Allt að tuttugu stiga hiti í dag Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júlí 2024 08:31 Blíðviðri verður á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm Veður verður með besta móti á Suðurlandi í dag en búist er við því að hitastigið nái allt að 20 gráðum víða á Suðurlandsundirlendinu. Frá og með þriðjudeginum verður best að vera á Austurlandi að mati veðurfræðings. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, staðfestir í samtali við Vísi að veðrið verði svipað og í gær en jafnvel örlítið betra. Hitastig fór í rúmlega 20 stig við Skálholt í gær og gæti hitastig náð þeim hæðum á Suðurlandi fjarri frá hafgolunni við ströndina. Mesta blíðviðrið á Suðurlandi Óli nefnir að búast megi við góðu veðri á stöðum eins og Selfossi og Hveragerði en að veðrið muni vera enn betra austar á Suðurlandinu líkt og í Þjórsárdal og við Hellu. Hann segir norðanáttina gera það að völdum að Suðurlandið njóti mesta blíðviðrisins í dag. „Uppsveitir Suðurlands hafa yfirleitt vinninginn á svona dögum þar sem það er norðanátt og smá vestanátt. Það munar um að vindurinn frá sjónum er ekki að ná þarna inn af krafti.“ Aðeins svalara á höfuðborgarsvæðinu Veðrið á Vesturlandi mun einnig vera hlýtt og sólríkt en að mati Óla gæti hitastig náð allt að nítján gráðum í Borgarfirði. Með kvöldinu mun þó skýjaslæða breiðast yfir Snæfellsnes og vestanverða Vestfirði. Hann segir að á höfuðborgarsvæðinu muni hitastigið líklegast vera tveimur til þremur gráðum svalara en það var í gær vegna sjávarlofts sem umlykur svæðið. Hann tekur fram að Vatnsendasvæðið muni líklegast fá besta veðrið vegna fjarlægðar frá sjó. Á þriðjudaginn verður best að vera á Austurlandi Á Norðurlandi og Austurlandi heldur það áfram að vera þungbúið og í svalara lagi í dag og á morgun en Óli tekur fram að veðrið taki við sér þar á þriðjudaginn og að hitastig ætti að ná 20 gráðum á Austurlandi. „Frá og með þriðjudegi verður besta veðrið á Austurlandi.“ Veður Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Sjá meira
Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, staðfestir í samtali við Vísi að veðrið verði svipað og í gær en jafnvel örlítið betra. Hitastig fór í rúmlega 20 stig við Skálholt í gær og gæti hitastig náð þeim hæðum á Suðurlandi fjarri frá hafgolunni við ströndina. Mesta blíðviðrið á Suðurlandi Óli nefnir að búast megi við góðu veðri á stöðum eins og Selfossi og Hveragerði en að veðrið muni vera enn betra austar á Suðurlandinu líkt og í Þjórsárdal og við Hellu. Hann segir norðanáttina gera það að völdum að Suðurlandið njóti mesta blíðviðrisins í dag. „Uppsveitir Suðurlands hafa yfirleitt vinninginn á svona dögum þar sem það er norðanátt og smá vestanátt. Það munar um að vindurinn frá sjónum er ekki að ná þarna inn af krafti.“ Aðeins svalara á höfuðborgarsvæðinu Veðrið á Vesturlandi mun einnig vera hlýtt og sólríkt en að mati Óla gæti hitastig náð allt að nítján gráðum í Borgarfirði. Með kvöldinu mun þó skýjaslæða breiðast yfir Snæfellsnes og vestanverða Vestfirði. Hann segir að á höfuðborgarsvæðinu muni hitastigið líklegast vera tveimur til þremur gráðum svalara en það var í gær vegna sjávarlofts sem umlykur svæðið. Hann tekur fram að Vatnsendasvæðið muni líklegast fá besta veðrið vegna fjarlægðar frá sjó. Á þriðjudaginn verður best að vera á Austurlandi Á Norðurlandi og Austurlandi heldur það áfram að vera þungbúið og í svalara lagi í dag og á morgun en Óli tekur fram að veðrið taki við sér þar á þriðjudaginn og að hitastig ætti að ná 20 gráðum á Austurlandi. „Frá og með þriðjudegi verður besta veðrið á Austurlandi.“
Veður Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Sjá meira