Tónlistarveisla framundan í Skálholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. júní 2024 13:05 Sumartónleikarnir verða í Skálholtskirkju dagana 6. til 14.júlí næstkomandi. Aðsend Einn besti fiðluleikari heims er á leið til landsins til að taka þátt í Sumartónleikum í Skálholti sem standa yfir dagana 6. til 14. júlí. Hátíðin er einn stærsti menningarviðburður sem fram fer á Suðurlandi yfir sumartímann. Sumartónleikar í Skálholti hafa verið starfandi frá árinu 1975 og staðið fyrir tónleikahaldi í Skálholtskirkju en markmið tónleikana er að stuðla að nýsköpun íslenskrar tónlistar. Tónverkin sem frumflutt hafa verið á hátíðinni nálgast 200, og hafa flest helstu tónskáld Íslands komið þar við sögu. Benedikt Kristjánsson er listrænn stjórnandi sumartónleikanna. „Fertugustu og níunda sumarhátíðin, Sumartónleikar í Skálholti er að hefjast 6. júlí og mun verða til 14. júlí með tónleikum á hverjum einasta degi og um helgar verða fleiri en einn viðburður, mikið fyrir börnin, guðþjónustur og frábærir tónleikar,” segir Benedikt og bætir við. „Svo eru þetta náttúrulega unnendur klassískrar tónlistar, sem eru aðalmarkhópurinn myndi ég segja og þá kannski sérstaklega annað hvort mjög nýrri klassískri tónlist eða mjög ævafornri tónlist frá Barokktímabilinu.” Benedikt Kristjánsson er listrænn stjórnandi Sumartónleikanna í Skálholti.Aðsend Og eitthvað verður um erlenda tónlistarmenn, sem munu koma fram á hátíðinni eða hvað? „Ég myndi segja að helgarnar væru aðalnúmerin. Það er Bára Gísladóttir, sem verður staðartónskáld á þessu ári, sem semur ný verk og þau verða flutt sjötta og sjöunda júlí og svo á seinni helginni kemur einn fremsti fiðluleikari í heimi í dag, Sergey Malov og spilar bæði einn og líka með okkar færasta strengjakvartett, Kordó kvartettinum, sem eru allt meðlimir úr Sinfóníunni einmitt og það verður mikil sýning,” segir Benedikt Kristjánsson, listrænn stjórnandi sumartónleikanna í Skálholti um leið og hann tekur fram að ókeypis er inn á alla tónleikana en alla dagskrá hátíðarinnar er að finna á heimasíðunni sumartonleikar.is og á Facebook síðu tónleikanna. Heimasíða tónleikanna Kordó kvartettinn og Sergey Malov, einn besti fiðluleikari heims koma fram á tónleikunum laugardagskvöldið 13. júlí klukkan 19:30.Aðsend Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Tónlist Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
Sumartónleikar í Skálholti hafa verið starfandi frá árinu 1975 og staðið fyrir tónleikahaldi í Skálholtskirkju en markmið tónleikana er að stuðla að nýsköpun íslenskrar tónlistar. Tónverkin sem frumflutt hafa verið á hátíðinni nálgast 200, og hafa flest helstu tónskáld Íslands komið þar við sögu. Benedikt Kristjánsson er listrænn stjórnandi sumartónleikanna. „Fertugustu og níunda sumarhátíðin, Sumartónleikar í Skálholti er að hefjast 6. júlí og mun verða til 14. júlí með tónleikum á hverjum einasta degi og um helgar verða fleiri en einn viðburður, mikið fyrir börnin, guðþjónustur og frábærir tónleikar,” segir Benedikt og bætir við. „Svo eru þetta náttúrulega unnendur klassískrar tónlistar, sem eru aðalmarkhópurinn myndi ég segja og þá kannski sérstaklega annað hvort mjög nýrri klassískri tónlist eða mjög ævafornri tónlist frá Barokktímabilinu.” Benedikt Kristjánsson er listrænn stjórnandi Sumartónleikanna í Skálholti.Aðsend Og eitthvað verður um erlenda tónlistarmenn, sem munu koma fram á hátíðinni eða hvað? „Ég myndi segja að helgarnar væru aðalnúmerin. Það er Bára Gísladóttir, sem verður staðartónskáld á þessu ári, sem semur ný verk og þau verða flutt sjötta og sjöunda júlí og svo á seinni helginni kemur einn fremsti fiðluleikari í heimi í dag, Sergey Malov og spilar bæði einn og líka með okkar færasta strengjakvartett, Kordó kvartettinum, sem eru allt meðlimir úr Sinfóníunni einmitt og það verður mikil sýning,” segir Benedikt Kristjánsson, listrænn stjórnandi sumartónleikanna í Skálholti um leið og hann tekur fram að ókeypis er inn á alla tónleikana en alla dagskrá hátíðarinnar er að finna á heimasíðunni sumartonleikar.is og á Facebook síðu tónleikanna. Heimasíða tónleikanna Kordó kvartettinn og Sergey Malov, einn besti fiðluleikari heims koma fram á tónleikunum laugardagskvöldið 13. júlí klukkan 19:30.Aðsend
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Tónlist Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira