Lífið

Myndaveisla: Metfjöldi á opnunarhelgi Hjarta Hafnar­fjarðar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Það var góð stemning á opnunarhelgi Hjarta Hafnarfjarðar.
Það var góð stemning á opnunarhelgi Hjarta Hafnarfjarðar.

Fyrsta helgin tónlistahátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar fór fram síðustu helgi, áttunda árið sem að hátíðin er haldin. Uppselt var á tónleikana og milli fimm og sex þúsund manns mættu og hefur aldrei viðlíka fjöldi mætt á eina helgi, að sögn skipuleggjenda.

„Hjarta Hafnarfjarðar er bara rétt að byrja og nóg framundan en Hjarta Hafnarfjarðar verður í gangi alla fimmtudaga, föstudaga og laugardaga út 4. ágúst inni í Bæjarbíó og á útisvæðinu fyrir aftan Bæjarbíó,“ segir í tilkynningu bæjarins og ennfremur:

„Allar helgar er flott dagskrá inni í húsinu þar sem fólk getur verslað sig inn á tónleika sem hefjast kl 19 og svo bjóðum við frítt inn á útisvæðið.“

Hér að neðan má sjá myndir frá helginni. 

Útisvæðið.
Stuðlabandið tróð upp ásamt Diljá.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.