„Það vita þetta allir í liðinu að hann er sterkastur þarna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 10:01 Viktor Jónsson dansaði þegar fernan var í höfn. Stöð 2 Sport Viktor Jónsson skoraði fernu í sigri Skagamanna á HK í síðasta leik og er markahæsti leikmaður Bestu deildar karla með tólf mörk í fyrstu þrettán umferðunum. Stúkan ræddi frammistöðu Viktors og fór yfir mörkin hans á tímabilinu. „Viktor Jónsson er stjarna liðsins og það þarf ekkert að deila um það. Maðurinn er sjóðandi og gerði að sjálfsögðu fjögur mörk í þessum leik,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar í upphaf umræðunnar um Viktor. „Gæinn sem margir töluðu um fyrir mót af því að hann hafði ekki skorað að neinu ráði í efstu deild fram að þessu móti. Þess voru einhverjir að fullyrða það að hann gæti það ekki,“ sagði Guðmundur. Viktor hefur heldur betur breytt umræðunni um sig og þeim kenningum að hann geti ekki skorað í Bestu deildinni. Búið að kveikja á honum „Hann kominn með sjö mörk bara á móti HK í sumar,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni. „Hann er kominn með 31 mark í efstu deild og tólf af þeim komu í sumar. Það er búið að kveikja á honum. Þetta hefur ekki alveg dottið fyrir hann og hann hefur líka verið að glíma við meiðsli,“ sagði Albert. Viktor Jónsson skoraði sjö mörk á móti HK í sumar.Vísir/Anton Brink Albert er á því að þrenna hans á móti HK í fyrri umferðinni hafi kveikt almennilega á honum. Hjálpar það að hafa skorað yfir tuttugu í Lengjunni? „Hann hefur skorað 22 mörk í Lengjudeildinni og 21 mark í Lengjudeildinni. Hjálpar það í að reyna að ná þessu markameti að hann hafi í raun skorað fleiri mörk á einu tímabili þótt það sé ekki í þessari deild,“ spurði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni. „Ég myndi halda það,“ sagði Guðmundur. Markametið er nítján mörk og vantar Viktori bara sjö mörk til að jafna það. ÍA á fjórtán leiki eftir á Íslandsmótinu. „Styrkleiki hans er fyrir mér að fá fyrirgjafir. Hann er ofboðslega sterkur í loftinu og inn í teignum. Mér finnst eins og Jón Þór [Hauksson, þjálfari ÍA] hreinlega bara setji leikina upp þannig,“ sagði Guðmundur. Fær góða þjónustu „Johannes Vall veit af þessu, Jón Gísli [Gíslason] veit af þessu. Það vita þetta allir í liðinu að hann er sterkastur þarna og það er verið að fæða hann,“ sagði Guðmundur. Það má sjá alla umræðuna um Viktor hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan ræðir heitasta sóknarmann Bestu deildarinnar Besta deild karla Stúkan ÍA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Viktor Jónsson er stjarna liðsins og það þarf ekkert að deila um það. Maðurinn er sjóðandi og gerði að sjálfsögðu fjögur mörk í þessum leik,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar í upphaf umræðunnar um Viktor. „Gæinn sem margir töluðu um fyrir mót af því að hann hafði ekki skorað að neinu ráði í efstu deild fram að þessu móti. Þess voru einhverjir að fullyrða það að hann gæti það ekki,“ sagði Guðmundur. Viktor hefur heldur betur breytt umræðunni um sig og þeim kenningum að hann geti ekki skorað í Bestu deildinni. Búið að kveikja á honum „Hann kominn með sjö mörk bara á móti HK í sumar,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni. „Hann er kominn með 31 mark í efstu deild og tólf af þeim komu í sumar. Það er búið að kveikja á honum. Þetta hefur ekki alveg dottið fyrir hann og hann hefur líka verið að glíma við meiðsli,“ sagði Albert. Viktor Jónsson skoraði sjö mörk á móti HK í sumar.Vísir/Anton Brink Albert er á því að þrenna hans á móti HK í fyrri umferðinni hafi kveikt almennilega á honum. Hjálpar það að hafa skorað yfir tuttugu í Lengjunni? „Hann hefur skorað 22 mörk í Lengjudeildinni og 21 mark í Lengjudeildinni. Hjálpar það í að reyna að ná þessu markameti að hann hafi í raun skorað fleiri mörk á einu tímabili þótt það sé ekki í þessari deild,“ spurði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni. „Ég myndi halda það,“ sagði Guðmundur. Markametið er nítján mörk og vantar Viktori bara sjö mörk til að jafna það. ÍA á fjórtán leiki eftir á Íslandsmótinu. „Styrkleiki hans er fyrir mér að fá fyrirgjafir. Hann er ofboðslega sterkur í loftinu og inn í teignum. Mér finnst eins og Jón Þór [Hauksson, þjálfari ÍA] hreinlega bara setji leikina upp þannig,“ sagði Guðmundur. Fær góða þjónustu „Johannes Vall veit af þessu, Jón Gísli [Gíslason] veit af þessu. Það vita þetta allir í liðinu að hann er sterkastur þarna og það er verið að fæða hann,“ sagði Guðmundur. Það má sjá alla umræðuna um Viktor hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan ræðir heitasta sóknarmann Bestu deildarinnar
Besta deild karla Stúkan ÍA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira