Leyniskjalamáli Trump vísað frá dómi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júlí 2024 16:04 Trump segir frávísunina aðeins upphafið að endalokum allra dómsmála sem hann stendur í. getty Dómari í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur vísað dómsmáli á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta frá dómi. Umrætt dómsmál snýst um leyniskjöl sem Trump var sagður hafa tekið með sér úr Hvíta húsinu eftir að forsetatíð hans lauk. Frávísunina tilkynnti alríkisdómarinn Aileen Cannon í dag. Taldi hún Jack Smith sérstakan saksóknara í málinu ólöglega skipaðan og því skorta hæfi til þess að höfða málið. Í ákvörðun dómarans, sem er ansi ítarleg og telur 93 blaðsíður, vísar hún til þess ákvæðis stjórnarskrárinnar sem snýr að skipunum eða útnefningum ríkisins og vísar til meginreglunnar um þrígreiningu ríkisvalds í því samhengi. Skipun Smith hafi brotið gegn þessum meginreglum stjórnarskrárinnar. Ákvörðunin gengur samt sem áður í berhögg við fyrri fordæmi sem varða skipanir sérstakra saksóknara, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Um er að ræða fjórða dómsmálið sem höfðað hefur verið gegn Donald Trump frá því að embættistíð hans lauk. Í þessu máli hefur athygli fjölmiðla beinst að því að dómarinn Aileen Cannon var skipuð í dómaraembætti af Trump og stöðvaði um tíma rannsókn yfirvalda í málinu. Nokkuð sem vakti harða gagnrýni meðal sérfræðinga og svo fór að áfrýjunardómur felldi hana úr gildi. Málið hófst með húsleit FBI í Mar-A-Lago, sveitarklúbbi Trumps í Flórída þar sem hann býr, á fyrir tveimur árum. Starfsmenn FBI lögðu hald á tólf kassa af opinberum gögnum sem Trump hafði tekið með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Greint var frá því að sum gagnanna hefðu verið merkt sem „háleynileg“. Meint brot Trump gætu varðað allt að tíu ára fangelsi, þó að slík refsing hafi verið talin ólíkleg. Hann neitaði alfarið sök. Í yfirlýsingu á Truth Social, samfélagsmiðli Trump, segir forsetinn fyrrverandi að frávísunin í dag sé aðeins upphafið. Öllum fjórum málunum, sem hann stendur í, verði vísað frá dómi á endanum. Hann bætti við að málið væri samsæri innan dómsmálaráðuneytis. Þá hvatti hann stuðningsmenn til þess að berjast gegn vopnavæðingu dómskerfisins, í aðdraganda landsþings Repúblikana sem hefst í kvöld. Þar er búist við því að Trump útnefni varaforsetaefni sitt. Saksóknari í málinu getur áfrýjað málinu til áfrýjunardómstóls. Þaðan getur annar hvor aðilinn áfrýjað málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Gera má ráð fyrir að málið endi þar. Það tekur sinn tíma og afar ólíklegt að nokkur niðurstaða fáist fyrir forsetakosningarnar í haust. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Frávísunina tilkynnti alríkisdómarinn Aileen Cannon í dag. Taldi hún Jack Smith sérstakan saksóknara í málinu ólöglega skipaðan og því skorta hæfi til þess að höfða málið. Í ákvörðun dómarans, sem er ansi ítarleg og telur 93 blaðsíður, vísar hún til þess ákvæðis stjórnarskrárinnar sem snýr að skipunum eða útnefningum ríkisins og vísar til meginreglunnar um þrígreiningu ríkisvalds í því samhengi. Skipun Smith hafi brotið gegn þessum meginreglum stjórnarskrárinnar. Ákvörðunin gengur samt sem áður í berhögg við fyrri fordæmi sem varða skipanir sérstakra saksóknara, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Um er að ræða fjórða dómsmálið sem höfðað hefur verið gegn Donald Trump frá því að embættistíð hans lauk. Í þessu máli hefur athygli fjölmiðla beinst að því að dómarinn Aileen Cannon var skipuð í dómaraembætti af Trump og stöðvaði um tíma rannsókn yfirvalda í málinu. Nokkuð sem vakti harða gagnrýni meðal sérfræðinga og svo fór að áfrýjunardómur felldi hana úr gildi. Málið hófst með húsleit FBI í Mar-A-Lago, sveitarklúbbi Trumps í Flórída þar sem hann býr, á fyrir tveimur árum. Starfsmenn FBI lögðu hald á tólf kassa af opinberum gögnum sem Trump hafði tekið með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Greint var frá því að sum gagnanna hefðu verið merkt sem „háleynileg“. Meint brot Trump gætu varðað allt að tíu ára fangelsi, þó að slík refsing hafi verið talin ólíkleg. Hann neitaði alfarið sök. Í yfirlýsingu á Truth Social, samfélagsmiðli Trump, segir forsetinn fyrrverandi að frávísunin í dag sé aðeins upphafið. Öllum fjórum málunum, sem hann stendur í, verði vísað frá dómi á endanum. Hann bætti við að málið væri samsæri innan dómsmálaráðuneytis. Þá hvatti hann stuðningsmenn til þess að berjast gegn vopnavæðingu dómskerfisins, í aðdraganda landsþings Repúblikana sem hefst í kvöld. Þar er búist við því að Trump útnefni varaforsetaefni sitt. Saksóknari í málinu getur áfrýjað málinu til áfrýjunardómstóls. Þaðan getur annar hvor aðilinn áfrýjað málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Gera má ráð fyrir að málið endi þar. Það tekur sinn tíma og afar ólíklegt að nokkur niðurstaða fáist fyrir forsetakosningarnar í haust.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira