Handtóku fjóra eftir að kókaín var sótt á pósthús Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2024 15:08 Frá starfsstöð FedEx í Selhellu. Já.is Fjórir karlmenn og ein kona sæta ákæru fyrir innflutning á tveimur kílóum af kókaíni. Sá sem talinn er lykilmaður í málinu fékk minni spámenn til að sækja fíkniefnin fyrir sig en var að endingu handtekinn eins og sendlarnir. Málið kom upp í júlí í fyrra. Karlmennirnir fjórir eru allir af erlendum uppruna en konan íslensk. Sá sem er talinn efstur í keðju ákærðu er tæplega þrítugur. Hann er ákærður fyrir skipulagningu innflutnings og samskipti við ókunnuga menn á samskiptaforritinu Telegram í aðdraganda þess að efnin komu til landsins. Um er að ræða tæp tvö kíló af kókaíni sem voru falin í tveimur pakkningum inni í tölvuturni sem pakkað var í pappakassa ásamt tölvuskjá. Sendingin kom til Íslands með FedEx frá Bandaríkjunum. Vitni í málinu með heimili í Reykjavík var skráð móttakandi sendingarinnar. Sá er ekki ákærður. Fíkniefnin fundust í vöruhúsi Icetransport að Selhellu í Hafnarfirði þann 20. júlí í fyrra. Að lokinni rannsókn skipti lögregla þeim út fyrir gerviefni og kom fyrir í tölvuturninum á nýjan leik ásamt hlustunarbúnaði. Sá tæplega þrítugi gaf sautján og nítján ára bræðrum og konunni peninga, fyrirmæli og leiðbeiningar um hvernig ætti að sækja pakkann á starfsstöð FedEx að Selhellu. Eftir að pakkinn hafði verið sóttur voru þau öll handtekin, ýmist í Mjódd eða á Klambratúni. Konan og bræðurnir eru ákærð fyrir sinn þátt í að sækja efnin. Þá er sá efsti í keðju ákæru við innflutninginn ákærður í aðskildu broti ásamt öðrum tæplega fertugum manni fyrir að hafa fleiri hundrað grömm af kókaíni í fórum sínum í heimahúsi og bíl. Sömuleiðis hálft kíló af hassi og fleiri efni. Þess er krafist að fólkið verði dæmt til refsingar og öll efnin verði gerð uppauk farsíma þeirra, töflupressu, peningaskáp og tölvubúnaðnum sem efnin voru flutt inn til landsins í. Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun. Lögreglumál Fíkniefnabrot Hafnarfjörður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira
Málið kom upp í júlí í fyrra. Karlmennirnir fjórir eru allir af erlendum uppruna en konan íslensk. Sá sem er talinn efstur í keðju ákærðu er tæplega þrítugur. Hann er ákærður fyrir skipulagningu innflutnings og samskipti við ókunnuga menn á samskiptaforritinu Telegram í aðdraganda þess að efnin komu til landsins. Um er að ræða tæp tvö kíló af kókaíni sem voru falin í tveimur pakkningum inni í tölvuturni sem pakkað var í pappakassa ásamt tölvuskjá. Sendingin kom til Íslands með FedEx frá Bandaríkjunum. Vitni í málinu með heimili í Reykjavík var skráð móttakandi sendingarinnar. Sá er ekki ákærður. Fíkniefnin fundust í vöruhúsi Icetransport að Selhellu í Hafnarfirði þann 20. júlí í fyrra. Að lokinni rannsókn skipti lögregla þeim út fyrir gerviefni og kom fyrir í tölvuturninum á nýjan leik ásamt hlustunarbúnaði. Sá tæplega þrítugi gaf sautján og nítján ára bræðrum og konunni peninga, fyrirmæli og leiðbeiningar um hvernig ætti að sækja pakkann á starfsstöð FedEx að Selhellu. Eftir að pakkinn hafði verið sóttur voru þau öll handtekin, ýmist í Mjódd eða á Klambratúni. Konan og bræðurnir eru ákærð fyrir sinn þátt í að sækja efnin. Þá er sá efsti í keðju ákæru við innflutninginn ákærður í aðskildu broti ásamt öðrum tæplega fertugum manni fyrir að hafa fleiri hundrað grömm af kókaíni í fórum sínum í heimahúsi og bíl. Sömuleiðis hálft kíló af hassi og fleiri efni. Þess er krafist að fólkið verði dæmt til refsingar og öll efnin verði gerð uppauk farsíma þeirra, töflupressu, peningaskáp og tölvubúnaðnum sem efnin voru flutt inn til landsins í. Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Hafnarfjörður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira