Munir safnsins geyma merkilega sögu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júlí 2024 09:53 Það eru ótrúlegustu hlutir til sýnis á Hérumbilsafni Gunna Jóns í Brákarey í Borgarnesi. Vísir/Elín Óvenjulegt safn sem legið hefur í kössum í nokkur ár er nú aftur sýnilegt almenningi í Borgarnesi. Munir safnsins geyma merkilega sögu svæðisins en safnstjórinn heldur mest upp á muni frá ömmu og afa. Um er að ræða Hérumbilsafn Gunna Jóns í Borgarnesi en þar er meðal annars atvinnulífs- og íþróttasaga Borgarness varðveitt í ýmsum munum. „Þetta eru gamlir munir. Þetta er sagan hérna, atvinnusagan í Borgarnesi, bæði Loftorka og Sparisjóðurinn og Kaupfélagið og fleiri fyrirtæki. Dót sem mér hefur áskotnast í gegnum tíðina,“ segir Gunnar Jónsson safnstjóri í Hérumbilsafninu sem opnaði nýverið í nýju húsnæði í Brákarey. „Ég var í helmingi minna húsnæði fyrir nokkrum árum síðan en seldi það og þá fór þetta í kassa og búið að vera það í nokkur ár. Núna er að flytja íþetta húsnæði sem er hundrað fermetrar en er eiginlega allt of lítið, þið sjáið að þetta er allt of þröngt, þétt á milli hluta hérna, maður hefði viljað hafa þetta aðeins rýmra,“ segir Gunnar. Þótt safnið sé stórt og mikið er safnstjórnin þó ekki aðal atvinna Gunnars. „Ég er smiður og múrari og hef verið að vinna í mörgum húsum þar sem fólk hefur ætlað að henda hlutum en ég hef fengið að hirða,“ segir Gunnar spurður hvernig það kom til að hann fór að safna þessum munum. Það kennir ýmissa grasa í safninu, en mest heldur Gunnar upp á muni úr afasmiðju. „Afi minn var bóndi hérna í sveitinni og hérna eru svona hlutir frá honum og ömmu. Mikið af smíðatengdu dóti, hélt mikið upp á þetta,“ segir Gunnar sem dáist af handverki afa síns frá því í gamla daga. Hann heldur einnig mikið upp á munina sem tengjast íþróttum, en sjálfur spilaði hann bæði fótbolta og körfubolta með Skallagrím. Búningar og aðrir íþróttatengdir muni eru úr safni Gunnars sjálfs sem eru ýmist frá honum sjálfum eða sem honum hefur áskotnast frá öðrum. Þrátt fyrir að treyjurnar spanni fleiri áratugi úr sögu knattspyrnu og körfubolta í Borgarnesi og sveitarfélaginu öllu, þá er aðeins um að ræða lítinn hluta úr sögunni allri.Vísir/Elín Borgarbyggð Menning Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Sjá meira
„Þetta eru gamlir munir. Þetta er sagan hérna, atvinnusagan í Borgarnesi, bæði Loftorka og Sparisjóðurinn og Kaupfélagið og fleiri fyrirtæki. Dót sem mér hefur áskotnast í gegnum tíðina,“ segir Gunnar Jónsson safnstjóri í Hérumbilsafninu sem opnaði nýverið í nýju húsnæði í Brákarey. „Ég var í helmingi minna húsnæði fyrir nokkrum árum síðan en seldi það og þá fór þetta í kassa og búið að vera það í nokkur ár. Núna er að flytja íþetta húsnæði sem er hundrað fermetrar en er eiginlega allt of lítið, þið sjáið að þetta er allt of þröngt, þétt á milli hluta hérna, maður hefði viljað hafa þetta aðeins rýmra,“ segir Gunnar. Þótt safnið sé stórt og mikið er safnstjórnin þó ekki aðal atvinna Gunnars. „Ég er smiður og múrari og hef verið að vinna í mörgum húsum þar sem fólk hefur ætlað að henda hlutum en ég hef fengið að hirða,“ segir Gunnar spurður hvernig það kom til að hann fór að safna þessum munum. Það kennir ýmissa grasa í safninu, en mest heldur Gunnar upp á muni úr afasmiðju. „Afi minn var bóndi hérna í sveitinni og hérna eru svona hlutir frá honum og ömmu. Mikið af smíðatengdu dóti, hélt mikið upp á þetta,“ segir Gunnar sem dáist af handverki afa síns frá því í gamla daga. Hann heldur einnig mikið upp á munina sem tengjast íþróttum, en sjálfur spilaði hann bæði fótbolta og körfubolta með Skallagrím. Búningar og aðrir íþróttatengdir muni eru úr safni Gunnars sjálfs sem eru ýmist frá honum sjálfum eða sem honum hefur áskotnast frá öðrum. Þrátt fyrir að treyjurnar spanni fleiri áratugi úr sögu knattspyrnu og körfubolta í Borgarnesi og sveitarfélaginu öllu, þá er aðeins um að ræða lítinn hluta úr sögunni allri.Vísir/Elín
Borgarbyggð Menning Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Sjá meira