Ástand hinna særðu sagt stöðugt Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2024 23:53 Mynd af vettvangi í gær. AP Tveir karlmenn, einn á sextugsaldri og annar á áttræðisaldri, voru fluttir á sjúkrahús alvarlega særðir eftir skotárásina á kosningafundi Donalds Trump í gær, þegar einn lést og árásarmaðurinn var skotinn til bana. Ástand mannanna tveggja er sagt stöðugt. Málið er rannsakað sem morðtilræði en árásarmaðurinn hefur verið nafngreindur sem hinn tvítugi Thomas Matthew Crooks, frá Pennsylvaníu. Hann var skráður í Repúblikanaflokkinn, en er sagður hafa styrkt samtök hliðholl demókrötum um litla fjárhæð fyrir þremur árum. Hann mun hafa skotið ofan af þaki byggingar í um 130 metra fjarlægð frá Trump. Samkvæmt upplýsingum sem Reuters hefur frá Alríkislögreglunni var Crooks einn að verki. Enn sé ekki vitað til þess að hann hafi átt við andleg veikindi að stríða eða hvort hatursorðræðu sé að finna undir hans nafni á netinu. AP greinir frá því að mennirnir tveir sem særðust séu þeir David Dutch, 57 ára, og James Copenhaver, 74 ára. Sem fyrr segir er ástand þeirra stöðugt samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Pennsylvaníu. Hinn fimmtugi Corey Comperatore lét lífið í árásinni. Comperatore starfaði sem slökkviliðsmaður og eiginkona hans segir hann hafa fórnað lífi sínu með því að stökkva í veg fyrir fjölskylduna sína þegar skotunum var hleypt af á fundinum. Donald Trump hætti við að fresta landsfundi Repúblikanaflokksins vegna skotárásarinnar í gær. Trump var leiddur út af fundinum og fluttur á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn í eyrað. Til stóð að fresta fundinum fram á miðvikudag en samkvæmt áætlun fer fundurinn fram í Milwaukee í Wisconsin-ríki á morgun. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Málið er rannsakað sem morðtilræði en árásarmaðurinn hefur verið nafngreindur sem hinn tvítugi Thomas Matthew Crooks, frá Pennsylvaníu. Hann var skráður í Repúblikanaflokkinn, en er sagður hafa styrkt samtök hliðholl demókrötum um litla fjárhæð fyrir þremur árum. Hann mun hafa skotið ofan af þaki byggingar í um 130 metra fjarlægð frá Trump. Samkvæmt upplýsingum sem Reuters hefur frá Alríkislögreglunni var Crooks einn að verki. Enn sé ekki vitað til þess að hann hafi átt við andleg veikindi að stríða eða hvort hatursorðræðu sé að finna undir hans nafni á netinu. AP greinir frá því að mennirnir tveir sem særðust séu þeir David Dutch, 57 ára, og James Copenhaver, 74 ára. Sem fyrr segir er ástand þeirra stöðugt samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Pennsylvaníu. Hinn fimmtugi Corey Comperatore lét lífið í árásinni. Comperatore starfaði sem slökkviliðsmaður og eiginkona hans segir hann hafa fórnað lífi sínu með því að stökkva í veg fyrir fjölskylduna sína þegar skotunum var hleypt af á fundinum. Donald Trump hætti við að fresta landsfundi Repúblikanaflokksins vegna skotárásarinnar í gær. Trump var leiddur út af fundinum og fluttur á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn í eyrað. Til stóð að fresta fundinum fram á miðvikudag en samkvæmt áætlun fer fundurinn fram í Milwaukee í Wisconsin-ríki á morgun.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira