Emmsjé Gauti laumaði sér á Landsmót fyrir tónlistarmyndband Telma Tómasson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 6. júlí 2024 19:12 Emmsjé Gauti laumaði sér inn á Landsmót hestamanna til þess að taka upp tónlistarmyndband. vísir Margir ráku upp stór augu þegar tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti mætti í fullum keppnisskrúða á Landsmót hestamanna, enda er hann síst þekktur fyrir að vera meðal afreksknapa. Hann var líka kominn á mótið af allt annarri ástæðu en að mæta til keppni. Í fylgd með Gauta voru kvikmyndagerðarmenn og ætlunin að taka upp tónlistarmyndband við lagið Fyrirmynd Part 2 sem er eitt laganna á nýútkominni plötu hans sem ber titilinn Fullkominn dagur til að kveikja í sér. „Eitt lag á plötunni er nokkurs konar kántrílag, en það hefði verið of augljóst að nota hesta í myndbandi með því. Þess vegna valdi ég mesta rapplagið á plötunni því það er falleg andstæða í því að vera með hesta í því myndbandi. Það lag heitir Fyrirmynd Part 2 og er framhald af lagi sem ég gerði 2010. Okkur datt í hug fyrir tveimur dögum að gera tónlistarmyndband og því er ég hér staddur í miklu flæði og án þess að vera með eitthvað handrit til að fara eftir. Þetta er heimur sem ég þekki ekki neitt,“ segir Gauti. Vísir fékk að skyggnast á bak við tjöldin við gerð myndbandsins, en það var Hjörtur Bergstað formaður Fáks og fjölskylda hans sem leiddi Emmsjé Gauta og hans lið um Landsmótssvæðið. Mótið í ár er haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Gauti bætir því við í léttum tón að þetta hafi líka verið afsökun fyrir því að komast bakdyramegin inn á Landsmót hestamanna og fá að vera með í stemningunni. „Síðan er ég að skemmta hér í kvöld og ég hef heyrt að það sé sturluð stemning á Landsmóti á laugardagskvöldinu og mögnuð skemmtidagskrá. Það eru þúsundir þarna í brekkunni." Smeykur en spenntur Gauti fékk gæðinginn Segul frá Akureyri lánaðan í upptökurnar, 16 vetra höfðingja í eigu Berthu Livar Bergstað. Fata- og reiðtygjafyrirtækið Top Reiter klæddi tónlistarmanninn í keppnisgalla frá toppi til táar og segist honum bara líða vel í fötunum. Það var samt smá bras að renna upp rennilásnum á keppnisstígvélunum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Tónlistamaðurinn sagðist vera aðeins smeykur fyrir því að fara á bak, enda bara prófað það tvisvar áður í lífinu, en vera á sama tíma spenntur. „Ég veit að þau eru ekki að fara að sleppa mér og leyfa mér að leika lausum hala. Það er borin svo svakalega mikil virðing fyrir hestinum. Áður en ég fékk að taka hér myndband var farið yfir það að ekki mætti trufla fólkið og hestana sem væri að keppa. Mér finnst það frábært. Einhvern tíma langar mig að eiga mómentið að vera einn á hestbaki þegar sólin er að setjast.“ Gert er ráð fyrir að um tíu þúsund manns verði á Landsmóti hestamanna um helgina, en þar leikur veðrið við hesta og menn og stemning mikil. Hestar Landsmót hestamanna Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
Í fylgd með Gauta voru kvikmyndagerðarmenn og ætlunin að taka upp tónlistarmyndband við lagið Fyrirmynd Part 2 sem er eitt laganna á nýútkominni plötu hans sem ber titilinn Fullkominn dagur til að kveikja í sér. „Eitt lag á plötunni er nokkurs konar kántrílag, en það hefði verið of augljóst að nota hesta í myndbandi með því. Þess vegna valdi ég mesta rapplagið á plötunni því það er falleg andstæða í því að vera með hesta í því myndbandi. Það lag heitir Fyrirmynd Part 2 og er framhald af lagi sem ég gerði 2010. Okkur datt í hug fyrir tveimur dögum að gera tónlistarmyndband og því er ég hér staddur í miklu flæði og án þess að vera með eitthvað handrit til að fara eftir. Þetta er heimur sem ég þekki ekki neitt,“ segir Gauti. Vísir fékk að skyggnast á bak við tjöldin við gerð myndbandsins, en það var Hjörtur Bergstað formaður Fáks og fjölskylda hans sem leiddi Emmsjé Gauta og hans lið um Landsmótssvæðið. Mótið í ár er haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Gauti bætir því við í léttum tón að þetta hafi líka verið afsökun fyrir því að komast bakdyramegin inn á Landsmót hestamanna og fá að vera með í stemningunni. „Síðan er ég að skemmta hér í kvöld og ég hef heyrt að það sé sturluð stemning á Landsmóti á laugardagskvöldinu og mögnuð skemmtidagskrá. Það eru þúsundir þarna í brekkunni." Smeykur en spenntur Gauti fékk gæðinginn Segul frá Akureyri lánaðan í upptökurnar, 16 vetra höfðingja í eigu Berthu Livar Bergstað. Fata- og reiðtygjafyrirtækið Top Reiter klæddi tónlistarmanninn í keppnisgalla frá toppi til táar og segist honum bara líða vel í fötunum. Það var samt smá bras að renna upp rennilásnum á keppnisstígvélunum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Tónlistamaðurinn sagðist vera aðeins smeykur fyrir því að fara á bak, enda bara prófað það tvisvar áður í lífinu, en vera á sama tíma spenntur. „Ég veit að þau eru ekki að fara að sleppa mér og leyfa mér að leika lausum hala. Það er borin svo svakalega mikil virðing fyrir hestinum. Áður en ég fékk að taka hér myndband var farið yfir það að ekki mætti trufla fólkið og hestana sem væri að keppa. Mér finnst það frábært. Einhvern tíma langar mig að eiga mómentið að vera einn á hestbaki þegar sólin er að setjast.“ Gert er ráð fyrir að um tíu þúsund manns verði á Landsmóti hestamanna um helgina, en þar leikur veðrið við hesta og menn og stemning mikil.
Hestar Landsmót hestamanna Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira