Eyðir 33 milljónum í skrokkinn á sér á hverju ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2024 16:15 Derrick Henry er enginn meðalmaður. Hann kveður nú Tennessee Titans eftir sjö ár. Getty/ Justin Ford NFL stórstjarnan Derrick Henry hefur hlaupið yfir mann og annan í deildinni undanfarin ár og verið einn besti hlaupari hennar. Hann er í rosalegu formi og passar líka einstaklega vel upp á líkama sinn. Samkvæmt samantekt hjá The Athletic þá er Henry ekki aðeins tilbúinn að leggja mikið á sig við æfingar heldur er hann einnig tilbúinn að eyða miklu í skrokkinn á sér á hverju ári. Blaðamenn Athletic komust að því að hann eyði 240 þúsund dollurunum í skrokkinn á sér á hverju ári sem er meira en 33 milljónir íslenskra króna. Henry er að sjálfsögðu með einkakokk en að auki er hann með infrarauða sánu og súrefnisklefa heima hjá sér. Hann fer líka í kuldameðferð, nuddmeðferð, sér styrktarþjálfun og tekur næringu í æð með vítamínum og næringarefnum. Allt gert til að halda sér í hámarksformi. Allt kostar þetta pening og Athletic uppreiknuðu þetta í um 33 milljónir íslenskra króna á ári. Henry hefur spilað með Tennessee Titans undanfarin sjö ár en samdi í sumar við Baltimore Ravens. Hjá Ravens fær hann sextán milljónir dollara fyrir næstu tvö tímabil eða 2,2 milljarða króna. Hann ætti því að hafa efni á öllum þessum meðferðum. Henry hefur alls spilað 119 leiki í NFL deildinni og í þeim hefur hann hlaupið 9502 jarda með boltann og skorað 90 snertimörk með því að hlaupa með boltann í gegnum vörn mótherjanna. Hann hefur reynt 2030 sinnum að hlaupa á vörnina og hefur aðeins glatað boltanum níu sinnum. Engar smá tölur fyrir þennan magnaða leikmann sem er þekktur fyrir að hlaupa yfir lið í sumum leikjum þegar hann kemst á flug. Það verður fróðlegt að sjá hann hjá Ravens en hann er auðvitað orðinn þrítugur sem þykir mikið fyrir hlaupara í NFL: View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NFL Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Sjá meira
Samkvæmt samantekt hjá The Athletic þá er Henry ekki aðeins tilbúinn að leggja mikið á sig við æfingar heldur er hann einnig tilbúinn að eyða miklu í skrokkinn á sér á hverju ári. Blaðamenn Athletic komust að því að hann eyði 240 þúsund dollurunum í skrokkinn á sér á hverju ári sem er meira en 33 milljónir íslenskra króna. Henry er að sjálfsögðu með einkakokk en að auki er hann með infrarauða sánu og súrefnisklefa heima hjá sér. Hann fer líka í kuldameðferð, nuddmeðferð, sér styrktarþjálfun og tekur næringu í æð með vítamínum og næringarefnum. Allt gert til að halda sér í hámarksformi. Allt kostar þetta pening og Athletic uppreiknuðu þetta í um 33 milljónir íslenskra króna á ári. Henry hefur spilað með Tennessee Titans undanfarin sjö ár en samdi í sumar við Baltimore Ravens. Hjá Ravens fær hann sextán milljónir dollara fyrir næstu tvö tímabil eða 2,2 milljarða króna. Hann ætti því að hafa efni á öllum þessum meðferðum. Henry hefur alls spilað 119 leiki í NFL deildinni og í þeim hefur hann hlaupið 9502 jarda með boltann og skorað 90 snertimörk með því að hlaupa með boltann í gegnum vörn mótherjanna. Hann hefur reynt 2030 sinnum að hlaupa á vörnina og hefur aðeins glatað boltanum níu sinnum. Engar smá tölur fyrir þennan magnaða leikmann sem er þekktur fyrir að hlaupa yfir lið í sumum leikjum þegar hann kemst á flug. Það verður fróðlegt að sjá hann hjá Ravens en hann er auðvitað orðinn þrítugur sem þykir mikið fyrir hlaupara í NFL: View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NFL Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Sjá meira