„Það er mikilvægt að fólk hlýði þessum boðum“ Árni Sæberg skrifar 26. júní 2024 12:34 Jón Viðar er slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir enn ekki vitað hvað orsakaði eldinn sem kviknaði á Höfðatorgi um klukkan 11:30. Slökkvistarf hafi gengið vel og þar hafi hjálpað til hversu vel húsið er hólfað niður og hannað. Eldurinn kviknaði á veitingastaðnum Intro í glerskálanum í Turninum á Höfðatorgi. „Við vitum í raun og veru ekki hvað orsakaði brunann en megnið af brunanum er í glerskála bakatil, vestanmegin í byggingunni,“ sagði Jón Viðar þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við hann fyrir utan Höfðatorg. Mikilvægt að fólk fari út Hann segir að eldurinn hafi verið á nokkuð afmörkuðum stað en reykur hafi dreifst víða um húsið. „Húsið er nú ágætlega hólfað niður og hannað, það er að vinna með okkur.“ Hvernig gekk að rýma? „Eins og þetta blasir við okkur hefur rýmingin gengið afskaplega vel. Það er náttúrulega alveg gífurlega mikilvægt fyrir okkur að fá allt fólk út svo að við þurfum ekki að vera að aðstoða við rýminguna. En við erum í smá aðstoð við rýmingu fyrir þá sem þurfað aðstoð og að sjálfsögðu gerum við það. En það er mikilvægt að fólk hlýði þessum boðum.“ Jón Viðar segir að honum sé ekki kunnugt um að nokkur hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir brunann. Verða að fram eftir degi Þá segir hann að gengið hafi ágætlega að slökkva eldinn og talið sé að búið sé slökkva megnið af eldinum. Reykurinn sé þó enn mikill og í glerhýsinu sé töluvert af brotnum rúðum. „Þannig að við erum ekki alveg komin á þann stað að við séum búin að ná utan um þetta.“ Slökkvilið verði að störfum fram eftir degi, eftir þörfum. Uppfært: Fréttamaður ræddi aftur við Jón Viðar eftir að tekist hafði að slökkva eldinn. Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði á Höfðatorgi Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Eldurinn kviknaði á veitingastaðnum Intro í glerskálanum í Turninum á Höfðatorgi. „Við vitum í raun og veru ekki hvað orsakaði brunann en megnið af brunanum er í glerskála bakatil, vestanmegin í byggingunni,“ sagði Jón Viðar þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við hann fyrir utan Höfðatorg. Mikilvægt að fólk fari út Hann segir að eldurinn hafi verið á nokkuð afmörkuðum stað en reykur hafi dreifst víða um húsið. „Húsið er nú ágætlega hólfað niður og hannað, það er að vinna með okkur.“ Hvernig gekk að rýma? „Eins og þetta blasir við okkur hefur rýmingin gengið afskaplega vel. Það er náttúrulega alveg gífurlega mikilvægt fyrir okkur að fá allt fólk út svo að við þurfum ekki að vera að aðstoða við rýminguna. En við erum í smá aðstoð við rýmingu fyrir þá sem þurfað aðstoð og að sjálfsögðu gerum við það. En það er mikilvægt að fólk hlýði þessum boðum.“ Jón Viðar segir að honum sé ekki kunnugt um að nokkur hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir brunann. Verða að fram eftir degi Þá segir hann að gengið hafi ágætlega að slökkva eldinn og talið sé að búið sé slökkva megnið af eldinum. Reykurinn sé þó enn mikill og í glerhýsinu sé töluvert af brotnum rúðum. „Þannig að við erum ekki alveg komin á þann stað að við séum búin að ná utan um þetta.“ Slökkvilið verði að störfum fram eftir degi, eftir þörfum. Uppfært: Fréttamaður ræddi aftur við Jón Viðar eftir að tekist hafði að slökkva eldinn.
Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði á Höfðatorgi Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira