1969 Tómas A. Tómasson skrifar 25. júní 2024 12:00 Árið 1969 var stórmerkilegt ár í mannkynssögunni. Á þessu ári gengu Neil Armstrong og Buzz Aldrin fyrstir manna á tunglinu, hin sögufræga tónlistarhátíð Woodstock fór fram og hljómsveitin Rolling Stones gaf út plötuna „Let it Bleed“ með laginu „You Can't Always Get What You Want.“ Árið 1969 var líka merkilegt í sögu Íslands. Hljómsveitin Trúbrot var stofnuð, álframleiðsla hófst í Straumsvík og þann 19. maí árið 1969 sömdu Alþýðusamband Íslands og Vinnuveitendasamband Íslands um að stofna lífeyrissjóð fyrir verkafólk. Þar með yrði fólk skyldað til að greiða hluta af launum sínum í lífeyrissjóð á hverjum mánuði og var markmiðið að tryggja fólki lífeyristekjur á eftirlaunaárunum. Þegar undirstöðurnar að íslenska lífeyriskerfinu voru lagðar með kjarasamningum milli Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Vinnuveitendasambands Íslands (VSÍ), var gert ráð fyrir að lífeyriskerfið byggði á tveimur aðskildum stoðum; almannatryggingakerfinu annars vegar og lífeyrissjóðakerfinu hins vegar. Samkvæmt flestum heimildum frá þeim tíma virðist sú hugmynd hafa verið ríkjandi að greiðslur úr lífeyrissjóðunum í framtíðinni ættu að vera sjálfstæður viðbótarlífeyrir, óháðar ellilífeyrisgreiðslum almannatrygginga. En hvernig hefur þetta fyrirkomulag þróast síðan 1969? Í dag er fólk enn skyldað til að greiða í lífeyrissjóði, hvort sem því líkar betur eða verr, og fólki er sagt að þessir peningar séu sparifé þess. Síðan kemur ríkið og tekur stóran hluta lífeyrisins til sín í formi skerðinga. Þetta fyrirkomulag verja stjórnvöld þrátt fyrir að það sé í andstöðu við samkomulagið sem lá til grundvallar lífeyriskerfinu frá árinu 1969. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Flokks fólksins sem miðar að því að hækka frítekjumark lífeyristekna úr 25.000 kr. á mánuði í 100.000 kr. Þrátt fyrir þunga undiröldu og ákall um aukið réttlæti fyrir eldra fólk og afnám skerðinga hafa ríkisstjórnarflokkarnir ekki sýnt þessu máli áhuga. Í þessu samhengi minna þeir á orð Rolling Stones: „You can't always get what you want". En því má breyta. Þeir sem vilja hækka frítekjumark lífeyristekna geta látið það gerast. Við þurfum bara að kjósa Flokk fólksins. Fólkið fyrst, og svo allt hitt! Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Lífeyrissjóðir Alþingi Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Sjá meira
Árið 1969 var stórmerkilegt ár í mannkynssögunni. Á þessu ári gengu Neil Armstrong og Buzz Aldrin fyrstir manna á tunglinu, hin sögufræga tónlistarhátíð Woodstock fór fram og hljómsveitin Rolling Stones gaf út plötuna „Let it Bleed“ með laginu „You Can't Always Get What You Want.“ Árið 1969 var líka merkilegt í sögu Íslands. Hljómsveitin Trúbrot var stofnuð, álframleiðsla hófst í Straumsvík og þann 19. maí árið 1969 sömdu Alþýðusamband Íslands og Vinnuveitendasamband Íslands um að stofna lífeyrissjóð fyrir verkafólk. Þar með yrði fólk skyldað til að greiða hluta af launum sínum í lífeyrissjóð á hverjum mánuði og var markmiðið að tryggja fólki lífeyristekjur á eftirlaunaárunum. Þegar undirstöðurnar að íslenska lífeyriskerfinu voru lagðar með kjarasamningum milli Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Vinnuveitendasambands Íslands (VSÍ), var gert ráð fyrir að lífeyriskerfið byggði á tveimur aðskildum stoðum; almannatryggingakerfinu annars vegar og lífeyrissjóðakerfinu hins vegar. Samkvæmt flestum heimildum frá þeim tíma virðist sú hugmynd hafa verið ríkjandi að greiðslur úr lífeyrissjóðunum í framtíðinni ættu að vera sjálfstæður viðbótarlífeyrir, óháðar ellilífeyrisgreiðslum almannatrygginga. En hvernig hefur þetta fyrirkomulag þróast síðan 1969? Í dag er fólk enn skyldað til að greiða í lífeyrissjóði, hvort sem því líkar betur eða verr, og fólki er sagt að þessir peningar séu sparifé þess. Síðan kemur ríkið og tekur stóran hluta lífeyrisins til sín í formi skerðinga. Þetta fyrirkomulag verja stjórnvöld þrátt fyrir að það sé í andstöðu við samkomulagið sem lá til grundvallar lífeyriskerfinu frá árinu 1969. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Flokks fólksins sem miðar að því að hækka frítekjumark lífeyristekna úr 25.000 kr. á mánuði í 100.000 kr. Þrátt fyrir þunga undiröldu og ákall um aukið réttlæti fyrir eldra fólk og afnám skerðinga hafa ríkisstjórnarflokkarnir ekki sýnt þessu máli áhuga. Í þessu samhengi minna þeir á orð Rolling Stones: „You can't always get what you want". En því má breyta. Þeir sem vilja hækka frítekjumark lífeyristekna geta látið það gerast. Við þurfum bara að kjósa Flokk fólksins. Fólkið fyrst, og svo allt hitt! Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun