„Það er mikilvægt að fólk hlýði þessum boðum“ Árni Sæberg skrifar 26. júní 2024 12:34 Jón Viðar er slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir enn ekki vitað hvað orsakaði eldinn sem kviknaði á Höfðatorgi um klukkan 11:30. Slökkvistarf hafi gengið vel og þar hafi hjálpað til hversu vel húsið er hólfað niður og hannað. Eldurinn kviknaði á veitingastaðnum Intro í glerskálanum í Turninum á Höfðatorgi. „Við vitum í raun og veru ekki hvað orsakaði brunann en megnið af brunanum er í glerskála bakatil, vestanmegin í byggingunni,“ sagði Jón Viðar þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við hann fyrir utan Höfðatorg. Mikilvægt að fólk fari út Hann segir að eldurinn hafi verið á nokkuð afmörkuðum stað en reykur hafi dreifst víða um húsið. „Húsið er nú ágætlega hólfað niður og hannað, það er að vinna með okkur.“ Hvernig gekk að rýma? „Eins og þetta blasir við okkur hefur rýmingin gengið afskaplega vel. Það er náttúrulega alveg gífurlega mikilvægt fyrir okkur að fá allt fólk út svo að við þurfum ekki að vera að aðstoða við rýminguna. En við erum í smá aðstoð við rýmingu fyrir þá sem þurfað aðstoð og að sjálfsögðu gerum við það. En það er mikilvægt að fólk hlýði þessum boðum.“ Jón Viðar segir að honum sé ekki kunnugt um að nokkur hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir brunann. Verða að fram eftir degi Þá segir hann að gengið hafi ágætlega að slökkva eldinn og talið sé að búið sé slökkva megnið af eldinum. Reykurinn sé þó enn mikill og í glerhýsinu sé töluvert af brotnum rúðum. „Þannig að við erum ekki alveg komin á þann stað að við séum búin að ná utan um þetta.“ Slökkvilið verði að störfum fram eftir degi, eftir þörfum. Uppfært: Fréttamaður ræddi aftur við Jón Viðar eftir að tekist hafði að slökkva eldinn. Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði á Höfðatorgi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Eldurinn kviknaði á veitingastaðnum Intro í glerskálanum í Turninum á Höfðatorgi. „Við vitum í raun og veru ekki hvað orsakaði brunann en megnið af brunanum er í glerskála bakatil, vestanmegin í byggingunni,“ sagði Jón Viðar þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við hann fyrir utan Höfðatorg. Mikilvægt að fólk fari út Hann segir að eldurinn hafi verið á nokkuð afmörkuðum stað en reykur hafi dreifst víða um húsið. „Húsið er nú ágætlega hólfað niður og hannað, það er að vinna með okkur.“ Hvernig gekk að rýma? „Eins og þetta blasir við okkur hefur rýmingin gengið afskaplega vel. Það er náttúrulega alveg gífurlega mikilvægt fyrir okkur að fá allt fólk út svo að við þurfum ekki að vera að aðstoða við rýminguna. En við erum í smá aðstoð við rýmingu fyrir þá sem þurfað aðstoð og að sjálfsögðu gerum við það. En það er mikilvægt að fólk hlýði þessum boðum.“ Jón Viðar segir að honum sé ekki kunnugt um að nokkur hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir brunann. Verða að fram eftir degi Þá segir hann að gengið hafi ágætlega að slökkva eldinn og talið sé að búið sé slökkva megnið af eldinum. Reykurinn sé þó enn mikill og í glerhýsinu sé töluvert af brotnum rúðum. „Þannig að við erum ekki alveg komin á þann stað að við séum búin að ná utan um þetta.“ Slökkvilið verði að störfum fram eftir degi, eftir þörfum. Uppfært: Fréttamaður ræddi aftur við Jón Viðar eftir að tekist hafði að slökkva eldinn.
Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði á Höfðatorgi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira