Allt að tuttugu stiga hiti í dag Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júlí 2024 08:31 Blíðviðri verður á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm Veður verður með besta móti á Suðurlandi í dag en búist er við því að hitastigið nái allt að 20 gráðum víða á Suðurlandsundirlendinu. Frá og með þriðjudeginum verður best að vera á Austurlandi að mati veðurfræðings. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, staðfestir í samtali við Vísi að veðrið verði svipað og í gær en jafnvel örlítið betra. Hitastig fór í rúmlega 20 stig við Skálholt í gær og gæti hitastig náð þeim hæðum á Suðurlandi fjarri frá hafgolunni við ströndina. Mesta blíðviðrið á Suðurlandi Óli nefnir að búast megi við góðu veðri á stöðum eins og Selfossi og Hveragerði en að veðrið muni vera enn betra austar á Suðurlandinu líkt og í Þjórsárdal og við Hellu. Hann segir norðanáttina gera það að völdum að Suðurlandið njóti mesta blíðviðrisins í dag. „Uppsveitir Suðurlands hafa yfirleitt vinninginn á svona dögum þar sem það er norðanátt og smá vestanátt. Það munar um að vindurinn frá sjónum er ekki að ná þarna inn af krafti.“ Aðeins svalara á höfuðborgarsvæðinu Veðrið á Vesturlandi mun einnig vera hlýtt og sólríkt en að mati Óla gæti hitastig náð allt að nítján gráðum í Borgarfirði. Með kvöldinu mun þó skýjaslæða breiðast yfir Snæfellsnes og vestanverða Vestfirði. Hann segir að á höfuðborgarsvæðinu muni hitastigið líklegast vera tveimur til þremur gráðum svalara en það var í gær vegna sjávarlofts sem umlykur svæðið. Hann tekur fram að Vatnsendasvæðið muni líklegast fá besta veðrið vegna fjarlægðar frá sjó. Á þriðjudaginn verður best að vera á Austurlandi Á Norðurlandi og Austurlandi heldur það áfram að vera þungbúið og í svalara lagi í dag og á morgun en Óli tekur fram að veðrið taki við sér þar á þriðjudaginn og að hitastig ætti að ná 20 gráðum á Austurlandi. „Frá og með þriðjudegi verður besta veðrið á Austurlandi.“ Veður Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Sjá meira
Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, staðfestir í samtali við Vísi að veðrið verði svipað og í gær en jafnvel örlítið betra. Hitastig fór í rúmlega 20 stig við Skálholt í gær og gæti hitastig náð þeim hæðum á Suðurlandi fjarri frá hafgolunni við ströndina. Mesta blíðviðrið á Suðurlandi Óli nefnir að búast megi við góðu veðri á stöðum eins og Selfossi og Hveragerði en að veðrið muni vera enn betra austar á Suðurlandinu líkt og í Þjórsárdal og við Hellu. Hann segir norðanáttina gera það að völdum að Suðurlandið njóti mesta blíðviðrisins í dag. „Uppsveitir Suðurlands hafa yfirleitt vinninginn á svona dögum þar sem það er norðanátt og smá vestanátt. Það munar um að vindurinn frá sjónum er ekki að ná þarna inn af krafti.“ Aðeins svalara á höfuðborgarsvæðinu Veðrið á Vesturlandi mun einnig vera hlýtt og sólríkt en að mati Óla gæti hitastig náð allt að nítján gráðum í Borgarfirði. Með kvöldinu mun þó skýjaslæða breiðast yfir Snæfellsnes og vestanverða Vestfirði. Hann segir að á höfuðborgarsvæðinu muni hitastigið líklegast vera tveimur til þremur gráðum svalara en það var í gær vegna sjávarlofts sem umlykur svæðið. Hann tekur fram að Vatnsendasvæðið muni líklegast fá besta veðrið vegna fjarlægðar frá sjó. Á þriðjudaginn verður best að vera á Austurlandi Á Norðurlandi og Austurlandi heldur það áfram að vera þungbúið og í svalara lagi í dag og á morgun en Óli tekur fram að veðrið taki við sér þar á þriðjudaginn og að hitastig ætti að ná 20 gráðum á Austurlandi. „Frá og með þriðjudegi verður besta veðrið á Austurlandi.“
Veður Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Sjá meira