Ísböð á nóttunni og alltaf tilbúinn að gefa góð ráð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 16:30 Ronaldo hefur skorað 130 mörk í 210 leikjum fyrir Portúgal. Dan Mullan/Getty Images Það eru fáir knattspyrnumenn ýktari og Cristiano Ronaldo. Þá eru fáir sem eru tilbúnir að leggja meira á sig til að ná árangri. Þetta staðfesti José Fonte, fyrrverandi samherji hans í portúgalska landsliðinu. Hinn fertugi Fonte var á mála hjá Braga í heimalandinu á síðustu leiktíð en spilaði í áratug á Englandi með Crystal Palace, Southampton og West Ham United. Á meðan EM fer fram starfar hann sem sparkspekingur fyrir breska ríkisútvarpið enda þekkir hann lið Portúgal út og inn eftir að hafa spilað 50 A-landsleiki frá 2014 til 2022. Var Fonte hluti af liðinu sem varð Evrópumeistari í Frakklandi sumarið 2016. „Ég hlæ alltaf þegar ég heyri sögusagnir af því að Ronaldo hafi slæm áhrif á landslið Portúgal því þetta er eingöngu sögusagnir,“ segir Fonte í löngum pistli á vef BBC. „Ég var með honum í landsliðinu til fjölda ára og varð aldrei var við nein vandamál. Eina sem ég veit er að hann er fyrirmyndar atvinnumaður og alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum í hópnum,“ segir Fonte einnig. Fonte, Ronaldo og aðrir leikmenn Portúgals fagna því að vinna Þjóðadeildina árið 2019.VI Images/Getty Images Leiðir með fordæmi „Hann er fyrirliði svo hann talar mikið í klefanum en hann er einnig fordæmi utan vallar. Hvort það er að fara fyrr í ræktina en aðrir, fara til sjúkraþjálfarans svo hann sé tilbúinn bæði á líkama og sál þegar leikur hefst. Það gefur öllum byr undir báða vængi.“ „Hann leiðir og við fylgjum. Ég man þegar við vorum að fara í ísböð og gufubað klukkan tvö um nóttina til að auðvelda endurheimt. Það sem var einnig mikilvægt var að við vorum að gera þetta saman, sem lið.“ Þá hrósaði Fonte fyrrum samherja sínum fyrir að vera ávallt tilbúinn að gefa ungum leikmönnum ráð og deila öllu því sem hann hefur lagt á sig með þeim í von um að það geri þá að betri leikmönnum. Það verður athyglisvert að sjá hvort Ronaldo verði í byrjunarliði Portúgal þegar liðið mætir Slóveníu í 16-liða úrslitum EM klukkan 19.00 en hann á enn eftir að skora á mótinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Sjá meira
Hinn fertugi Fonte var á mála hjá Braga í heimalandinu á síðustu leiktíð en spilaði í áratug á Englandi með Crystal Palace, Southampton og West Ham United. Á meðan EM fer fram starfar hann sem sparkspekingur fyrir breska ríkisútvarpið enda þekkir hann lið Portúgal út og inn eftir að hafa spilað 50 A-landsleiki frá 2014 til 2022. Var Fonte hluti af liðinu sem varð Evrópumeistari í Frakklandi sumarið 2016. „Ég hlæ alltaf þegar ég heyri sögusagnir af því að Ronaldo hafi slæm áhrif á landslið Portúgal því þetta er eingöngu sögusagnir,“ segir Fonte í löngum pistli á vef BBC. „Ég var með honum í landsliðinu til fjölda ára og varð aldrei var við nein vandamál. Eina sem ég veit er að hann er fyrirmyndar atvinnumaður og alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum í hópnum,“ segir Fonte einnig. Fonte, Ronaldo og aðrir leikmenn Portúgals fagna því að vinna Þjóðadeildina árið 2019.VI Images/Getty Images Leiðir með fordæmi „Hann er fyrirliði svo hann talar mikið í klefanum en hann er einnig fordæmi utan vallar. Hvort það er að fara fyrr í ræktina en aðrir, fara til sjúkraþjálfarans svo hann sé tilbúinn bæði á líkama og sál þegar leikur hefst. Það gefur öllum byr undir báða vængi.“ „Hann leiðir og við fylgjum. Ég man þegar við vorum að fara í ísböð og gufubað klukkan tvö um nóttina til að auðvelda endurheimt. Það sem var einnig mikilvægt var að við vorum að gera þetta saman, sem lið.“ Þá hrósaði Fonte fyrrum samherja sínum fyrir að vera ávallt tilbúinn að gefa ungum leikmönnum ráð og deila öllu því sem hann hefur lagt á sig með þeim í von um að það geri þá að betri leikmönnum. Það verður athyglisvert að sjá hvort Ronaldo verði í byrjunarliði Portúgal þegar liðið mætir Slóveníu í 16-liða úrslitum EM klukkan 19.00 en hann á enn eftir að skora á mótinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Sjá meira