„Búið að leggja upp dauðafæri fyrir Donald Trump“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júlí 2024 23:58 Eiríkur Bergmann ræddi sigurhorfur Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir skotárásina á laugardag í Kvöldfréttum. Vísir/Arnar Stjórnmálafræðiprófessor segir fátt hafa getað verið Donald Trump hagfelldara en atburðarásin á kosningafundi hans á laugardag. Hann sé kominn í dauðafæri í baráttunni um forsetaembættið og hann þurfi að geiga verulega til að klúðra því. „Það fellur einhvern veginn allt með honum þessa dagana, þetta var náttúrlega alveg ótrúleg atburðarás og spilaðist vel upp í hendurnar á honum þrátt fyrir að þetta hafi auðvitað verið hræðilegur verknaður,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Í ofanálag hafi Joe Biden mótframbjóðanda hans verið að fatast flugið og ítrekað gert meiri háttar mistök upp á síðkastið. „Þannig að staða hans er bara orðin allt önnur. Hann er ekki lengur einhver áskorandi utan af jaðri heldur getur hann stillt sér núna fram eins og aðalgaurinn.“ Aðspurður segir Eiríkur líklegt að Trump komi til með að breytast í fasi eftir atvik helgarinnar. „Hann skilur stjórnmálin sem leiksvið og setur á svið flotta sýningu og skynjar að það er önnur stemning í salnum heldur en var þegar hann þurfti að hafa fyrir því að komast að með sín skilaboð. Þannig að núna getur hann nokkuð auðveldlega ýtt Joe Biden til hliðar og tekið sér stöðu á miðju sviðinu,“ segir Eiríkur. Samsæriskenningar á lofti um aðild Biden Hann segir atburði af þessum toga kalla strax á samsæriskenningar, þær séu þegar komnar á fleygiferð. Einhverjir haldi að Trump hafi sjálfur sviðsett atburðarásina en þó ekki margir. „Enda þyrfti meiri færni en helstu framleiðendur í Hollywood hafa yfir að ráða til þess að hanna aðra eins atburðarás. En það er líklega ekkert getað verið eins hagfellt honum og akkúrat það sem gerðist,“ segir Eiríkur. Þá saki einhverjir djúpríki um að hafa staðið að tilræðinu, jafnvel með vitund og vilja Biden. Það sé viðbúið að flökkusagna og samsæriskenninga verði vart, sérstaklega í því skautaða stjórnmálaástandi sem ríkt hefur í Bandaríkjunum að undanförnu. „Þar sem ekkert traust er til staðar og andstæðir hópar eru tilbúnir til að trúa andstæðingum sínum um hvað sem er.“ Hvernig heldurðu að kosningarnar fari? „Það er búið að leggja upp dauðafæri fyrir Donald Trump. Hann er bara með opið mark og þarf að geiga allverulega sjálfur til þess að klúðra þessari stöðu sem upp er núna.“ Honum hafi verið hugsað til kosningastrategista Demókrataflokksins þegar þeir komu saman í morgun. „Þeir hafa nú klórað sér heldur betur í kollinum hvernig eigi að vinna sig úr þessari stöðu. Þeir eiga mjög erfitt verk fyrir höndum og næstum ómögulegt.“ Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
„Það fellur einhvern veginn allt með honum þessa dagana, þetta var náttúrlega alveg ótrúleg atburðarás og spilaðist vel upp í hendurnar á honum þrátt fyrir að þetta hafi auðvitað verið hræðilegur verknaður,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Í ofanálag hafi Joe Biden mótframbjóðanda hans verið að fatast flugið og ítrekað gert meiri háttar mistök upp á síðkastið. „Þannig að staða hans er bara orðin allt önnur. Hann er ekki lengur einhver áskorandi utan af jaðri heldur getur hann stillt sér núna fram eins og aðalgaurinn.“ Aðspurður segir Eiríkur líklegt að Trump komi til með að breytast í fasi eftir atvik helgarinnar. „Hann skilur stjórnmálin sem leiksvið og setur á svið flotta sýningu og skynjar að það er önnur stemning í salnum heldur en var þegar hann þurfti að hafa fyrir því að komast að með sín skilaboð. Þannig að núna getur hann nokkuð auðveldlega ýtt Joe Biden til hliðar og tekið sér stöðu á miðju sviðinu,“ segir Eiríkur. Samsæriskenningar á lofti um aðild Biden Hann segir atburði af þessum toga kalla strax á samsæriskenningar, þær séu þegar komnar á fleygiferð. Einhverjir haldi að Trump hafi sjálfur sviðsett atburðarásina en þó ekki margir. „Enda þyrfti meiri færni en helstu framleiðendur í Hollywood hafa yfir að ráða til þess að hanna aðra eins atburðarás. En það er líklega ekkert getað verið eins hagfellt honum og akkúrat það sem gerðist,“ segir Eiríkur. Þá saki einhverjir djúpríki um að hafa staðið að tilræðinu, jafnvel með vitund og vilja Biden. Það sé viðbúið að flökkusagna og samsæriskenninga verði vart, sérstaklega í því skautaða stjórnmálaástandi sem ríkt hefur í Bandaríkjunum að undanförnu. „Þar sem ekkert traust er til staðar og andstæðir hópar eru tilbúnir til að trúa andstæðingum sínum um hvað sem er.“ Hvernig heldurðu að kosningarnar fari? „Það er búið að leggja upp dauðafæri fyrir Donald Trump. Hann er bara með opið mark og þarf að geiga allverulega sjálfur til þess að klúðra þessari stöðu sem upp er núna.“ Honum hafi verið hugsað til kosningastrategista Demókrataflokksins þegar þeir komu saman í morgun. „Þeir hafa nú klórað sér heldur betur í kollinum hvernig eigi að vinna sig úr þessari stöðu. Þeir eiga mjög erfitt verk fyrir höndum og næstum ómögulegt.“
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira