Bellingham líklega á leið í aðgerð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2024 11:01 Jude Bellingham finnur vel fyrir axlarmeiðslunum en fari hann í aðgerð missir hann af tveimur fyrstu mánuðum næsta tímabils. Getty/Robbie Jay Barratt Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham gengur ekki alveg heill til skógar og hefur ekki gert það síðan í nóvember á síðasta ári. Bellingham og félagar í enska landsliðinu eru nú aðeins einum leik frá fyrsta stóra titli Englendinga frá árinu 1966 og enska liðið þarf á góðum leik frá honum að halda til að landa titlinum um helgina. Bellingham hefur glímt við axlarmeiðsli í meira en sex mánuði og spænski miðilinn Relevo segir að hann gæti þurft að fara í aðgerð eftir Evrópumótið. Bellingham meiddist á öxl í leik á móti Rayo Vallecano 5. nóvember síðastliðinn. Hann hefur spilað í gegnum meiðsli í allan þennan tíma en Relevo segir að hann finni enn vel fyrir þessu. Reminder: Jude Bellingham has been nursing a shoulder injury, which will require surgery, since November - it won't stop him playing for #RealMadrid in the #UCLFinal.pic.twitter.com/dcsJzNx6ue— Football España (@footballespana_) June 1, 2024 Real Madrid mun skoða leikmanninn betur eftir úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. Þá verður tekin ákvörðun um aðgerð sem myndi þýða að Bellingham missir af fyrstu tveimur mánuðum næsta tímabils. Á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid þá vann Bellingham Meistaradeildina og spænsku deildina með Real Madrid. Hinn 21 árs gamli Bellingham var með 23 mörk og 13 stoðsendingar á tímabilinu. Hann gæti síðan bætt Evrópumeistaratitli við um helgina og væri þá örugglega búinn að taka forystuna í keppninni um næsta Gullhnött, Ballon d'Or. Bellingham missti af tveimur leikjum vegna meiðslanna. Hann var þá kominn með 14 mörk og 4 stoðsendingar í fyrstu þrettán leikjunum í deild og Meistaradeild. Eftir meiðslin þá bætti hann „bara“ við 10 mörkum og 8 stoðsendingum í 26 leikjum í deild og Meistaradeild. 🚨If Jude Bellingham does the shoulder surgery to permanently fix his injury, he will be OUT for atleast two months. @JorgeCPicon pic.twitter.com/vtvtXMQpQu— Madrid Zone (@theMadridZone) July 11, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Íslenski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Sjá meira
Bellingham og félagar í enska landsliðinu eru nú aðeins einum leik frá fyrsta stóra titli Englendinga frá árinu 1966 og enska liðið þarf á góðum leik frá honum að halda til að landa titlinum um helgina. Bellingham hefur glímt við axlarmeiðsli í meira en sex mánuði og spænski miðilinn Relevo segir að hann gæti þurft að fara í aðgerð eftir Evrópumótið. Bellingham meiddist á öxl í leik á móti Rayo Vallecano 5. nóvember síðastliðinn. Hann hefur spilað í gegnum meiðsli í allan þennan tíma en Relevo segir að hann finni enn vel fyrir þessu. Reminder: Jude Bellingham has been nursing a shoulder injury, which will require surgery, since November - it won't stop him playing for #RealMadrid in the #UCLFinal.pic.twitter.com/dcsJzNx6ue— Football España (@footballespana_) June 1, 2024 Real Madrid mun skoða leikmanninn betur eftir úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. Þá verður tekin ákvörðun um aðgerð sem myndi þýða að Bellingham missir af fyrstu tveimur mánuðum næsta tímabils. Á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid þá vann Bellingham Meistaradeildina og spænsku deildina með Real Madrid. Hinn 21 árs gamli Bellingham var með 23 mörk og 13 stoðsendingar á tímabilinu. Hann gæti síðan bætt Evrópumeistaratitli við um helgina og væri þá örugglega búinn að taka forystuna í keppninni um næsta Gullhnött, Ballon d'Or. Bellingham missti af tveimur leikjum vegna meiðslanna. Hann var þá kominn með 14 mörk og 4 stoðsendingar í fyrstu þrettán leikjunum í deild og Meistaradeild. Eftir meiðslin þá bætti hann „bara“ við 10 mörkum og 8 stoðsendingum í 26 leikjum í deild og Meistaradeild. 🚨If Jude Bellingham does the shoulder surgery to permanently fix his injury, he will be OUT for atleast two months. @JorgeCPicon pic.twitter.com/vtvtXMQpQu— Madrid Zone (@theMadridZone) July 11, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Íslenski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Sjá meira