„Við erum bara að segja þeim að vinna vinnuna sína“ Jakob Bjarnar skrifar 16. júlí 2024 10:50 María Lilja og Sema Erla. Þær stofnuðu til fjársöfnunar undir merkjum Solaris, fóru til Palestínu og hjálpuðu fjölmörgum af svæðinu. Og var fagnað sem hetjum, en ekki eru allir ánægðir með framtak þeirra. vísir/vilhelm Embætti ríkissaksóknara hefur skipað Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að ljúka rannsókn á fjársöfnun Semu Erlu Serdoglu, stofnanda Solaris, og Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttur Kemp, sjálfboðaliða samtakanna. Mbl.is greindi fyrst frá þessu en málið snýst um kæru sem Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður lagði fram. Hann sakar þær um að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. Það skortir rökstuðning fyrir niðurfellingu Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari segir þetta ekki hafa neitt með það hver niðurstaðan í málinu kann að verða. „Við erum bara að segja þeim að vinna vinnuna sína,“ segir Helgi Magnús í samtali við Vísi. Helgi Magnús segir hafa skort rökstuðning til að fella þetta niður. „Það felst enginn rökstuðningur í því að fullyrða að þetta sé opinber söfnun ef því fylgir enginn rökstuðningur. Það er bara einhver fullyrðing út í loftið eftir eina eða tvær yfirheyrslur.“ Að sögn vararíkissaksóknari felst þetta í því að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ljúki meðferð málsins og að ákvörðunin, hver svo sem hún kann að verða, byggi á fullnægjandi rannsókn. „Ef um opinbera fjársöfnun er að ræða þarf að tilkynna það og fá leyfi til þessa. Það virðist stokkið á það sem verjandi þeirra segir.“ Góður málstaður dugar ekki einn og sér Svo virðist sem tilhneigingar gæti hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að rugla saman því að ef um góðan málstað sé að ræða og ekki megi trufla slíkt með einhverju lagakjaftæði. Helgi Magnús vararíkissaksóknari segir að góður málstaður dugi ekki einn og sér sem röksemd fyrir því að eitthvað sé í lagi. „Okkar vinna er að byggja þetta á lögum og röksemdum og því sem rannsókn leiðir í ljós.“vísir/vilhelm „En þau verða að geta þau fært rök fyrir þessu og það komu engin rök. Okkar vinna er að byggja þetta á lögum og röksemdum og því sem rannsókn leiðir í ljós. Allt þetta venjulega, þetta verður ekki afgreitt öðruvísi en að kryfja þetta.“ Hvorki náðist í Semu Erlu né Maríu Lilju í morgun en lögmenn þeirra, Helga Vala Helgadóttir og Gunnar Ingi Jóhannsson hafa alfarið hafnað ásökunum Einars. Dómsmál Lögreglan Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Kæran felld niður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fellt niður mál forystukvenna söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa. Hæstaréttarlögmaður hafði kært þær fyrir að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. 6. apríl 2024 10:54 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Mbl.is greindi fyrst frá þessu en málið snýst um kæru sem Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður lagði fram. Hann sakar þær um að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. Það skortir rökstuðning fyrir niðurfellingu Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari segir þetta ekki hafa neitt með það hver niðurstaðan í málinu kann að verða. „Við erum bara að segja þeim að vinna vinnuna sína,“ segir Helgi Magnús í samtali við Vísi. Helgi Magnús segir hafa skort rökstuðning til að fella þetta niður. „Það felst enginn rökstuðningur í því að fullyrða að þetta sé opinber söfnun ef því fylgir enginn rökstuðningur. Það er bara einhver fullyrðing út í loftið eftir eina eða tvær yfirheyrslur.“ Að sögn vararíkissaksóknari felst þetta í því að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ljúki meðferð málsins og að ákvörðunin, hver svo sem hún kann að verða, byggi á fullnægjandi rannsókn. „Ef um opinbera fjársöfnun er að ræða þarf að tilkynna það og fá leyfi til þessa. Það virðist stokkið á það sem verjandi þeirra segir.“ Góður málstaður dugar ekki einn og sér Svo virðist sem tilhneigingar gæti hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að rugla saman því að ef um góðan málstað sé að ræða og ekki megi trufla slíkt með einhverju lagakjaftæði. Helgi Magnús vararíkissaksóknari segir að góður málstaður dugi ekki einn og sér sem röksemd fyrir því að eitthvað sé í lagi. „Okkar vinna er að byggja þetta á lögum og röksemdum og því sem rannsókn leiðir í ljós.“vísir/vilhelm „En þau verða að geta þau fært rök fyrir þessu og það komu engin rök. Okkar vinna er að byggja þetta á lögum og röksemdum og því sem rannsókn leiðir í ljós. Allt þetta venjulega, þetta verður ekki afgreitt öðruvísi en að kryfja þetta.“ Hvorki náðist í Semu Erlu né Maríu Lilju í morgun en lögmenn þeirra, Helga Vala Helgadóttir og Gunnar Ingi Jóhannsson hafa alfarið hafnað ásökunum Einars.
Dómsmál Lögreglan Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Kæran felld niður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fellt niður mál forystukvenna söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa. Hæstaréttarlögmaður hafði kært þær fyrir að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. 6. apríl 2024 10:54 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Kæran felld niður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fellt niður mál forystukvenna söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa. Hæstaréttarlögmaður hafði kært þær fyrir að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. 6. apríl 2024 10:54