Veggmynd Guðsteins fer ekki fet Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. júlí 2024 13:58 Veggmyndin gefur skýrar og góðar leiðbeiningar um það, hvernig hnýta skuli bindishnút. Vísir/Tómas Byrjað er að mála yfir veggmynd sem staðið hefur við gömlu verslun Guðsteins Eyjólfssonar í miðbæ Reykjavíkur í áratugi. Mynd af málara við störf hefur strokið íbúum í miðbænum öfugt, sem mótmæltu gjörningnum á Facebook. Verslunareigandi segir að verið sé að sinna viðhaldi, og myndin verði máluð á nýjan leik. Hin rúmlega hundrað ára gamla herrafataverslun Guðsteins Eyjólfssonar, lokaði dyrum sínum á Laugavegi í hinsta sinn í mars á þessu ári. Verslunin hafði verið til húsa á Laugavegi 34 í nánast hundrað ár. Húsið var teiknað fyrir sjálfan Guðstein og hafði allt frá upphafi verið starfrækt herrafataverslun á jarðhæð hússins. Guðsteinn bjó með fjölskyldu sinni á þriðju hæðinni. Húsið var friðað af menntamálaráðherra 19. maí 2011. Sjá nánar á vef Minjastofnunar. Mikillar óánægju gætir með þessa þróun mála á Facebook-síðunni Íbúar í Miðborg. Íbúi vakti þar athygli á því að byrjað væri að mála yfir myndina, og þegar þetta er skrifað hafa um 98 manns brugðist við færslunni á þeim fimmtíu mínútum síðan hún fór inn á síðuna. Flestir hafa brugðist við með grátbroskallinum, 61, en þar á eftir fylgir þessi sem er hissa, wow-broskallinn með 25. Búið að gera ráðstafnir til að setja aftur upp myndina Sigríður Jónsdóttir, sem rekur verslunina Aff Concept store og leigir Laugaveg 34, segir að verið sé að sinna viðhaldi, og búið sé að gera ráðstafanir til að setja veggmyndina aftur upp. Æsingurinn sé því byggður á misskilningi. „Það þarf að fara í viðhald á veggnum, þess vegna þarf að mála hann og fara yfir þetta. Síðan verður hún sett aftur upp.“ Eigendur verslunarinnar neyddust til að loka útibúinu við Laugaveg í mars síðastliðnum. Þau kenndu slæmum aðstæðum um, þeim að Laugavegurinn væri lokaður fyrir bílaumferð að stórum hluta. Reykjavík Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Hin rúmlega hundrað ára gamla herrafataverslun Guðsteins Eyjólfssonar, lokaði dyrum sínum á Laugavegi í hinsta sinn í mars á þessu ári. Verslunin hafði verið til húsa á Laugavegi 34 í nánast hundrað ár. Húsið var teiknað fyrir sjálfan Guðstein og hafði allt frá upphafi verið starfrækt herrafataverslun á jarðhæð hússins. Guðsteinn bjó með fjölskyldu sinni á þriðju hæðinni. Húsið var friðað af menntamálaráðherra 19. maí 2011. Sjá nánar á vef Minjastofnunar. Mikillar óánægju gætir með þessa þróun mála á Facebook-síðunni Íbúar í Miðborg. Íbúi vakti þar athygli á því að byrjað væri að mála yfir myndina, og þegar þetta er skrifað hafa um 98 manns brugðist við færslunni á þeim fimmtíu mínútum síðan hún fór inn á síðuna. Flestir hafa brugðist við með grátbroskallinum, 61, en þar á eftir fylgir þessi sem er hissa, wow-broskallinn með 25. Búið að gera ráðstafnir til að setja aftur upp myndina Sigríður Jónsdóttir, sem rekur verslunina Aff Concept store og leigir Laugaveg 34, segir að verið sé að sinna viðhaldi, og búið sé að gera ráðstafanir til að setja veggmyndina aftur upp. Æsingurinn sé því byggður á misskilningi. „Það þarf að fara í viðhald á veggnum, þess vegna þarf að mála hann og fara yfir þetta. Síðan verður hún sett aftur upp.“ Eigendur verslunarinnar neyddust til að loka útibúinu við Laugaveg í mars síðastliðnum. Þau kenndu slæmum aðstæðum um, þeim að Laugavegurinn væri lokaður fyrir bílaumferð að stórum hluta.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira