Óttast að olíufélögin hækki álagningu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 21:22 Runólfur segir að sterkt aðhald þurfi gagnvart því að álagning á bensín og olíu hækki ekki, þegar bensín- og díselskattar verða felldir brott á næsta ári. Ívar Fannar/Vilhelm Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að sterkt aðhald þurfi gagnvart því að tryggja að álagning á eldsneyti hækki ekki þegar bensín- og díselgjöld verða afnumin á næsta ári. Til stendur að leggja kílómetragjald á bensín- og díselbíla á næsta ári, en fella brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við kaup á jarðefnaeldsneyti. Í frumvarpsdrögunum stendur einnig til að hækka kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla. „Þetta er kerfisbreyting sem við höfum verið talsmenn fyrir, að fara í svona kílómetragjald af ökutækjum. Við teljum eðlilegt að það sé greitt fyrir notkun með þeim hætti,“ segir Runólfur. Félagið hafi hins vegar gagnrýnt fyrirkomulagið sem tekið var upp í ár með rafbíla, tengiltvinnbíla og vetnisbíla, þar sem eitt fast gjald var lagt á raf- og vetnisbíla, og annað á tengiltvinnbíla. „Við töldum að það ætti að taka mið af þyngd ökutækja, út frá meðal annars vegsliti og slíku,“ segir Runólfur. Í frumvarpsdrögunum standi til að leggja fast gjald á alla bíla undir 3.500 kílóum, sem hann telur ekki góða pólisíu. Hann var gestur í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hefur áhyggjur af því að álagning olíufélaganna aukist „Svo höfum við áhyggjur af því að það verði tilhneiging í þá átt að álagning olíufélaganna aukist. Þannig það þarf mjög sterkt aðhald gagnvart því að tryggja að það sé ekki verið að nota þessar aðferðir til að hækka álagningu á eldsneyti,“ segir Runólfur. Í dag séu skattar eins og bensín- og olíugjöld, hátt hlutfall af verði eldsneytisins. „Það á að afnema þau og þá er hættan sú að það smyrjist eitthvað af því út í verðlagið áfram, lækkunin verði ekki sem skyldi,“ segir Runólfur. Almenn hækkun á gjöldum fyrir bensín- og díselbíla Runólfur segir að lesa megi úr frumvarpsdrögunum að áætlað sé að hækka verulega kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla. Útlit sé fyrir að á næsta ári verði almenn hækkun á gjöldum fyrir þannig bíla. Einnig leiki vafi á því hvernig gjaldið komi til með að leggjast á þyngri bílana, flutningabílana. Hann segir að þessir vörubílar slíti vegunum margfalt á við hefðbundna fólksbíla, en í drögunum sé ýjað að því að fara eigi út í kerfi sem tekur sanngjarnari skatt af þessum ökutækjum. Það eigi því eftir að koma í ljós hver áhrifin verða af þessu fyrirkomulagi á landsbyggðina. Útlit sé fyrir að hækkun verði á þjónustugjöldum í hinum dreifðu byggðum. Bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. 11. júlí 2024 18:50 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Sjá meira
„Þetta er kerfisbreyting sem við höfum verið talsmenn fyrir, að fara í svona kílómetragjald af ökutækjum. Við teljum eðlilegt að það sé greitt fyrir notkun með þeim hætti,“ segir Runólfur. Félagið hafi hins vegar gagnrýnt fyrirkomulagið sem tekið var upp í ár með rafbíla, tengiltvinnbíla og vetnisbíla, þar sem eitt fast gjald var lagt á raf- og vetnisbíla, og annað á tengiltvinnbíla. „Við töldum að það ætti að taka mið af þyngd ökutækja, út frá meðal annars vegsliti og slíku,“ segir Runólfur. Í frumvarpsdrögunum standi til að leggja fast gjald á alla bíla undir 3.500 kílóum, sem hann telur ekki góða pólisíu. Hann var gestur í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hefur áhyggjur af því að álagning olíufélaganna aukist „Svo höfum við áhyggjur af því að það verði tilhneiging í þá átt að álagning olíufélaganna aukist. Þannig það þarf mjög sterkt aðhald gagnvart því að tryggja að það sé ekki verið að nota þessar aðferðir til að hækka álagningu á eldsneyti,“ segir Runólfur. Í dag séu skattar eins og bensín- og olíugjöld, hátt hlutfall af verði eldsneytisins. „Það á að afnema þau og þá er hættan sú að það smyrjist eitthvað af því út í verðlagið áfram, lækkunin verði ekki sem skyldi,“ segir Runólfur. Almenn hækkun á gjöldum fyrir bensín- og díselbíla Runólfur segir að lesa megi úr frumvarpsdrögunum að áætlað sé að hækka verulega kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla. Útlit sé fyrir að á næsta ári verði almenn hækkun á gjöldum fyrir þannig bíla. Einnig leiki vafi á því hvernig gjaldið komi til með að leggjast á þyngri bílana, flutningabílana. Hann segir að þessir vörubílar slíti vegunum margfalt á við hefðbundna fólksbíla, en í drögunum sé ýjað að því að fara eigi út í kerfi sem tekur sanngjarnari skatt af þessum ökutækjum. Það eigi því eftir að koma í ljós hver áhrifin verða af þessu fyrirkomulagi á landsbyggðina. Útlit sé fyrir að hækkun verði á þjónustugjöldum í hinum dreifðu byggðum.
Bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. 11. júlí 2024 18:50 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Sjá meira
Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. 11. júlí 2024 18:50
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent