New York var 3-0 yfir í hálfleik eftir að hafa skorað tvö mörk í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Dagur minnkaði muninn fyrir Orlando í 3-1 á 72. mínútu. Hann skallaði þá fyrirgjöf Martins Ojeda í netið.
Thorhallsson heads it home and @OrlandoCitySC pulls one back! pic.twitter.com/e39Ohx2hTA
— Major League Soccer (@MLS) June 29, 2024
Duncan McGuire hlepti enn meiri spennu í leikinn þegar hann skoraði annað mark Orlando þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. En tveimur mínútum síðar gulltryggði Monsef Bakrar sigur New York.
Dagur var að venju í byrjunarliði Orlando en hann hefur byrjað átján af tuttugu leikjum liðsins í deildinni. Hann hefur nú skorað tvö mörk og lagt upp tvö. Alls hefur Dagur leikið 53 deildarleiki fyrir Orlando, skorað fjögur mörk og gefið fimm stoðsendingar.
Orlando, sem hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum, er í 10. sæti Austurdeildarinnar með 21 stig eftir tuttugu leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Toronto á Þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí.