Fjallað er um málið á vef Variety. Hljómsveitin Crazy Town er hvað þekktust fyrir lagið Butterfly sem kom út árið 2000. Lagið var á plötunni Gift of Game en hljómsveitin túraði með hljómsveitinni Red Hot Chilli Peppers í kjölfar útgáfunnar.
Hljómsveitin blandaði saman rappi og rokki og er textinn „Come my lady, come-come my lady, You’re my butterfly, sugar baby“ í laginu Butterfly mörgum vel þekktur. Lagið var á toppi Billboard listans í tvær vikur og var vinsælasta lag hljómsveitarinnar.