Árásin komi til með að auka stuðning við Trump Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. júlí 2024 14:00 Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir líklegt að árásin á Donald Trump muni hjálpa kosningabaráttu hans. AP/Vísir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, telur líklegt að morðtilræðið gegn Donald Trump í gærkvöldi komi til með að styrkja kosningabaráttu hans, að minnsta kosti til skemmri tíma. Atburðurinn komi til með að vekja ýmsar samsæriskenningar, en árásin hefur jafnframt vakið umræðu um öryggismál og spurningar um gæslu umhverfis forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum. „Manni bregður náttúrlega alltaf að sjá svona. Það er náttúrlega gríðarlegt ofbeldi í Bandaríkjunum með skotvopnum þannig að það er ástæða fyrir því að frambjóðendur eru með lífverði og öryggisgæslu í kringum sig,“ segir Silja Bára. Árásarmaðurinn sem skotinn var til bana á vettvangi er sagður hafa hleypt af byssunni af þaki byggingar skammt fyrir utan samkomusvæðið þar sem fjölmennur kosningafundur Trumps for fram í Pennsylvaníu í gær. „Mér skilst að þessi maður hafi verið utan öryggissvæðisins, það er að segja að hann hafi verið nógu langt í burtu til þess að hann hafi ekki verið búinn að fara í gegnum öryggisgæslu. Þannig þetta var ekki brestur í öryggiseftirlitinu á svæðinu sem að olli því að þetta gerðist. En þetta vekur alls konar spurningar,” segir Silja Bára. Hún telur ljóst að árásin komi til með að styrkja kosningabaráttu Trumps sem sækist eftir embætti forseta á ný í kosningunum í nóvember. „Ég held að þetta auki stuðning við Trump, að minnsta kosti til skemmri tíma. Að fólk muni horfa á þetta að það staðfesti orðræðu hans um að ríkið ógni honum, það sem hann kallar djúpríkið og allt þetta. Það byrjaði strax í nótt, Repúblikanar voru að kenna Biden og hans orðræðu um þetta atvik, þannig þeir reyna að snúa þessu þannig að þetta sé í raun Demókrötum að kenna,“ segir Silja Bára. Þetta komi til með að ýta undir alls konar samsæriskenningar. „Algjörlega. Og mjög mikilvægt í raun og veru að reyna að sporna við því og reyna að tryggja að þetta verði ekki til þess að auka enn meira á tortryggni almennings gagnvart stjórnvöldum.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Atburðurinn komi til með að vekja ýmsar samsæriskenningar, en árásin hefur jafnframt vakið umræðu um öryggismál og spurningar um gæslu umhverfis forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum. „Manni bregður náttúrlega alltaf að sjá svona. Það er náttúrlega gríðarlegt ofbeldi í Bandaríkjunum með skotvopnum þannig að það er ástæða fyrir því að frambjóðendur eru með lífverði og öryggisgæslu í kringum sig,“ segir Silja Bára. Árásarmaðurinn sem skotinn var til bana á vettvangi er sagður hafa hleypt af byssunni af þaki byggingar skammt fyrir utan samkomusvæðið þar sem fjölmennur kosningafundur Trumps for fram í Pennsylvaníu í gær. „Mér skilst að þessi maður hafi verið utan öryggissvæðisins, það er að segja að hann hafi verið nógu langt í burtu til þess að hann hafi ekki verið búinn að fara í gegnum öryggisgæslu. Þannig þetta var ekki brestur í öryggiseftirlitinu á svæðinu sem að olli því að þetta gerðist. En þetta vekur alls konar spurningar,” segir Silja Bára. Hún telur ljóst að árásin komi til með að styrkja kosningabaráttu Trumps sem sækist eftir embætti forseta á ný í kosningunum í nóvember. „Ég held að þetta auki stuðning við Trump, að minnsta kosti til skemmri tíma. Að fólk muni horfa á þetta að það staðfesti orðræðu hans um að ríkið ógni honum, það sem hann kallar djúpríkið og allt þetta. Það byrjaði strax í nótt, Repúblikanar voru að kenna Biden og hans orðræðu um þetta atvik, þannig þeir reyna að snúa þessu þannig að þetta sé í raun Demókrötum að kenna,“ segir Silja Bára. Þetta komi til með að ýta undir alls konar samsæriskenningar. „Algjörlega. Og mjög mikilvægt í raun og veru að reyna að sporna við því og reyna að tryggja að þetta verði ekki til þess að auka enn meira á tortryggni almennings gagnvart stjórnvöldum.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira