„Gott veður alls staðar á sunnudag og mánudag“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2024 12:57 Egilsstaðir í blíðviðri, en slíku er einmitt spáð þar um helgina. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir talsverða vætu á vesturhluta landsins næstu daga. Á Norðaustur- og Austurlandi verður hins vegar þurrt, bjart og hlýtt. Um og eftir helgi er útlit fyrir prýðisveður víðast hvar um landið. Um helgina er spáð 25 stiga hita á Egilsstöðum. Það er fátt sem á hug og hjörtu Íslendinga á sumrin eins og veðrið. Í veðurmálum næstu daga er það helst að frétta að sunnan- og suðvestanáttir munu færa íbúum á vesturhluta landsins talsverða úrkomu. „En bara þurrt, bjart og hlýtt á Norðaustur- og Austurhluta landsins,“ segir Kristín Hermannsdóttir, fagstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands. Úrkoman fylgi hlýja loftinu sem komi að sunnan til að byrja með. „Sérstaklega á fimmtudag og föstudag á vesturhluta landsins, en hlýja landið fer svo yfir allt land. Þannig að það verður hlýtt um allt land um helgina.“ Dæmigert sumar Ef fólk líti svo á að hlýjasta veðrið sé besta veðrið, þá verði það að finna á Norðaustur- og Austurlandi, en 25 gráðu hita er spáð á Egilsstöðum á laugardag. „Sérstaklega núna á laugardag og sunnudag, en það verður gott veður alls staðar á sunnudag og mánudag, sýnist mér á öllu,“ segir Kristín. Án þess að fara í beinan samanburð við fyrri ár segir Kristín veðrið nokkuð dæmigert. „Sumrin á Íslandi hafa nú alltaf verið svona. Einhver væta og svo hafa komið einhver góðir kaflar inni á milli. Ég held að þetta verði nú ekkert öðruvísi en það.“ Lítið þýði að líta til langtímaveðurspár, til að mynda fyrir ágústmánuð. „Við erum bara að fylgjast með frá degi til dags, og spáin næstu fimm daga er yfirleitt nóg fyrir veðurfræðing á vakt eða veðurfræðing í sjónvarpi.“ Veður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Það er fátt sem á hug og hjörtu Íslendinga á sumrin eins og veðrið. Í veðurmálum næstu daga er það helst að frétta að sunnan- og suðvestanáttir munu færa íbúum á vesturhluta landsins talsverða úrkomu. „En bara þurrt, bjart og hlýtt á Norðaustur- og Austurhluta landsins,“ segir Kristín Hermannsdóttir, fagstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands. Úrkoman fylgi hlýja loftinu sem komi að sunnan til að byrja með. „Sérstaklega á fimmtudag og föstudag á vesturhluta landsins, en hlýja landið fer svo yfir allt land. Þannig að það verður hlýtt um allt land um helgina.“ Dæmigert sumar Ef fólk líti svo á að hlýjasta veðrið sé besta veðrið, þá verði það að finna á Norðaustur- og Austurlandi, en 25 gráðu hita er spáð á Egilsstöðum á laugardag. „Sérstaklega núna á laugardag og sunnudag, en það verður gott veður alls staðar á sunnudag og mánudag, sýnist mér á öllu,“ segir Kristín. Án þess að fara í beinan samanburð við fyrri ár segir Kristín veðrið nokkuð dæmigert. „Sumrin á Íslandi hafa nú alltaf verið svona. Einhver væta og svo hafa komið einhver góðir kaflar inni á milli. Ég held að þetta verði nú ekkert öðruvísi en það.“ Lítið þýði að líta til langtímaveðurspár, til að mynda fyrir ágústmánuð. „Við erum bara að fylgjast með frá degi til dags, og spáin næstu fimm daga er yfirleitt nóg fyrir veðurfræðing á vakt eða veðurfræðing í sjónvarpi.“
Veður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira