Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 20:01 Luke Shaw hefur getað æft af fullum krafti í vikunni og virðist njóta þess í botn. Getty/Eddie Keogh Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. Southgate tók Shaw með á mótið þrátt fyrir að hann hefði glímt við meiðsli, sem eina hreinræktaða vinstri bakvörð enska hópsins, en hann hefur ekkert spilað til þessa á EM. Shaw spilaði síðast leik 18. febrúar en hann hefur æft af fullum krafti með enska landsliðinu í þessari viku. Ljóst er að England þarf að gera breytingu á sinni vörn því Marc Guehi tekur út leikbann. Mögulegt er að Southgate breyti leikskipulagi liðsins á morgun og notist við þriggja manna vörn í stað fjögurra manna, en ljóst er að Shaw gæti nýst í báðum tilvikum. Hrósaði Trippier fyrir tal innan vallar „Luke er tilbúinn. Hann getur byrjað leikinn,“ sagði Southgate á blaðamannafundi en var fljótur að taka fram að hann hefði ekkert út á Kieran Trippier, sem spilað hefur sem réttfættur vinstri bakvörður, að setja. „Kieran hefur staðið sig algjörlega frábærlega fyrir okkur. Hann gefur auðvitað ekki sama jafnvægi og örvfættur leikmaður myndi gera en leiðtogahæfileikarnir og samskipti hans innan vallar… þið getið spurt hvaða kantmann sem hann spilar með eða aðra leikmenn sem spila með honum, hann er óviðjafnanlegur í að tala. Þetta hjálpar mönnum að spila leikinn. Þessi hæfileiki er mjög vanmetinn. Þetta er líka svolítið deyjandi list, leikmenn sem eru góðir í að tala á vellinum. Maður er aldrei með of marga slíka. Hann er einstakur á þessu sviði, til viðbótar við hæfileikana með boltann. Hann hefur aðlagast og staðið sig stórkostlega fyrir okkur,“ sagði Southgate. EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Southgate tók Shaw með á mótið þrátt fyrir að hann hefði glímt við meiðsli, sem eina hreinræktaða vinstri bakvörð enska hópsins, en hann hefur ekkert spilað til þessa á EM. Shaw spilaði síðast leik 18. febrúar en hann hefur æft af fullum krafti með enska landsliðinu í þessari viku. Ljóst er að England þarf að gera breytingu á sinni vörn því Marc Guehi tekur út leikbann. Mögulegt er að Southgate breyti leikskipulagi liðsins á morgun og notist við þriggja manna vörn í stað fjögurra manna, en ljóst er að Shaw gæti nýst í báðum tilvikum. Hrósaði Trippier fyrir tal innan vallar „Luke er tilbúinn. Hann getur byrjað leikinn,“ sagði Southgate á blaðamannafundi en var fljótur að taka fram að hann hefði ekkert út á Kieran Trippier, sem spilað hefur sem réttfættur vinstri bakvörður, að setja. „Kieran hefur staðið sig algjörlega frábærlega fyrir okkur. Hann gefur auðvitað ekki sama jafnvægi og örvfættur leikmaður myndi gera en leiðtogahæfileikarnir og samskipti hans innan vallar… þið getið spurt hvaða kantmann sem hann spilar með eða aðra leikmenn sem spila með honum, hann er óviðjafnanlegur í að tala. Þetta hjálpar mönnum að spila leikinn. Þessi hæfileiki er mjög vanmetinn. Þetta er líka svolítið deyjandi list, leikmenn sem eru góðir í að tala á vellinum. Maður er aldrei með of marga slíka. Hann er einstakur á þessu sviði, til viðbótar við hæfileikana með boltann. Hann hefur aðlagast og staðið sig stórkostlega fyrir okkur,“ sagði Southgate.
EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira