Sótti innblástur til sonarins Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2024 19:32 Þorsteinn Halldórsson segir sigur karlalandsliðsins á Englandi hafa verkað sem hvatning. Vísir/Vilhelm Einbeitingarskortur Þjóðverja í aðdraganda leiks liðsins gegn Íslandi gaf stelpunum okkar byr undir báða vængi samkvæmt landsliðsþjálfurunum. Sigurmark sonar landsliðsþjálfarans verkaði sem innblástur. Stelpurnar okkar unnu einn fræknasta sigur íslensks liðs, hvort sem er landsliðs eða félags, þegar Þjóðverjar voru lagðir að velli 3-0 á Laugardalsvelli fyrir sléttri viku. Landsliðsþjálfararnir Þorsteinn Halldórsson og Ásmundur Haraldsson segja óreiðu í kringum þýska liðið í aðdragandanum hafa gefið íslensku stelpunum innspýtingu. „Það voru nokkur atriði á dögunum á undan, að það var búið að tilkynna Ólympíuhópinn þeirra, það var skrýtið. Allar fréttir á heimasíðunni þeirra voru um Ólympíuleikana og hverjar yrðu skyldar eftir heima,“ segir Ásmundur Haraldsson í samtali við Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphituninni, sem birt var á Vísi fyrr í dag. „Ég held það hafi bara verið 15 leikmenn sem mættu okkur sem voru á leið á leikana. Þannig að hluti af hópnum þarna sem var ekki að fara. Það voru allskonar þættir sem spiluðu inn í,“ „Veðrið var greinilega eitthvað að trufla þær, völlur og veður og örugglega vextir og verðbólga,“ segir Ásmundur kíminn. Sonurinn og hinir strákarnir innblástur Leikur karlalandsliðsins við England örfáum vikum fyrr verkaði sem gott dæmi og hvatti kvennalandsliðið áfram fyrir leikinn við Þýskaland. Það vill svo til að sonur Þorsteins, Jón Dagur Þorsteinsson, skoraði sigurmarkið gegn Englandi sem verkaði sem innblástur fyrir föður hans. „Ég hugsaði það eftir að hafa séð Ísland-England, sem var síðasti leikur Englendingas fyrir EM, þá hugsaði maður að leikmennirnir og starfsliðið og allt í kring, var ekki með hugann við það að leikurinn skipti máli,“ „Ég hugsaði England-Ísland, við erum að fara að gera þetta sama og fara og vinna þetta. Ég held að það hafi styrkt okkur í trúnni, að við myndum vinna þetta,“ segir Þorsteinn. Hluta úr viðtalinu úr Sportpakka kvöldsins má sjá að ofan. Að neðan má sjá Bestu upphitunina í heild. Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Stelpurnar okkar unnu einn fræknasta sigur íslensks liðs, hvort sem er landsliðs eða félags, þegar Þjóðverjar voru lagðir að velli 3-0 á Laugardalsvelli fyrir sléttri viku. Landsliðsþjálfararnir Þorsteinn Halldórsson og Ásmundur Haraldsson segja óreiðu í kringum þýska liðið í aðdragandanum hafa gefið íslensku stelpunum innspýtingu. „Það voru nokkur atriði á dögunum á undan, að það var búið að tilkynna Ólympíuhópinn þeirra, það var skrýtið. Allar fréttir á heimasíðunni þeirra voru um Ólympíuleikana og hverjar yrðu skyldar eftir heima,“ segir Ásmundur Haraldsson í samtali við Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphituninni, sem birt var á Vísi fyrr í dag. „Ég held það hafi bara verið 15 leikmenn sem mættu okkur sem voru á leið á leikana. Þannig að hluti af hópnum þarna sem var ekki að fara. Það voru allskonar þættir sem spiluðu inn í,“ „Veðrið var greinilega eitthvað að trufla þær, völlur og veður og örugglega vextir og verðbólga,“ segir Ásmundur kíminn. Sonurinn og hinir strákarnir innblástur Leikur karlalandsliðsins við England örfáum vikum fyrr verkaði sem gott dæmi og hvatti kvennalandsliðið áfram fyrir leikinn við Þýskaland. Það vill svo til að sonur Þorsteins, Jón Dagur Þorsteinsson, skoraði sigurmarkið gegn Englandi sem verkaði sem innblástur fyrir föður hans. „Ég hugsaði það eftir að hafa séð Ísland-England, sem var síðasti leikur Englendingas fyrir EM, þá hugsaði maður að leikmennirnir og starfsliðið og allt í kring, var ekki með hugann við það að leikurinn skipti máli,“ „Ég hugsaði England-Ísland, við erum að fara að gera þetta sama og fara og vinna þetta. Ég held að það hafi styrkt okkur í trúnni, að við myndum vinna þetta,“ segir Þorsteinn. Hluta úr viðtalinu úr Sportpakka kvöldsins má sjá að ofan. Að neðan má sjá Bestu upphitunina í heild.
Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira