„Klippingin sem frelsaði mig“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. júlí 2024 11:10 Chanel Björk, fjölmiðlakona og meistaranemi, lét síða hárið fjúka og deilir reynslu sinni af því. Aðsend „Það ættu öll að prófa það einhverntímann að ögra ríkjandi hugmyndum samfélagsins, hverjum er ekki sama,“ skrifar fjölmiðlakonan og meistaraneminn Chanel Björk sem tók afdrifaríka ákvörðun fyrr í sumar og lét klippa allt hárið af sér. Hún segist ekki alveg hafa áttað sig á því hve áhrifaríkt það yrði. Tárin streymdu niður á hárgreiðslustofunni Chanel Björk er búsett í London og heldur uppi nýrri bloggsíðu þar sem hún skrifar ýmsar hugleiðingar. „Audre Lorde skrifaði árið 1977 „Þögnin þín mun ekki vernda þig“. Því ætla ég að fylgja hennar orðum, og mun skrifa hér um hluti sem ég þori stundum ekki að deila með öðrum – um uppruna, sjálfsmynd og samfélög,“ skrifar Chanel í upphafi nýjasta pistilsins. Þar deilir hún upplifun sinni af því að klippa af sér hárið en Lífið á Vísi fékk góðfúslegt leyfi frá Chanel til að skrifa hluta af honum upp. „Það er rúmlega mánuður síðan að ég fór á hárgreiðslustofu hér í London, horfði á hárgreiðslukonuna og sagði „I want to do a big chop“. Sekúndum seinna byrjuðu tár að streyma niður kinnarnar mínar. Ég réði engan veginn við mig, og kom varla orði að í gegnum tárin. Svo snéri hin hárgreiðslukonan á stofunni við, og kúnninn hennar líka. Og allt í einu voru þrjár manneskjur starandi á mig, hágrátandi, yfir klippingu.“ Chanel Björk lét klippa sig stutt og var hárgreiðslustofuferðin sannarlega eftirminnileg. Aðsend Ákveðin í að endurnýja hárið Chanel segir að þegar hún áttaði sig á því að hún væri stödd á hárgreiðslustofu en ekki hjá sálfræðingi hafi hún náð að draga inn djúpa andann og biðjast afsökunar eins og iðulega er gert í Bretlandi. „Það er svo fyndið, bæði í Bretlandi og á Íslandi þá vekur það svo mikil óþægindi hjá fólki þegar aðrir gráta í kringum mann. Það fer allt í panikk. Ég fann það að hárgreiðslukonan mín var ekki að búast við þessu þegar ég settist í stólinn og hin hljóp til að ná í tissue fyrir mig, á meðan að kúnninn hennar horfði á mig með vorkunnarsvip. Allt saman átti þetta sér stað vegna þess að ég hafði ákeðið, eftir íhugun í dágóðan tíma, að klippa hárið mitt stutt. Ég vildi ekki krúnuraka mig, en ég vildi hafa það mjög stutt. Mig langaði til að endurnýja hárið mitt, eftir mörg ár af stanslausri baráttu við krullurnar mínar, og leyfa þeim að vaxa upp nýtt. Heilbrigðari og jafnvel fallegri. Ég sá það og sé það ennþá hvernig krullurnar mínar verða þegar þær hafa vaxið aftur - endurnærðar og ferskar, eða það vona ég að minnsta kosti.“ Chanel finnur fyrir miklu frelsi með stutta hárið þrátt fyrir að því hafi fylgt flóknar tilfinningar.Aðsend Skaðlegar fegurðarstaðalímyndir samfélagsins Að sögn Chanel vísar Big chop í hefð í hármenningu svartra kvenna, sem klippa hárið sitt alveg stutt til að losa sig við óheilbrigt hár sem hefur skemmst vegna hita (heat-damage), eða sléttunarmeðferðir (relaxer). „Og í raun bara stanslaus afskipti af hárinu okkar til að temja það að fegurðarstaðalímyndum samfélagsins.“ Hún sýndi þá hárgreiðslukonunni myndir af Hollywood stjörnunni Halle Berry og stutthærðri skvísu af Instagram og segist hafa fengið undarleg viðbrögð frá hárgreiðslukonunni sem var í smá sjokki yfir því hve stutt hún vildi klippa það. Hún hafi nú þegar verið grátandi og hún hefði því búist við því að hárgreiðslukonan gæti verið smávegis hvetjandi. „Einhvern veginn bjóst ég við því að hún væri alltaf að fá kúnna til sín sem voru í miklu uppnámi yfir hárinu sínu. Það helltust yfir mig efasemdir - á ég nokkuð að vera að gera þetta? Langar mig þetta virkilega? Mun þetta fara mér? Verð ég ekki bara eins og ungur strákur? Mun kærastanum mínum finnast ég sæt?“ Chanel er búsett í London og er í meistaranámi í Postcolonial-fræðum.Aðsend Frelsandi og gæti ekki mælt meira með Chanel er í námi í nýlendufræðum eða Postcolonial-fræðum í Bretlandi. „Þrátt fyrir að hafa lesið svo margt um valdaójafnvægið sem vestrænar eða evrópskar staðalímyndir skapa (þá sérstaklega í tilliti til kyns, kynþáttar, kynhneigðar o.s.frv), þá á ég enn svo langt í land með því að afgera allar þær hugmyndir sem samfélagið hefur kennt mér. Hugmyndir um hvernig ég skal haga mér sem konu. Hugmyndir um það hver ég er sem svört kona. Hugmyndir um hvernig ég fæ samþykki í samfélaginu, með því að aðlaga útlit mitt að þessum ómögulegu staðalímyndum. Ég held mögulega að mér hafi fundist svo erfitt að klippa hárið mitt stutt, því þetta var í fyrsta skipti í langan tíma sem ég var að fara á móti ríkjandi hugmyndum um það sem er þótt fallegt. Ég gerði þetta fyrir sjálfa mig, ekki fyrir augu karlmanna eða augu hvítra… heldur fyrir mig. Hversu frelsandi. Ég get ekki mælt meira með því. Það ættu öll að prófa það einhverntímann að ögra ríkjandi hugmyndum samfélagsins, hverjum er ekki sama,“ skrifar Chanel að lokum en hér má lesa allan pistilinn í heild sinni. Hár og förðun Fjölmenning Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Sjá meira
Tárin streymdu niður á hárgreiðslustofunni Chanel Björk er búsett í London og heldur uppi nýrri bloggsíðu þar sem hún skrifar ýmsar hugleiðingar. „Audre Lorde skrifaði árið 1977 „Þögnin þín mun ekki vernda þig“. Því ætla ég að fylgja hennar orðum, og mun skrifa hér um hluti sem ég þori stundum ekki að deila með öðrum – um uppruna, sjálfsmynd og samfélög,“ skrifar Chanel í upphafi nýjasta pistilsins. Þar deilir hún upplifun sinni af því að klippa af sér hárið en Lífið á Vísi fékk góðfúslegt leyfi frá Chanel til að skrifa hluta af honum upp. „Það er rúmlega mánuður síðan að ég fór á hárgreiðslustofu hér í London, horfði á hárgreiðslukonuna og sagði „I want to do a big chop“. Sekúndum seinna byrjuðu tár að streyma niður kinnarnar mínar. Ég réði engan veginn við mig, og kom varla orði að í gegnum tárin. Svo snéri hin hárgreiðslukonan á stofunni við, og kúnninn hennar líka. Og allt í einu voru þrjár manneskjur starandi á mig, hágrátandi, yfir klippingu.“ Chanel Björk lét klippa sig stutt og var hárgreiðslustofuferðin sannarlega eftirminnileg. Aðsend Ákveðin í að endurnýja hárið Chanel segir að þegar hún áttaði sig á því að hún væri stödd á hárgreiðslustofu en ekki hjá sálfræðingi hafi hún náð að draga inn djúpa andann og biðjast afsökunar eins og iðulega er gert í Bretlandi. „Það er svo fyndið, bæði í Bretlandi og á Íslandi þá vekur það svo mikil óþægindi hjá fólki þegar aðrir gráta í kringum mann. Það fer allt í panikk. Ég fann það að hárgreiðslukonan mín var ekki að búast við þessu þegar ég settist í stólinn og hin hljóp til að ná í tissue fyrir mig, á meðan að kúnninn hennar horfði á mig með vorkunnarsvip. Allt saman átti þetta sér stað vegna þess að ég hafði ákeðið, eftir íhugun í dágóðan tíma, að klippa hárið mitt stutt. Ég vildi ekki krúnuraka mig, en ég vildi hafa það mjög stutt. Mig langaði til að endurnýja hárið mitt, eftir mörg ár af stanslausri baráttu við krullurnar mínar, og leyfa þeim að vaxa upp nýtt. Heilbrigðari og jafnvel fallegri. Ég sá það og sé það ennþá hvernig krullurnar mínar verða þegar þær hafa vaxið aftur - endurnærðar og ferskar, eða það vona ég að minnsta kosti.“ Chanel finnur fyrir miklu frelsi með stutta hárið þrátt fyrir að því hafi fylgt flóknar tilfinningar.Aðsend Skaðlegar fegurðarstaðalímyndir samfélagsins Að sögn Chanel vísar Big chop í hefð í hármenningu svartra kvenna, sem klippa hárið sitt alveg stutt til að losa sig við óheilbrigt hár sem hefur skemmst vegna hita (heat-damage), eða sléttunarmeðferðir (relaxer). „Og í raun bara stanslaus afskipti af hárinu okkar til að temja það að fegurðarstaðalímyndum samfélagsins.“ Hún sýndi þá hárgreiðslukonunni myndir af Hollywood stjörnunni Halle Berry og stutthærðri skvísu af Instagram og segist hafa fengið undarleg viðbrögð frá hárgreiðslukonunni sem var í smá sjokki yfir því hve stutt hún vildi klippa það. Hún hafi nú þegar verið grátandi og hún hefði því búist við því að hárgreiðslukonan gæti verið smávegis hvetjandi. „Einhvern veginn bjóst ég við því að hún væri alltaf að fá kúnna til sín sem voru í miklu uppnámi yfir hárinu sínu. Það helltust yfir mig efasemdir - á ég nokkuð að vera að gera þetta? Langar mig þetta virkilega? Mun þetta fara mér? Verð ég ekki bara eins og ungur strákur? Mun kærastanum mínum finnast ég sæt?“ Chanel er búsett í London og er í meistaranámi í Postcolonial-fræðum.Aðsend Frelsandi og gæti ekki mælt meira með Chanel er í námi í nýlendufræðum eða Postcolonial-fræðum í Bretlandi. „Þrátt fyrir að hafa lesið svo margt um valdaójafnvægið sem vestrænar eða evrópskar staðalímyndir skapa (þá sérstaklega í tilliti til kyns, kynþáttar, kynhneigðar o.s.frv), þá á ég enn svo langt í land með því að afgera allar þær hugmyndir sem samfélagið hefur kennt mér. Hugmyndir um hvernig ég skal haga mér sem konu. Hugmyndir um það hver ég er sem svört kona. Hugmyndir um hvernig ég fæ samþykki í samfélaginu, með því að aðlaga útlit mitt að þessum ómögulegu staðalímyndum. Ég held mögulega að mér hafi fundist svo erfitt að klippa hárið mitt stutt, því þetta var í fyrsta skipti í langan tíma sem ég var að fara á móti ríkjandi hugmyndum um það sem er þótt fallegt. Ég gerði þetta fyrir sjálfa mig, ekki fyrir augu karlmanna eða augu hvítra… heldur fyrir mig. Hversu frelsandi. Ég get ekki mælt meira með því. Það ættu öll að prófa það einhverntímann að ögra ríkjandi hugmyndum samfélagsins, hverjum er ekki sama,“ skrifar Chanel að lokum en hér má lesa allan pistilinn í heild sinni.
Hár og förðun Fjölmenning Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Sjá meira