Þórkatla tekið við 400 eignum Árni Sæberg skrifar 28. júní 2024 14:03 Talsverður fjöldi þessara húsa er nú í eigu Þórkötlu. Vísir/Vilhelm Fasteignafélaginu Þórkötlu hefur borist umsóknir 900 Grindvíkigna um sölu á eignum til félagsins. Gengið hefur verið frá nærri 740 þinglýstum kaupsamningum, um 82 prósent þeirra sem sótt hefur verið um. Þegar hefur verið tekið við 400 eignum. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Þórkötlu. Þar segir að fjárfesting félagsins í eignunum sé um 57 milljarðar króna. Þar af nemi yfirteknar skuldir um átján milljörðum og kaupsamningsgreiðslur um 36,3 milljörðum. Áætlanir félagsins geri ráð fyrir að heildarfjöldi umsækjenda verði allt að 950 og að heildarfjárfesting félagsins verði allt að 75 milljarðar króna. Þrjú hundruð í viðbót í sumar Félagið hafi fyrir nokkru hafið að taka við eignum frá seljendum og félagið hafi tekið á móti nærri 400 eignum í Grindavík. Tekið verði á móti nærri 300 eignum í júlí og ágúst. Kaflaskil hafi orðið í verkefninu í vikunni þegar félagið hóf ferlið við endanlegan frágang kaupa við fyrstu seljendurna með lögskilauppgjöri, afsali og afsalsgreiðslum. Eins og við aðra framkvæmd þessara kaupa sé frágangur lögskilauppgjörs og afsals með rafrænum hætti, það er með rafrænum undirskriftum og rafrænni þinglýsingu. Markvisst sé nú unnið í þeim umsóknum þar sem ýmsar hindranir og frávik hafi komið upp. Flókin mál Í tilkynningu segir að oft sé um að ræða flókin mál sem krefjist ítarlegrar skoðunar, svo sem vegna undanþágu um lögheimili, dánarbúa, vanda við afléttingu veða eða skilgreinds byggingarstigs. Verið sé að leita lausna fyrir búseturéttarhafa en útfærsla þeirra mála hafi reynst flókin. Áfram verði unnið að því finna farsæla lausn. „Heilt yfir gengur þetta vel hjá okkur. Fyrirkomulag skilafunda með eigendum hefur komið vel út og frágangur þeirra á eignunum hefur yfirleitt verið til fyrirmyndar. Nú er komin af stað vinna við lögskilauppgjör og afsöl og hún fer vel af stað. Stóra verkefnið framundan er svo utanumhald og rekstur eignanna í Grindavík og við erum að skoða hvernig best sé að standa að því,“ er haft eftir Erni Viðari Skúlasyni, framkvæmdastjóra Fasteignafélagsins Þórkötlu. Grindavík Fasteignamarkaður Húsnæðismál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Taka aftur við eignum í Grindavík eftir helgi Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið, í samráði við Almannavarnir og Lögreglustjórann á Suðurnesjum, að halda áfram móttöku fasteigna í Grindavík strax á mánudag. Ákvörðunin er þó með þeim fyrirvara að aðstæður í bænum og við eldstöðvarnar breytist ekki til hins verra. 31. maí 2024 14:40 Kostnaður vegna uppkaupa fjórtán milljörðum meiri en áætlað var Útlit er fyrir að heildarfjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík verði allt að 75 milljarðar í heildina eða um 14 milljörðum króna meiri en áætlað var við setningu laganna um úrræðið. Aukinn kostnaður skýrist að mestu af hækkun brunabótamats á eignum í bænum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu. 24. maí 2024 08:40 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Þórkötlu. Þar segir að fjárfesting félagsins í eignunum sé um 57 milljarðar króna. Þar af nemi yfirteknar skuldir um átján milljörðum og kaupsamningsgreiðslur um 36,3 milljörðum. Áætlanir félagsins geri ráð fyrir að heildarfjöldi umsækjenda verði allt að 950 og að heildarfjárfesting félagsins verði allt að 75 milljarðar króna. Þrjú hundruð í viðbót í sumar Félagið hafi fyrir nokkru hafið að taka við eignum frá seljendum og félagið hafi tekið á móti nærri 400 eignum í Grindavík. Tekið verði á móti nærri 300 eignum í júlí og ágúst. Kaflaskil hafi orðið í verkefninu í vikunni þegar félagið hóf ferlið við endanlegan frágang kaupa við fyrstu seljendurna með lögskilauppgjöri, afsali og afsalsgreiðslum. Eins og við aðra framkvæmd þessara kaupa sé frágangur lögskilauppgjörs og afsals með rafrænum hætti, það er með rafrænum undirskriftum og rafrænni þinglýsingu. Markvisst sé nú unnið í þeim umsóknum þar sem ýmsar hindranir og frávik hafi komið upp. Flókin mál Í tilkynningu segir að oft sé um að ræða flókin mál sem krefjist ítarlegrar skoðunar, svo sem vegna undanþágu um lögheimili, dánarbúa, vanda við afléttingu veða eða skilgreinds byggingarstigs. Verið sé að leita lausna fyrir búseturéttarhafa en útfærsla þeirra mála hafi reynst flókin. Áfram verði unnið að því finna farsæla lausn. „Heilt yfir gengur þetta vel hjá okkur. Fyrirkomulag skilafunda með eigendum hefur komið vel út og frágangur þeirra á eignunum hefur yfirleitt verið til fyrirmyndar. Nú er komin af stað vinna við lögskilauppgjör og afsöl og hún fer vel af stað. Stóra verkefnið framundan er svo utanumhald og rekstur eignanna í Grindavík og við erum að skoða hvernig best sé að standa að því,“ er haft eftir Erni Viðari Skúlasyni, framkvæmdastjóra Fasteignafélagsins Þórkötlu.
Grindavík Fasteignamarkaður Húsnæðismál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Taka aftur við eignum í Grindavík eftir helgi Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið, í samráði við Almannavarnir og Lögreglustjórann á Suðurnesjum, að halda áfram móttöku fasteigna í Grindavík strax á mánudag. Ákvörðunin er þó með þeim fyrirvara að aðstæður í bænum og við eldstöðvarnar breytist ekki til hins verra. 31. maí 2024 14:40 Kostnaður vegna uppkaupa fjórtán milljörðum meiri en áætlað var Útlit er fyrir að heildarfjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík verði allt að 75 milljarðar í heildina eða um 14 milljörðum króna meiri en áætlað var við setningu laganna um úrræðið. Aukinn kostnaður skýrist að mestu af hækkun brunabótamats á eignum í bænum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu. 24. maí 2024 08:40 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Taka aftur við eignum í Grindavík eftir helgi Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið, í samráði við Almannavarnir og Lögreglustjórann á Suðurnesjum, að halda áfram móttöku fasteigna í Grindavík strax á mánudag. Ákvörðunin er þó með þeim fyrirvara að aðstæður í bænum og við eldstöðvarnar breytist ekki til hins verra. 31. maí 2024 14:40
Kostnaður vegna uppkaupa fjórtán milljörðum meiri en áætlað var Útlit er fyrir að heildarfjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík verði allt að 75 milljarðar í heildina eða um 14 milljörðum króna meiri en áætlað var við setningu laganna um úrræðið. Aukinn kostnaður skýrist að mestu af hækkun brunabótamats á eignum í bænum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu. 24. maí 2024 08:40