Stelpurnar á Símamótinu fengu þakkarkveðju frá landsliðskonunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 10:03 Íslensku landsliðskonurnar þakka áhorfendum fyrir stuðninginn á föstudaginn. Vísir/Anton Brink Ísland vann 3-0 sigur á stórliði Þýskalands í undankeppni EM á föstudaginn og það fór ekki fram hjá neinum að stelpurnar á Símamóti Breiðabliks fjölmenntu í Laugardalinn. Hið gríðarlega vinsæla Símamót fer fram um helgina og þrátt fyrir að það væri blautt og svolítið kalt þá létu stelpurnar sig ekki vanta á Laugardalsvöllinn. Þær hvöttu íslenska landsliðið áfram allan tímann og fengu líka að launum frábæra frammistöðu frá fyrirmyndunum sínum. Íslenska liðið tryggði sér sæti á EM með sigrinum og verður því með á Evrópumótinu í Sviss næsta sumar. Hver veit nema að stór hluti af ungu stelpunum í stúkunni takist að plata foreldra sína til að eyða sumarfríinu sínu á EM í Sviss eftir ár. Ungar fótboltastelpur voru mjög áberandi í stúkunni.Vísir/Anton Brink Íslensku landsliðskonurnar voru líka mjög þakklátar fyrir stuðninginn. Þær sendu stelpunum á Símamótinu sérstaka þakkarkveðju á miðlum Knattspyrnusambandsins. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og einn markaskoraranna, Ingibjörg Sigurðardóttir, sáu um að senda kveðjuna. „Hæ stelpur. Takk kærlega fyrir stuðninginn í gær,“ sagði Karólína Lea. „Það var ótrúlega gott að hafa ykkur í stúkunni og við heyrðum í ykkur allan leikinn,“ bætti Glódís Perla við og Ingibjörg endaði kveðjuna: „Gangi ykkur ótrúlega vel í síðustu leikjunum um helgina,“ sagði Ingibjörg en það má sjá kveðjuna hér fyrir neðan. Þær veifuðu síðan allar þrjár og það er hægt að taka undir þessa kveðju. Stelpurnar okkar stóðu sig frábærlega inn á vellinum en framtíðarstelpurnar okkar í stúkunni áttu líka frábæran dag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Sjá meira
Hið gríðarlega vinsæla Símamót fer fram um helgina og þrátt fyrir að það væri blautt og svolítið kalt þá létu stelpurnar sig ekki vanta á Laugardalsvöllinn. Þær hvöttu íslenska landsliðið áfram allan tímann og fengu líka að launum frábæra frammistöðu frá fyrirmyndunum sínum. Íslenska liðið tryggði sér sæti á EM með sigrinum og verður því með á Evrópumótinu í Sviss næsta sumar. Hver veit nema að stór hluti af ungu stelpunum í stúkunni takist að plata foreldra sína til að eyða sumarfríinu sínu á EM í Sviss eftir ár. Ungar fótboltastelpur voru mjög áberandi í stúkunni.Vísir/Anton Brink Íslensku landsliðskonurnar voru líka mjög þakklátar fyrir stuðninginn. Þær sendu stelpunum á Símamótinu sérstaka þakkarkveðju á miðlum Knattspyrnusambandsins. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og einn markaskoraranna, Ingibjörg Sigurðardóttir, sáu um að senda kveðjuna. „Hæ stelpur. Takk kærlega fyrir stuðninginn í gær,“ sagði Karólína Lea. „Það var ótrúlega gott að hafa ykkur í stúkunni og við heyrðum í ykkur allan leikinn,“ bætti Glódís Perla við og Ingibjörg endaði kveðjuna: „Gangi ykkur ótrúlega vel í síðustu leikjunum um helgina,“ sagði Ingibjörg en það má sjá kveðjuna hér fyrir neðan. Þær veifuðu síðan allar þrjár og það er hægt að taka undir þessa kveðju. Stelpurnar okkar stóðu sig frábærlega inn á vellinum en framtíðarstelpurnar okkar í stúkunni áttu líka frábæran dag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland)
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Sjá meira