„Þetta er ekki spurning hvort hann deyi heldur hvenær“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. júlí 2024 14:43 Ungur maður frá Akureyri hefur verið á biðlista eftir meðferð í fjóra mánuði. Hann segist vonast til að lifa biðina af. Í nýjasta þætti af Lífið af biðlista, sem er í umsjón Gunnars Ingi Valgeirssonar, er rætt við ungan mann sem hefur verið í neyslu í tíu ár. Hann býr á Akureyri með móður sinni sem er virkur alkahólisti. Maðurinn hefur verið á biðlista eftir meðferð í fjóra mánuði. Ungi maðurinn sem er aðeins 21 árs gamall er fastur í morfínneyslu. Hann segist koma alls staðar að lokuðum dyrum og telji að kerfið geri ekki ráð fyrir einstaklingum eins og honum. „Þetta er ekki spurning um það hvort hann deyi heldur hvenær,“ segir Gunnar sem hitti manninn fyrst í mars á þessu ári. Nú fjórum mánuðum síðar er hann enn á biðlista, heimilislaus og í enn verra ásigkomulagi. Í þættinum segir maðurinn frá því að hann hafi reynt að taka sitt eigið líf á meðan hann lá inni á geðdeild. Starfsmenn hótuðu að vísa honum á dyr ef hann myndi reyna það aftur. „Mér leið svo svakalega illa á geðdeildinni að ég reyndi að drepa mig. Þeir ætluðu að henda mér út fyrir það. Þeir sögðu að ég væri á síðasta séns,“ segir hann í þættinum. Maðurinn vonast til að lifa biðina af. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Brotið á honum í átján ár Ungi maðurinn segir frá því að hann hafi verið misnotaður kynferðislega og beittur öðru líkamlegu og andlegu ofbeldi frá þriggja ára aldri til ellefu ára. Við tóku erfiðar tilfinningar sem hann náði ekki að vinna sig út úr. Hann kynntist kannabis sem hann notaði til að bæla niður tilfinningarnar. Svo fór hann að neyta amfetamíns, kókaíns, róandi- og morfínlyfja. „Þetta er án efa sorglegasta viðtal sem ég hef tekið. Mig langaði að einbeita mér að aðstandendum í þessari seríu en þetta er saga sem bara þarf að heyrast,“ segir Gunnar. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Fíkn Heilsa Tengdar fréttir Segir sjálfsvígin sárust Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi er fyrsti gestur þáttarins Lífið á biðlista sem ekki er alkóhólisti. Í þættinum, sem er í umsjón Gunnars Inga Valgeirssonar, segir Baldur frá þeirri vanlíðan sem því fylgir að vera aðstandandi ungmenna með vímuefnavanda, og sjá á eftir þeim í blóma lífsins. 16. maí 2024 15:04 „Næs að það sjáist ekki lengur á mér að ég hafi verið heimilislaus“ Kolfreyja Sól Bogadóttir er tónlistarkona og vinnur á frístundaheimili í grunnskóla. Fyrir ári síðan var hún heimilislaus og djúpt sokkin í neyslu ópíóíða. Hún segir líf sitt hafa breyst með undraverðum hætti eftir að hún dvaldi á Hlaðgerðarkoti í langtímameðferð. 5. apríl 2024 10:46 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Ungi maðurinn sem er aðeins 21 árs gamall er fastur í morfínneyslu. Hann segist koma alls staðar að lokuðum dyrum og telji að kerfið geri ekki ráð fyrir einstaklingum eins og honum. „Þetta er ekki spurning um það hvort hann deyi heldur hvenær,“ segir Gunnar sem hitti manninn fyrst í mars á þessu ári. Nú fjórum mánuðum síðar er hann enn á biðlista, heimilislaus og í enn verra ásigkomulagi. Í þættinum segir maðurinn frá því að hann hafi reynt að taka sitt eigið líf á meðan hann lá inni á geðdeild. Starfsmenn hótuðu að vísa honum á dyr ef hann myndi reyna það aftur. „Mér leið svo svakalega illa á geðdeildinni að ég reyndi að drepa mig. Þeir ætluðu að henda mér út fyrir það. Þeir sögðu að ég væri á síðasta séns,“ segir hann í þættinum. Maðurinn vonast til að lifa biðina af. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Brotið á honum í átján ár Ungi maðurinn segir frá því að hann hafi verið misnotaður kynferðislega og beittur öðru líkamlegu og andlegu ofbeldi frá þriggja ára aldri til ellefu ára. Við tóku erfiðar tilfinningar sem hann náði ekki að vinna sig út úr. Hann kynntist kannabis sem hann notaði til að bæla niður tilfinningarnar. Svo fór hann að neyta amfetamíns, kókaíns, róandi- og morfínlyfja. „Þetta er án efa sorglegasta viðtal sem ég hef tekið. Mig langaði að einbeita mér að aðstandendum í þessari seríu en þetta er saga sem bara þarf að heyrast,“ segir Gunnar. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Fíkn Heilsa Tengdar fréttir Segir sjálfsvígin sárust Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi er fyrsti gestur þáttarins Lífið á biðlista sem ekki er alkóhólisti. Í þættinum, sem er í umsjón Gunnars Inga Valgeirssonar, segir Baldur frá þeirri vanlíðan sem því fylgir að vera aðstandandi ungmenna með vímuefnavanda, og sjá á eftir þeim í blóma lífsins. 16. maí 2024 15:04 „Næs að það sjáist ekki lengur á mér að ég hafi verið heimilislaus“ Kolfreyja Sól Bogadóttir er tónlistarkona og vinnur á frístundaheimili í grunnskóla. Fyrir ári síðan var hún heimilislaus og djúpt sokkin í neyslu ópíóíða. Hún segir líf sitt hafa breyst með undraverðum hætti eftir að hún dvaldi á Hlaðgerðarkoti í langtímameðferð. 5. apríl 2024 10:46 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Segir sjálfsvígin sárust Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi er fyrsti gestur þáttarins Lífið á biðlista sem ekki er alkóhólisti. Í þættinum, sem er í umsjón Gunnars Inga Valgeirssonar, segir Baldur frá þeirri vanlíðan sem því fylgir að vera aðstandandi ungmenna með vímuefnavanda, og sjá á eftir þeim í blóma lífsins. 16. maí 2024 15:04
„Næs að það sjáist ekki lengur á mér að ég hafi verið heimilislaus“ Kolfreyja Sól Bogadóttir er tónlistarkona og vinnur á frístundaheimili í grunnskóla. Fyrir ári síðan var hún heimilislaus og djúpt sokkin í neyslu ópíóíða. Hún segir líf sitt hafa breyst með undraverðum hætti eftir að hún dvaldi á Hlaðgerðarkoti í langtímameðferð. 5. apríl 2024 10:46