Uppáhalds kjúklingasalatið með sætum kartöflum og döðlum
Hráefni:
800 g kjúklingalæri
Kjúklingakryddblanda
Ein meðalstór sæt kartafla
1 msk ólífu olía
U.þ.b. 100 g salatblanda eða romain salat
Eitt stk mangó
Eitt stk rauð paprika
1/2 agúrka
250 g litlir tómatar
1 dl saxaðar döðlur
1 msk furuhnetur
Sæt sinnepssósa:
1 dl mæjónes
2 tsk Mielle hunangs dijon sinnep
Safi úr 1/2 sítrónu
1 stk hvítlauksgeiri
1 msk ferskt oreganó eða 1 tsk þurrkað oregano krydd
Salt og pipar
Aðferð:
Byrjið á því að krydda kjúklingalærin vel. Mér finnst best að grilla kjúklingalærin en það er líka hægt að baka þau inn í ofni við 200°C, undir og yfir hita, í 30 mín eða þar til þau eru elduð í gegn.
Flysjið sætu kartöfluna og skerið í bita. Raðið í eldfast mót og setjið ölítið af ólífu olíu og salti yfir. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 25 mín eða þar til mjúkar í gegn.
Útbúið sósuna á meðan kjúklingurinn og sætu kartöflurnar eldast.
Setjið mæjónesið í skál ásamt hunangs dijon sinnepi, sítrónu safa. Rífið hvítlauksgeirann út í kryddið með oreganó, salti og pipar. Hrærið öllu saman.
Skerið salatið, paprikuna, agúrkuna, og tómatana í bita og setjið í skálina ásamt döðlum og sætu kartöflubitunum
Hellið sósunni út á salatið og blandið vel saman. Setjið salatið á fallegan disk og dreifið furuhnetunum yfir. Skerið kjúklingalærin niður og raðið þeim ofan á salatið.