Reyndist saklaus eftir að hafa setið inni í 43 ár fyrir morð Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2024 23:45 Sandra Hemme, sem sést hér fyrir miðju, hitti fjölskyldu sína og stuðningsfólk eftir að henni var sleppt frá Chillicothe Correctional Center fangelsinu á föstudag. Ap/The Kansas City Star/HG Biggs Kona sem vistuð var í fangelsi í 43 ár fyrir morð sem hún framdi ekki var sleppt eftir að dómi hennar var hnekkt. Hin bandaríska Sandra Hemme var tvítug þegar hún var sakfelld fyrir að stinga bókasafnsvörðinn Patricia Jeschke frá Missouri til bana í nóvember árið 1980. Hún var dæmd í lífstíðarfangelsi en við endurupptöku málsins kom í ljós að engin gögn tengdu hana við glæpinn önnur en játning sem hún bar fram undir áhrifum mjög slævandi lyfja á geðsjúkrahúsi. Hemme er í dag 64 ára gömul og talið að engin kona hafi þurft að sæta jafn langri fangelsisvist í Bandaríkjunum að ósekju. Greint er frá þessu í frétt Breska ríkisútvarpsins BBC en lögfræðiteymi hennar segist þakklátt því að hún hafi loks fengið að sameinast fjölskyldu sinni. Þau muni halda áfram þeirri vinnu að hreinsa nafn hennar. Fram kemur í dómsorði dómara sem sneri við sakfellingu Hemme að lögfræðingar hennar, sem starfa fyrir samtökin Innocence Project, hafi fært sönnur á að Hemme væri í reynd saklaus. Byggði sú niðurstaða meðal annars á gögnum sem verjendur hafi ekki vitað af þegar mál hennar var upphaflega rekið fyrir dómstólum. Litu fram hjá gögnum sem tengdu samstarfsmann við morðið Í ljós kom að lögregluyfirvöld höfðu horft fram hjá sönnunargögnum sem tengdu lögreglumanninn Michael Holman við málið en hann var síðar dæmdur í fangelsi fyrir annan glæp og lést árið 2015. Pallbíll Holmans sást til að mynda nærri vettvangi daginn sem morðið átti sér stað og ekki reyndist hægt að staðfesta fjarvistarsönnun hans. Sýna gögn að hann hafi notað kreditkort fórnarlambsins sem hann sagðist hafa séð í skurði og auk þess fundust gulleyrnalokkar á heimili Holmans sem faðir hinnar myrtu taldi vera hennar. Verjendur Hemme voru ekki upplýstir um neitt af þessu á sínum tíma. Hemme var nokkrum sinnum yfirheyrð af lögreglu undir áhrifum geðrofslyfja og öflugs róandi lyfs eftir að hafa verið lögð inn á geðsjúkrahús. Hún hafði áður stöku sinnum gengist undir geðmeðferð frá því að hún var tólf ára. Hemme yfirgaf loksins Chillicothe Correctional Center fangelsið í Missouri á föstudag og mun hún búa með systur sinni. Eftir að hún var látin laus átti hún endurfundi með fjölskyldu sinni í nálægum almenningsgarði þar sem hún faðmaði systur sína, dóttur og barnabarn. Bandaríkin Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Hún var dæmd í lífstíðarfangelsi en við endurupptöku málsins kom í ljós að engin gögn tengdu hana við glæpinn önnur en játning sem hún bar fram undir áhrifum mjög slævandi lyfja á geðsjúkrahúsi. Hemme er í dag 64 ára gömul og talið að engin kona hafi þurft að sæta jafn langri fangelsisvist í Bandaríkjunum að ósekju. Greint er frá þessu í frétt Breska ríkisútvarpsins BBC en lögfræðiteymi hennar segist þakklátt því að hún hafi loks fengið að sameinast fjölskyldu sinni. Þau muni halda áfram þeirri vinnu að hreinsa nafn hennar. Fram kemur í dómsorði dómara sem sneri við sakfellingu Hemme að lögfræðingar hennar, sem starfa fyrir samtökin Innocence Project, hafi fært sönnur á að Hemme væri í reynd saklaus. Byggði sú niðurstaða meðal annars á gögnum sem verjendur hafi ekki vitað af þegar mál hennar var upphaflega rekið fyrir dómstólum. Litu fram hjá gögnum sem tengdu samstarfsmann við morðið Í ljós kom að lögregluyfirvöld höfðu horft fram hjá sönnunargögnum sem tengdu lögreglumanninn Michael Holman við málið en hann var síðar dæmdur í fangelsi fyrir annan glæp og lést árið 2015. Pallbíll Holmans sást til að mynda nærri vettvangi daginn sem morðið átti sér stað og ekki reyndist hægt að staðfesta fjarvistarsönnun hans. Sýna gögn að hann hafi notað kreditkort fórnarlambsins sem hann sagðist hafa séð í skurði og auk þess fundust gulleyrnalokkar á heimili Holmans sem faðir hinnar myrtu taldi vera hennar. Verjendur Hemme voru ekki upplýstir um neitt af þessu á sínum tíma. Hemme var nokkrum sinnum yfirheyrð af lögreglu undir áhrifum geðrofslyfja og öflugs róandi lyfs eftir að hafa verið lögð inn á geðsjúkrahús. Hún hafði áður stöku sinnum gengist undir geðmeðferð frá því að hún var tólf ára. Hemme yfirgaf loksins Chillicothe Correctional Center fangelsið í Missouri á föstudag og mun hún búa með systur sinni. Eftir að hún var látin laus átti hún endurfundi með fjölskyldu sinni í nálægum almenningsgarði þar sem hún faðmaði systur sína, dóttur og barnabarn.
Bandaríkin Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira