Aron Snær lék frábærlega á fyrsta hring mótsins og lagði þar með grunninn að forystu sinni á mótinu. Böðvar Bragi Pálsson gerði sér reyndar lítið fyrir og setti vallarmet í gær en fylgdi því ekki eftir í dag þegar hann lék á 73 höggum.
Vallarmetið stóð ekki lengi en Gunnlaugur Árni lék á 63 höggum í dag og er nú óvænt jafn Aroni Emil Gunnarssyni í öðru sæti á 11 höggum undir pari. Aron Snær leiðir en hann er á tólf höggum undir pari sem stendur.
Páll Birkir Reynisson og Hákon Örn Magnússon eru jafnir í 4. sæti á tíu höggum undir pari fyrir lokahring mótsins. Að honum loknum verður Íslandsmeistari karla í golfi 2024 krýndur.
Stöðu mótsins má sjá á vef Golfsambands Íslands.