Southgate hefur sagt upp störfum Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júlí 2024 10:07 Gareth Southgate stýrði enska landsliðinu frá 2016. Richard Sellers/Getty Images Tveimur dögum eftir að hafa tapað úrslitaleik Evrópumótsins í annað sinn hefur Gareth Southgate sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari Englands í fótbolta. Southgate tók við enska landsliðinu haustið 2016 af Sam Allardyce sem var ráðinn til tveggja ára eftir að Roy Hodgson var látinn fara fyrr um sumarið þegar England féll úr leik í 16-liða úrslitum EM gegn Íslandi. Stóri Sam sagði hins vegar af sér eftir aðeins 67 daga í starfi og Southgate var kallaður til eftir að hafa náð góðum árangri með u21 árs landsliðið. HM 2018 í Rússlandi var fyrsta stórmót Englendinga undir hans stjórn, þar fór liðið alla leið í undanúrslit og vann loks vítaspyrnukeppni (í 16-liða úrslitum gegn Kólumbíu) eftir að hafa fallið úr leik eftir vítaspyrnukeppni á þremur heimsmeistaramótum í röð. Á síðustu tveimur Evrópumótum hefur England farið alla leið í úrslit en tapað í bæði skipti. Á heimavelli 2020/21 gegn Ítalíu og nú síðasta sunnudag gegn Spáni. Southgate fór fáum orðum um framtíðina eftir tapið á sunnudag og sagðist bara þurfa að eiga samræður við sitt fólk áður en ákvörðun yrði tekin. Ákvörðunin var svo tilkynnt af enska knattspyrnusambandinu rétt í þessu og Southgate skrifaði kveðju til stuðningsmanna. After 102 games and almost eight years in charge, Gareth Southgate has announced he is to leave his role as manager of the #ThreeLions.— England (@England) July 16, 2024 „Sem stoltur Englendingur hefur það verið minn mesti heiður að spila fyrir og þjálfa enska landsliðið. Þetta hefur þýtt mikið fyrir mig og ég hef lagt mig allan fram. En nú er kominn tími á breytingar, nýjan kafla… Ég er og verð alltaf aðdáandi enska landsliðsins. Ég hlakka til að horfa og fagna því þegar liðið heldur áfram að skapa minningar fyrir þjóðina, tengja hana tilfinningaböndum og veita henni innblástur – eins og við vitum að það getur. Takk England, fyrir allt saman,“ var meðal þess sem Southgate skrifaði í kveðjunni. Fréttin hefur verið uppfærð. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Vildum vinna þetta fyrir hann“ Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega niðurlútur eftir að liðinu mistókst að vinna sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í sögunni er liðið tapaði 2-1 gegn Spánverjum í úrslitum EM í kvöld. 14. júlí 2024 22:30 Bellingham pirraður út í Southgate: „Breyttu einhverju, gerðu eitthvað“ Jude Bellingham ku hafa reiðst út í Gareth Southgate í úrslitaleik EM gegn Spáni. Hann vildi að landsliðsþjálfarinn gerði breytingar á liðinu í seinni hálfleik. 16. júlí 2024 07:30 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Sjá meira
Southgate tók við enska landsliðinu haustið 2016 af Sam Allardyce sem var ráðinn til tveggja ára eftir að Roy Hodgson var látinn fara fyrr um sumarið þegar England féll úr leik í 16-liða úrslitum EM gegn Íslandi. Stóri Sam sagði hins vegar af sér eftir aðeins 67 daga í starfi og Southgate var kallaður til eftir að hafa náð góðum árangri með u21 árs landsliðið. HM 2018 í Rússlandi var fyrsta stórmót Englendinga undir hans stjórn, þar fór liðið alla leið í undanúrslit og vann loks vítaspyrnukeppni (í 16-liða úrslitum gegn Kólumbíu) eftir að hafa fallið úr leik eftir vítaspyrnukeppni á þremur heimsmeistaramótum í röð. Á síðustu tveimur Evrópumótum hefur England farið alla leið í úrslit en tapað í bæði skipti. Á heimavelli 2020/21 gegn Ítalíu og nú síðasta sunnudag gegn Spáni. Southgate fór fáum orðum um framtíðina eftir tapið á sunnudag og sagðist bara þurfa að eiga samræður við sitt fólk áður en ákvörðun yrði tekin. Ákvörðunin var svo tilkynnt af enska knattspyrnusambandinu rétt í þessu og Southgate skrifaði kveðju til stuðningsmanna. After 102 games and almost eight years in charge, Gareth Southgate has announced he is to leave his role as manager of the #ThreeLions.— England (@England) July 16, 2024 „Sem stoltur Englendingur hefur það verið minn mesti heiður að spila fyrir og þjálfa enska landsliðið. Þetta hefur þýtt mikið fyrir mig og ég hef lagt mig allan fram. En nú er kominn tími á breytingar, nýjan kafla… Ég er og verð alltaf aðdáandi enska landsliðsins. Ég hlakka til að horfa og fagna því þegar liðið heldur áfram að skapa minningar fyrir þjóðina, tengja hana tilfinningaböndum og veita henni innblástur – eins og við vitum að það getur. Takk England, fyrir allt saman,“ var meðal þess sem Southgate skrifaði í kveðjunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Vildum vinna þetta fyrir hann“ Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega niðurlútur eftir að liðinu mistókst að vinna sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í sögunni er liðið tapaði 2-1 gegn Spánverjum í úrslitum EM í kvöld. 14. júlí 2024 22:30 Bellingham pirraður út í Southgate: „Breyttu einhverju, gerðu eitthvað“ Jude Bellingham ku hafa reiðst út í Gareth Southgate í úrslitaleik EM gegn Spáni. Hann vildi að landsliðsþjálfarinn gerði breytingar á liðinu í seinni hálfleik. 16. júlí 2024 07:30 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Sjá meira
„Vildum vinna þetta fyrir hann“ Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega niðurlútur eftir að liðinu mistókst að vinna sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í sögunni er liðið tapaði 2-1 gegn Spánverjum í úrslitum EM í kvöld. 14. júlí 2024 22:30
Bellingham pirraður út í Southgate: „Breyttu einhverju, gerðu eitthvað“ Jude Bellingham ku hafa reiðst út í Gareth Southgate í úrslitaleik EM gegn Spáni. Hann vildi að landsliðsþjálfarinn gerði breytingar á liðinu í seinni hálfleik. 16. júlí 2024 07:30