Ljóst að annað áfall mun dynja yfir í framtíðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2024 13:33 Ungur farþegi bíður eftir að komast um borð í flugvél sem fór ekki í loftið á réttum tíma í Mílanó á Ítalíu í gær. AP Photo/Luca Bruno Umfangsmikil kerfisbilun, sem sérfræðingar hafa lýst sem mesta tækniáfalli fyrr og síðar, heldur áfram að valda miklum usla, rúmum sólarhring eftir að hennar varð fyrst vart. Hakkarar eru byrjaðir að herja á þá sem urðu fyrir truflunum. Netöryggissérfræðingur telur að frekari, sambærileg tækniáföll séu óumflýjanleg. Þó að kerfi og tölvur séu víðast hvar komin í lag á flugvöllum skellur nú á holskefla ferðamanna sem ekki komust leiðar sinnar í gær vegna bilunarinnar. Fram kemur í fréttavakt BBC að um fimmtíu þúsund breskir ferðamenn hafi vaknað á hrakhólum í morgun og í morgun hafði 45 flugferðum þegar verið aflýst til eða frá breskum flugvöllum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir iðnaðarráðherra segir mikilvægt að draga lærdóm af atvikinu. „Við erum auðvitað á varðbergi, við erum með gríðarlega öfluga aðgerðaáætlun í netöryggismálum. Við erum á varðbergi gagnvart því að tæknin er farin að hafa meiri áhrif á daglegt líf og sérstaklega þegar hún bregst.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/Vilhelm Innt eftir því hvort hún taki undir áhyggjur af gríðarlegum ítökum fárra tæknirisa í daglegu lífi, eins og bilunin í gær sýni, segir Áslaug að ekki megi láta atvikið fæla okkur frá því að taka þátt í mikilvægum tækniumbótum. „Á sama tíma á þessum markaði eins og öðrum er samkeppni gríðarlega mikilvæg og mikilvægt að fólk sé líka með varaplön og viðbragðsáætlanir.“ Crowdstrike, fyrirtækið sem ber höfuðábyrgð á biluninni, hefur ítrekað beðið heimsbyggðina afsökunar síðan í gær. Forstjórinn varaði við því í morgun að svipahrappar gætu nýtt sér neyð þeirra sem leita þurfa til fyrirtækisins vegna bilunarinnar. Netöryggissérfræðingar hjá Öryggisstofnun Ástralíu hafa jafnframt varað við annarri bylgju truflana vegna hakkara, sem sendi út falskar öryggislausnir fyrir hönd CrowdStrike. Magni Sigurðsson, fagstjóri yfir atvikum og meðhöndlun hjá CERT-IS, segir netöryggissveitina enn fylgjast vel með þróun mála hér á landi. Engar frekar tilkynningar hafa borist síðan í gær. „En jú, vissulega er þetta áhyggjuefni,“ segir Magni. Þetta er ekki í síðasta sinn sem tækniáfall af þessari stærðargráðu dynur yfir okkur? „Nei, því miður þá held ég að þetta sé ekki í síðasta skipti sem við sjáum svona. En vonandi ekki af þessari sömu stærðargráðu.“ Tækni Microsoft Netöryggi Tengdar fréttir Mögulega mistök eins forritara Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að stórtækt hrun tölvukerfa í dag sé sennilega stærsta tækniáfall sem heimurinn hafi nokkurn tímann séð. Umhugsunarvert sé að samfélög hafi sett öll eggin í sömu körfuna þegar kemur að hugbúnaði og mögulega hafi mistök eins starfsmanns haft keðjuverkandi áhrif um allan heim. 19. júlí 2024 23:00 Komust ekki inn á netbanka vegna bilunar Tímabundin bilun í tölvukerfum hjá Reiknistofu bankanna orsakaði truflanir á virkni Aur-appsins og bankaþjónustu Auðar. Báðar fjármálaþjónusturnar eru reknar af Kviku og áttu viðskiptavinir Auðar um tíma erfitt með að komast inn í netbanka. 19. júlí 2024 22:22 „Við vorum bara eins og blindur köttur“ Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. 19. júlí 2024 19:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Þó að kerfi og tölvur séu víðast hvar komin í lag á flugvöllum skellur nú á holskefla ferðamanna sem ekki komust leiðar sinnar í gær vegna bilunarinnar. Fram kemur í fréttavakt BBC að um fimmtíu þúsund breskir ferðamenn hafi vaknað á hrakhólum í morgun og í morgun hafði 45 flugferðum þegar verið aflýst til eða frá breskum flugvöllum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir iðnaðarráðherra segir mikilvægt að draga lærdóm af atvikinu. „Við erum auðvitað á varðbergi, við erum með gríðarlega öfluga aðgerðaáætlun í netöryggismálum. Við erum á varðbergi gagnvart því að tæknin er farin að hafa meiri áhrif á daglegt líf og sérstaklega þegar hún bregst.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/Vilhelm Innt eftir því hvort hún taki undir áhyggjur af gríðarlegum ítökum fárra tæknirisa í daglegu lífi, eins og bilunin í gær sýni, segir Áslaug að ekki megi láta atvikið fæla okkur frá því að taka þátt í mikilvægum tækniumbótum. „Á sama tíma á þessum markaði eins og öðrum er samkeppni gríðarlega mikilvæg og mikilvægt að fólk sé líka með varaplön og viðbragðsáætlanir.“ Crowdstrike, fyrirtækið sem ber höfuðábyrgð á biluninni, hefur ítrekað beðið heimsbyggðina afsökunar síðan í gær. Forstjórinn varaði við því í morgun að svipahrappar gætu nýtt sér neyð þeirra sem leita þurfa til fyrirtækisins vegna bilunarinnar. Netöryggissérfræðingar hjá Öryggisstofnun Ástralíu hafa jafnframt varað við annarri bylgju truflana vegna hakkara, sem sendi út falskar öryggislausnir fyrir hönd CrowdStrike. Magni Sigurðsson, fagstjóri yfir atvikum og meðhöndlun hjá CERT-IS, segir netöryggissveitina enn fylgjast vel með þróun mála hér á landi. Engar frekar tilkynningar hafa borist síðan í gær. „En jú, vissulega er þetta áhyggjuefni,“ segir Magni. Þetta er ekki í síðasta sinn sem tækniáfall af þessari stærðargráðu dynur yfir okkur? „Nei, því miður þá held ég að þetta sé ekki í síðasta skipti sem við sjáum svona. En vonandi ekki af þessari sömu stærðargráðu.“
Tækni Microsoft Netöryggi Tengdar fréttir Mögulega mistök eins forritara Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að stórtækt hrun tölvukerfa í dag sé sennilega stærsta tækniáfall sem heimurinn hafi nokkurn tímann séð. Umhugsunarvert sé að samfélög hafi sett öll eggin í sömu körfuna þegar kemur að hugbúnaði og mögulega hafi mistök eins starfsmanns haft keðjuverkandi áhrif um allan heim. 19. júlí 2024 23:00 Komust ekki inn á netbanka vegna bilunar Tímabundin bilun í tölvukerfum hjá Reiknistofu bankanna orsakaði truflanir á virkni Aur-appsins og bankaþjónustu Auðar. Báðar fjármálaþjónusturnar eru reknar af Kviku og áttu viðskiptavinir Auðar um tíma erfitt með að komast inn í netbanka. 19. júlí 2024 22:22 „Við vorum bara eins og blindur köttur“ Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. 19. júlí 2024 19:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Mögulega mistök eins forritara Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að stórtækt hrun tölvukerfa í dag sé sennilega stærsta tækniáfall sem heimurinn hafi nokkurn tímann séð. Umhugsunarvert sé að samfélög hafi sett öll eggin í sömu körfuna þegar kemur að hugbúnaði og mögulega hafi mistök eins starfsmanns haft keðjuverkandi áhrif um allan heim. 19. júlí 2024 23:00
Komust ekki inn á netbanka vegna bilunar Tímabundin bilun í tölvukerfum hjá Reiknistofu bankanna orsakaði truflanir á virkni Aur-appsins og bankaþjónustu Auðar. Báðar fjármálaþjónusturnar eru reknar af Kviku og áttu viðskiptavinir Auðar um tíma erfitt með að komast inn í netbanka. 19. júlí 2024 22:22
„Við vorum bara eins og blindur köttur“ Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. 19. júlí 2024 19:01