison on the morning of 24 June, after having spent 1901 days there. He was granted bail by the High Court in London and was released at Stansted airport during the afternoon, where he boarded a…— WikiLeaks (@wikileaks) June 24, 2024 Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að Assange muni mæta fyrir dómara á Norður-Maróinaeyjum, sem eru undir stjórn Bandaríkjanna. Síðastliðin fimm ár hefur Assange dvalið í fangelsi í Bretlandi og reynt að forðast það að verða framseldur til Bandaríkjanna. Hann mun hafa farið fram á það að mæta fyrir dómara annars staðar en á meginlandi Bandaríkjanna. Assange er ákærður fyrir að afla sér og dreifa leynilegum upplýsingum um stríð Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Bandarísk stjórnvöld vilja meina að háttsemin hafi komið fólki í lífshættu. Dómsáttin felur það í sér að sá tími sem Assange varði í fangelsi í Bretlandi verði dreginn frá þeirri refsingu sem hann hefði verið látinn sæta vegna brotsins, og því muni hann ekki þurfa að sitja inni. „Það mikilvægasta í dómsáttinni er að hún tekur mið af þegar afplánuðum tíma, ef hann skrifaði undir hana yrði honum sleppt. Hann verður frjáls um leið og dómari hefur undirritað hana, sem verður einhvern tímann á morgun,“ er haft eftir Stellu Assange.
Mál Julians Assange WikiLeaks Bretland Bandaríkin Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira