Segir að markið hans Bellingham gæti breytt öllu fyrir enska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2024 07:31 Jude Bellingham skorar hér markið sitt á móti Slóvakíu og bjargar Englendingum á síðustu stundu. Getty/Shaun Botterill John Stones trúir því að mark liðsfélaga hans Jude Bellingham í sextán liða úrslitunum gæti verið vendipunktur fyrir enska landsliðið á þessu Evrópumóti. Englendingar voru á leiðinni út úr keppninni enda komið langt inn í uppbótatíma þegar Bellingham jafnaði með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Bellingham tryggði liðinu framlengingu og Harry Kane skoraði síðan sigurmarkið í upphafi hennar. Næst á dagskránni er leikur við Sviss í átta liða úrslitunum í Düsseldorf á morgun. „Ég tel að markið hans Bellingham sé vendipunktur fyrir okkur tilfinningalega af því að okkur tókst að nái þessu marki inn með alla þessu pressu á okkur á lokamínútum leiksins,“ sagði Manchester City maðurinn John Stones. Stones: Bellingham goal can transform England https://t.co/40iHKQv3Sv— Sports Schedule (@schedulesportz) July 4, 2024 „Ég trúi því að þetta muni breyta fullt af hlutum fyrir liðið með því að fara í gegnum þennan tilfinningapakka. Það er til frábær mynd af okkur fagna þessu marki þar sem allur bekkurinn er kominn með okkur, bæði leikmenn og starfsmenn. Það sýnir samheldnina í okkar liði,“ sagði Stones. „Þegar þú hefur náð að gera svona hluti þá trúir þú enn meira á það að geta klárað dæmið þegar hlutirnir verða erfiðir. Ég hef sagt það eftir síðustu leiki að við verðum að halda áfram að bæta okkar leik og reyna að spila fótboltann sem við erum vanir,“ sagði Stones. „Ég vil samt ekki gera lítið úr síðasta leik. Ég hélt að við værum á leiðinni heim eftir klukkutíma leik en það fylgir því mikill kraftur að hafa náð að breyta hugarfari okkar allra og viðhalda trúnni og trausti á okkur sjálfa,“ sagði Stones. „Skiljanlega voru stuðningsmennirnir ekki ánægðir með þessa frammistöðu. Við áttum okkur á því en við getum notað það sem eldsneyti til að sjá til þess að þessi sigur telji,“ sagði Stones. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Englendingar voru á leiðinni út úr keppninni enda komið langt inn í uppbótatíma þegar Bellingham jafnaði með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Bellingham tryggði liðinu framlengingu og Harry Kane skoraði síðan sigurmarkið í upphafi hennar. Næst á dagskránni er leikur við Sviss í átta liða úrslitunum í Düsseldorf á morgun. „Ég tel að markið hans Bellingham sé vendipunktur fyrir okkur tilfinningalega af því að okkur tókst að nái þessu marki inn með alla þessu pressu á okkur á lokamínútum leiksins,“ sagði Manchester City maðurinn John Stones. Stones: Bellingham goal can transform England https://t.co/40iHKQv3Sv— Sports Schedule (@schedulesportz) July 4, 2024 „Ég trúi því að þetta muni breyta fullt af hlutum fyrir liðið með því að fara í gegnum þennan tilfinningapakka. Það er til frábær mynd af okkur fagna þessu marki þar sem allur bekkurinn er kominn með okkur, bæði leikmenn og starfsmenn. Það sýnir samheldnina í okkar liði,“ sagði Stones. „Þegar þú hefur náð að gera svona hluti þá trúir þú enn meira á það að geta klárað dæmið þegar hlutirnir verða erfiðir. Ég hef sagt það eftir síðustu leiki að við verðum að halda áfram að bæta okkar leik og reyna að spila fótboltann sem við erum vanir,“ sagði Stones. „Ég vil samt ekki gera lítið úr síðasta leik. Ég hélt að við værum á leiðinni heim eftir klukkutíma leik en það fylgir því mikill kraftur að hafa náð að breyta hugarfari okkar allra og viðhalda trúnni og trausti á okkur sjálfa,“ sagði Stones. „Skiljanlega voru stuðningsmennirnir ekki ánægðir með þessa frammistöðu. Við áttum okkur á því en við getum notað það sem eldsneyti til að sjá til þess að þessi sigur telji,“ sagði Stones.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira