Sandra mætir sjóðheit: „Treysti Steina algjörlega til að taka þessar ákvarðanir“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 13:33 Sandra María Jessen var mætt á landsliðsæfingu í morgun, á Laugardalsvelli, þar sem Ísland mætir stórliði Þýskalands á föstudag. Stöð 2/Bjarni Sandra María Jessen mætir stútfull sjálfstrausts í komandi landsleiki við Þýskaland og Pólland í undankeppni EM í fótbolta. Þetta eru síðustu leikirnir í undankeppninni og Ísland getur á föstudag tryggt sér sæti á EM í Sviss næsta sumar. Ísland tekur á móti Þýskalandi á Laugardalsvelli á föstudaginn og mögulega verður EM-sæti fagnað um kvöldið. Stöðuna í riðlinum má sjá hér. Sandra María skoraði þrennu í Laugardalnum á sunnudaginn, í sigri Þórs/KA á Þrótti, og hefur farið algjörlega á kostum í Bestu deildinni í sumar, með 15 mörk í 12 leikjum. Hún segist þó enga kröfu gera um að Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari stilli henni upp framarlega gegn Þýskalandi á föstudaginn: „Ég kem klárlega fersk og það er mjög gott að vera búin að spila mikið af leikjum. Auðvitað fylgir því ákveðið álag en það er gott að spila og maður vill það. Vonandi getur maður nýtt það sem er að ganga vel í deildinni og tekið það með sér inn í verkefnið með landsliðinu. Ég treysti Steina algjörlega til að taka þessar ákvarðanir [um hvort að hún spili frammi]. Það hvort maður spilar eða ekki er allt undir honum komið. Maður treystir þeim ákvörðunum sem hann tekur, og þá einnig hvort maður spilar sem bakvörður eða á kanti. Þetta er allt sama íþróttin og maður tekur því sem kemur,“ segir Sandra María sem var á æfingu landsliðsins í morgun. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sandra María ætlar að koma Íslandi á EM Ísland er sem fyrr segir einum sigri frá því að tryggja sér sæti á EM: „Það er ekkert leyndarmál að við ætlum að nýta þennan glugga til að tryggja okkur inn á EM. Við förum inn í leikinn á föstudaginn fullar af sjálfstrausti og vonandi náum við að klára dæmið þar. Liðið er í góðu standi, leikmenn líta vel út og það er alltaf stemning þegar hópurinn kemur saman. Við höfum fulla trú á þessu,“ segir Sandra María. Hún kom inn á sem varamaður þegar Ísland spilaði útileikinn við Þýskaland, í apríl, en þar unnu Þjóðverjar 3-1 sigur eftir flotta frammistöðu íslenska liðsins: „Við erum búnar að spila svolítið oft við þær núna undanfarið svo við vitum hverjum við erum að mæta. Við þekkjum vel styrkleikana og veikleikana, hvar við ætlum að sækja og nýta þeirra veikleika, og ég er klárlega bjartsýn. Þær þýsku vita að leikirnir við okkar eru alltaf hörkuleikir, við munum bjóða þeim alvöru baráttu og stefnum bara á sigur.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 16:15 á föstudaginn, á Laugardalsvelli. Miðasala er á tix.is. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira
Ísland tekur á móti Þýskalandi á Laugardalsvelli á föstudaginn og mögulega verður EM-sæti fagnað um kvöldið. Stöðuna í riðlinum má sjá hér. Sandra María skoraði þrennu í Laugardalnum á sunnudaginn, í sigri Þórs/KA á Þrótti, og hefur farið algjörlega á kostum í Bestu deildinni í sumar, með 15 mörk í 12 leikjum. Hún segist þó enga kröfu gera um að Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari stilli henni upp framarlega gegn Þýskalandi á föstudaginn: „Ég kem klárlega fersk og það er mjög gott að vera búin að spila mikið af leikjum. Auðvitað fylgir því ákveðið álag en það er gott að spila og maður vill það. Vonandi getur maður nýtt það sem er að ganga vel í deildinni og tekið það með sér inn í verkefnið með landsliðinu. Ég treysti Steina algjörlega til að taka þessar ákvarðanir [um hvort að hún spili frammi]. Það hvort maður spilar eða ekki er allt undir honum komið. Maður treystir þeim ákvörðunum sem hann tekur, og þá einnig hvort maður spilar sem bakvörður eða á kanti. Þetta er allt sama íþróttin og maður tekur því sem kemur,“ segir Sandra María sem var á æfingu landsliðsins í morgun. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sandra María ætlar að koma Íslandi á EM Ísland er sem fyrr segir einum sigri frá því að tryggja sér sæti á EM: „Það er ekkert leyndarmál að við ætlum að nýta þennan glugga til að tryggja okkur inn á EM. Við förum inn í leikinn á föstudaginn fullar af sjálfstrausti og vonandi náum við að klára dæmið þar. Liðið er í góðu standi, leikmenn líta vel út og það er alltaf stemning þegar hópurinn kemur saman. Við höfum fulla trú á þessu,“ segir Sandra María. Hún kom inn á sem varamaður þegar Ísland spilaði útileikinn við Þýskaland, í apríl, en þar unnu Þjóðverjar 3-1 sigur eftir flotta frammistöðu íslenska liðsins: „Við erum búnar að spila svolítið oft við þær núna undanfarið svo við vitum hverjum við erum að mæta. Við þekkjum vel styrkleikana og veikleikana, hvar við ætlum að sækja og nýta þeirra veikleika, og ég er klárlega bjartsýn. Þær þýsku vita að leikirnir við okkar eru alltaf hörkuleikir, við munum bjóða þeim alvöru baráttu og stefnum bara á sigur.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 16:15 á föstudaginn, á Laugardalsvelli. Miðasala er á tix.is.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira